Engin ákvörðun tekin um starfslokasamning Guðna Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2021 12:31 Guðni Bergsson var formaður KSÍ frá febrúar 2017 og þar til að hann hætti í lok síðasta mánaðar. vísir/vilhelm Fráfarandi stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ekki ákveðið hvernig starfslokum fyrrverandi formanns, Guðna Bergssonar, verður háttað. Málið var rætt á síðasta fundi stjórnarinnar en engin ákvörðun tekin. Næsti fundur verður á þriðjudaginn og stjórnin mun að sögn Ómars Smárasonar, deildarstjóra samskiptadeildar KSÍ, væntanlega funda oftar áður en að aukaþingi kemur á laugardaginn eftir viku, þar sem ný bráðabirgðastjórn tekur við. „Ég geri ráð fyrir að þessi mál verði rædd á að minnsta kosti einhverjum af þeim fundum,“ sagði Ómar. Samkvæmt ársskýrslu KSÍ námu laun og bifreiðastyrkur til Guðna á síðasta ári um 19,7 milljónum króna. Það gerir að meðaltali um 1,64 milljón króna á mánuði, þrátt fyrir að formaðurinn hafi tekið á sig launaskerðingu vegna kórónuveirufaraldursins. Miðað við svar KSÍ við fyrirspurn Vísis, og fundargerð frá síðasta fundi stjórnar, liggur ekki ljóst fyrir hve lengi Guðni mun þiggja laun eða hvernig starfslokasamningi við hann verður háttað. Ekki viðstaddur aukaþingið Guðni sagði af sér sem formaður 29. ágúst, eftir að hafa áður boðist til að stíga til hliðar tímabundið. Stjórn KSÍ, sem sagði af sér degi síðar, samþykkti ekki að Guðni myndi víkja tímabundið. Guðni, sem var kosinn formaður KSÍ árið 2017, hlaut endurkjör árið 2019 og var sjálfkjörinn formaður áfram eftir að hafa verið einn í framboði í febrúar síðastliðnum. Hann sagði af sér eftir gagnrýni á forystu KSÍ vegna viðbragða, eða skorts á þeim, við sögum af ofbeldi landsliðsmanna. Guðni sagði í yfirlýsingu sem hann sendi aðildarfélögum KSÍ í vikunni að hann yrði ekki viðstaddur aukaþingið, sem eins og fyrr segir fer fram laugardaginn 2. október. Vanda Sigurgeirsdóttir hefur ein lýst yfir framboði til formanns á þinginu en framboðsfrestur rennur út á morgun. KSÍ Tengdar fréttir Vanda býður sig fram til formanns KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. 22. september 2021 10:13 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Málið var rætt á síðasta fundi stjórnarinnar en engin ákvörðun tekin. Næsti fundur verður á þriðjudaginn og stjórnin mun að sögn Ómars Smárasonar, deildarstjóra samskiptadeildar KSÍ, væntanlega funda oftar áður en að aukaþingi kemur á laugardaginn eftir viku, þar sem ný bráðabirgðastjórn tekur við. „Ég geri ráð fyrir að þessi mál verði rædd á að minnsta kosti einhverjum af þeim fundum,“ sagði Ómar. Samkvæmt ársskýrslu KSÍ námu laun og bifreiðastyrkur til Guðna á síðasta ári um 19,7 milljónum króna. Það gerir að meðaltali um 1,64 milljón króna á mánuði, þrátt fyrir að formaðurinn hafi tekið á sig launaskerðingu vegna kórónuveirufaraldursins. Miðað við svar KSÍ við fyrirspurn Vísis, og fundargerð frá síðasta fundi stjórnar, liggur ekki ljóst fyrir hve lengi Guðni mun þiggja laun eða hvernig starfslokasamningi við hann verður háttað. Ekki viðstaddur aukaþingið Guðni sagði af sér sem formaður 29. ágúst, eftir að hafa áður boðist til að stíga til hliðar tímabundið. Stjórn KSÍ, sem sagði af sér degi síðar, samþykkti ekki að Guðni myndi víkja tímabundið. Guðni, sem var kosinn formaður KSÍ árið 2017, hlaut endurkjör árið 2019 og var sjálfkjörinn formaður áfram eftir að hafa verið einn í framboði í febrúar síðastliðnum. Hann sagði af sér eftir gagnrýni á forystu KSÍ vegna viðbragða, eða skorts á þeim, við sögum af ofbeldi landsliðsmanna. Guðni sagði í yfirlýsingu sem hann sendi aðildarfélögum KSÍ í vikunni að hann yrði ekki viðstaddur aukaþingið, sem eins og fyrr segir fer fram laugardaginn 2. október. Vanda Sigurgeirsdóttir hefur ein lýst yfir framboði til formanns á þinginu en framboðsfrestur rennur út á morgun.
KSÍ Tengdar fréttir Vanda býður sig fram til formanns KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. 22. september 2021 10:13 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Vanda býður sig fram til formanns KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. 22. september 2021 10:13