Ryder Cup hefst á morgun: „Ég hvet alla íþróttaáhugamenn að horfa á þetta mót“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. september 2021 19:02 Þorsteinn Hallgrímsson fór yfir það sem framundan er á Ryder Cup sem fram fer um helgina. Mynd/Skjáskot Golfsérfræðingurinn Þorsteinn Hallgrímsson ræddi við Stöð 2 í dag í aðdraganda Ryder Cup sem hefst á morgun. Hann segir að mikil eftirvænting sé fyrir mótinu og hvetur alla íþróttaáhugamenn að fylgjast vel með. „Þetta er stórviðburðurinn á árinu í karlagolfinu. Við fengum náttúrulega Solheim Cup um daginn hjá konunum og það er alltaf mikil eftirvænting og spenna fyrir Ryder Cup,“ sagði . En hvernig er mótafyrirkomulagið í ár? „Það er náttúrulega þessi liðakeppni. Ryder Cup og Solheim Cup eru öðruvísi heldur en venjuleg mót.“ „Það eru tvö tólf manna lið, eitt frá Evrópu og eitt frá Bandaríkjunum og það er leikið með holukeppnisfyrirkomulagi. Til að gera þetta enn flóknara þá eru þrjár tegundir af leikformi sem eru leikin yfir þessa þrjá daga sem mótið er. En þetta er gríðarlega spennandi.“ Evrópa hefur verið mep ágætis tök á þessu móti á seinustu árum en Þorsteinn segir að Bandaríkjamenn séu líklegir til árangurs í ár. „Í síðustu tólf skipti sem hefur verið leikið hefur Evrópa sigrað níu sinnum, og í ellefu skipti af þesum tólf hefur Evrópa verið með veikara lið samkvæmt stöðu heimslistans og það er þannig núna.“ „Ef við tökum þetta tólf manna lið Bandaríkjamanna þá eru þeir að meðaltali í níunda sæti á heimslistanum, á meðan að Evrópa, ef að við tökum meðaltal af þeirra tólf manna liði, þá er það rúmlega þrítugasta sæti.“ „Þannig að fyrirfram eiga Bandaríkjamenn að taka þetta, en það sem að Evrópa hefur fram yfir Bandaríkjamenn er að það er svo gaman hjá Evrópustrákunum. Þeir eru svona meira lið og ná betur saman.“ Mikil stemning hefur myndast í kringum mótið á seinustu árum, og aðspurður segir Þorsteinn að þetta verði stærra en kosningarnar sem fara einnig fram um helgina. „Já, það er svo gaman að fylgjast með þessu,“ sagði Þorsteinn léttur. „Þetta verður algjör veisla. Við byrjum klukkan 12 á morgun og við sýnum hvert einasta högg sem verður slegið fram á sunnudagskvöld og svo klárum við með verðlaunaafhendingunni. Þetta verður algjör veisla alla helgina.“ „Ég hvet alla golfáhugamenn og íþróttaáhugamenn að horfa á þetta mót. Þetta er svo skemmtilegt,“ sagði Þorsteinn að lokum. Viðtalið við Þorstein má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ryder Cup viðtal Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
„Þetta er stórviðburðurinn á árinu í karlagolfinu. Við fengum náttúrulega Solheim Cup um daginn hjá konunum og það er alltaf mikil eftirvænting og spenna fyrir Ryder Cup,“ sagði . En hvernig er mótafyrirkomulagið í ár? „Það er náttúrulega þessi liðakeppni. Ryder Cup og Solheim Cup eru öðruvísi heldur en venjuleg mót.“ „Það eru tvö tólf manna lið, eitt frá Evrópu og eitt frá Bandaríkjunum og það er leikið með holukeppnisfyrirkomulagi. Til að gera þetta enn flóknara þá eru þrjár tegundir af leikformi sem eru leikin yfir þessa þrjá daga sem mótið er. En þetta er gríðarlega spennandi.“ Evrópa hefur verið mep ágætis tök á þessu móti á seinustu árum en Þorsteinn segir að Bandaríkjamenn séu líklegir til árangurs í ár. „Í síðustu tólf skipti sem hefur verið leikið hefur Evrópa sigrað níu sinnum, og í ellefu skipti af þesum tólf hefur Evrópa verið með veikara lið samkvæmt stöðu heimslistans og það er þannig núna.“ „Ef við tökum þetta tólf manna lið Bandaríkjamanna þá eru þeir að meðaltali í níunda sæti á heimslistanum, á meðan að Evrópa, ef að við tökum meðaltal af þeirra tólf manna liði, þá er það rúmlega þrítugasta sæti.“ „Þannig að fyrirfram eiga Bandaríkjamenn að taka þetta, en það sem að Evrópa hefur fram yfir Bandaríkjamenn er að það er svo gaman hjá Evrópustrákunum. Þeir eru svona meira lið og ná betur saman.“ Mikil stemning hefur myndast í kringum mótið á seinustu árum, og aðspurður segir Þorsteinn að þetta verði stærra en kosningarnar sem fara einnig fram um helgina. „Já, það er svo gaman að fylgjast með þessu,“ sagði Þorsteinn léttur. „Þetta verður algjör veisla. Við byrjum klukkan 12 á morgun og við sýnum hvert einasta högg sem verður slegið fram á sunnudagskvöld og svo klárum við með verðlaunaafhendingunni. Þetta verður algjör veisla alla helgina.“ „Ég hvet alla golfáhugamenn og íþróttaáhugamenn að horfa á þetta mót. Þetta er svo skemmtilegt,“ sagði Þorsteinn að lokum. Viðtalið við Þorstein má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ryder Cup viðtal Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira