Forseti Barcelona að missa þolinmæðina á Koeman Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. september 2021 16:30 Ólíklegt þykir að Ronald Koeman verði mikið lengur í starfi knattspyrnustjóra Barcelona. getty/Urbanandsport Joan Laporta, forseti Barcelona, viðurkennir að hann sé að missa þolinmæðina á Ronald Koeman, knattspyrnustjóra liðsins. Blaðamannafundur Koemans í gær var afar sérstakur. Hann settist niður, las upp yfirlýsingu og gekk svo út án þess að svara einni einustu spurningu. Laporta vissi ekki af þessum fyriráætlunum Koemans fyrr en rétt fyrir fundinn. „Við fundum út á síðustu stundu að hann ætlaði að lesa upp yfirlýsingu. Hann þarf að mæta á blaðamannafundi en er frjálst að gera það sem hann vill á þeim. Við virðum ákvörðun hans en við og fyrirliðar liðsins fréttum af þessu á síðustu stundu,“ sagði Laporta við Sport. Hann svaraði játandi er hann var spurður hvort þolinmæðin gagnvart Koeman væri á þrotum. „Já, að sjálfsögðu,“ svaraði Laporta. Hann réði ekki Koeman heldur forveri hans í starfi, Josep Maria Bartomeu. Samband þeirra Koemans og Laportas er ekki gott og talið er líklegt að Hollendingurinn verði látinn fara frá Barcelona fyrr en seinna. Barcelona mætir Cádiz í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Börsungar hafa farið rólega af stað á tímabilinu og eru með átta stig eftir fjóra leiki í spænsku deildinni og steinlágu fyrir Bayern München, 0-3, í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu. Í síðasta leik sínum gerði Barcelona 1-1 jafntefli við Granada. Það þótti til marks um ástandið hjá Barcelona að Koeman setti miðvörðinn Gerard Pique í fremstu víglínu á lokakafla leiksins og Börsungar dældu boltanum inn í vítateig Granada á hann og Luuk de Jong. Það skilaði allavega jöfnunarmarki en Ronald Araújo skoraði með skalla á lokamínútunni eftir sendingu frá hinum sautján ára Gavi. Spænski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Blaðamannafundur Koemans í gær var afar sérstakur. Hann settist niður, las upp yfirlýsingu og gekk svo út án þess að svara einni einustu spurningu. Laporta vissi ekki af þessum fyriráætlunum Koemans fyrr en rétt fyrir fundinn. „Við fundum út á síðustu stundu að hann ætlaði að lesa upp yfirlýsingu. Hann þarf að mæta á blaðamannafundi en er frjálst að gera það sem hann vill á þeim. Við virðum ákvörðun hans en við og fyrirliðar liðsins fréttum af þessu á síðustu stundu,“ sagði Laporta við Sport. Hann svaraði játandi er hann var spurður hvort þolinmæðin gagnvart Koeman væri á þrotum. „Já, að sjálfsögðu,“ svaraði Laporta. Hann réði ekki Koeman heldur forveri hans í starfi, Josep Maria Bartomeu. Samband þeirra Koemans og Laportas er ekki gott og talið er líklegt að Hollendingurinn verði látinn fara frá Barcelona fyrr en seinna. Barcelona mætir Cádiz í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Börsungar hafa farið rólega af stað á tímabilinu og eru með átta stig eftir fjóra leiki í spænsku deildinni og steinlágu fyrir Bayern München, 0-3, í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu. Í síðasta leik sínum gerði Barcelona 1-1 jafntefli við Granada. Það þótti til marks um ástandið hjá Barcelona að Koeman setti miðvörðinn Gerard Pique í fremstu víglínu á lokakafla leiksins og Börsungar dældu boltanum inn í vítateig Granada á hann og Luuk de Jong. Það skilaði allavega jöfnunarmarki en Ronald Araújo skoraði með skalla á lokamínútunni eftir sendingu frá hinum sautján ára Gavi.
Spænski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira