Hefja söfnun fyrir nýrri kirkju í Grímsey Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2021 13:35 Það er fátt sem stendur eftir af kirkjunni. Henning Henningsson. Grímseyingar komu saman í félagsheimili eyjunnar í gærkvöldi þar sem samþykkt var einróma að byggja nýja kirkju í svipaðri mynd og þeirri sem brann í vikunni. Hafin er söfnun til þess að fjármagna verkið. Miðgarðskirkja í Grímsey brann til grunna á svipstundu aðfaranótt miðvikudags og er lítið eftir nema grunnurinn og askan. Ómetanleg menningarverðmæti urðu eldinum að bráð en kirkjan var byggð árið 1867 og var öll hin glæsilegasta, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði neðst í fréttinni. Þeir Grímseyingar sem staddir eru í eyjunni komu saman á tilfinningaþrungnum fundi í gær þar sem samþykkt var að reisa ætti nýja kirkju. „Það var einróma samþykkt að viljinn væru að byggja nýja kirkju, að hafa kirkju í Grímsey, í svipuðum stíl og þessi gamla,“ segir Karen Nótt Halldórsdóttir, formaður hverfisráðs Grímseyjar, í samtali við Vísi. Miðgarðakirkja í Grímsey var eitt helsta prýði eyjunnar.Minjastofnun Í tilkynningu frá Glæðum Grímsey, verkefni sem snýr að því að styrkja byggð í Grímsey, er bent á reikning kirkjunnar, þar sem tekið er við framlögum frá þeim sem vilja styrkja sóknina til byggingar nýrrar kirkju. Þar er jafnframt þakkað fyrir hlýjar kveðjur sem borist hafa Grímseyingum vegna brunans. „Við fengum kveðjur frá forstanum og víða af landinu. Við höfum fengið mjög góðar kveðjur og margar víðast hvar af landinu,“ segir Karen Nótt. Söfnunarreikningur Miðgarðskirkju þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum Reikningur Miðgarðskirkju: 565-04-250731 Kennitala: 460269-2539 Meðfylgjandi myndband var sent út með tilkynningunni, en það var unnið af Einari Guðmanni og Gyðu Henningsdóttur í sumar. Þar má sjá að Miðgarðskirkja var hin glæsilegasta og tjónið nær ómetanlegt. Klippa: Miðgarðskirkja í allri sinni dýrð Grímsey Akureyri Kirkjubruni í Grímsey Tengdar fréttir „Gríðarlega mikilvægt fyrir þetta samfélag að endurreisa kirkjuna“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hugur sinn sé hjá Grímseyingum. Hún er viss um að það sé ríkur vilji allra flokka til styðja við bakið á þeim við að endurbyggja kirkjuna í eyjunni. 22. september 2021 12:06 Bruninn í Grímsey: „Maður er bara hálfdofinn“ „Maður er bara hálfdofinn. Þetta er alls ekki eitthvað sem maður á von á,“ segir Henning Henningsson, annar slökkviliðsmanna í Grímsey, eftir að Miðgarðakirkja brann til kaldra kola í nótt. 22. september 2021 09:02 Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Miðgarðskirkja í Grímsey brann til grunna á svipstundu aðfaranótt miðvikudags og er lítið eftir nema grunnurinn og askan. Ómetanleg menningarverðmæti urðu eldinum að bráð en kirkjan var byggð árið 1867 og var öll hin glæsilegasta, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði neðst í fréttinni. Þeir Grímseyingar sem staddir eru í eyjunni komu saman á tilfinningaþrungnum fundi í gær þar sem samþykkt var að reisa ætti nýja kirkju. „Það var einróma samþykkt að viljinn væru að byggja nýja kirkju, að hafa kirkju í Grímsey, í svipuðum stíl og þessi gamla,“ segir Karen Nótt Halldórsdóttir, formaður hverfisráðs Grímseyjar, í samtali við Vísi. Miðgarðakirkja í Grímsey var eitt helsta prýði eyjunnar.Minjastofnun Í tilkynningu frá Glæðum Grímsey, verkefni sem snýr að því að styrkja byggð í Grímsey, er bent á reikning kirkjunnar, þar sem tekið er við framlögum frá þeim sem vilja styrkja sóknina til byggingar nýrrar kirkju. Þar er jafnframt þakkað fyrir hlýjar kveðjur sem borist hafa Grímseyingum vegna brunans. „Við fengum kveðjur frá forstanum og víða af landinu. Við höfum fengið mjög góðar kveðjur og margar víðast hvar af landinu,“ segir Karen Nótt. Söfnunarreikningur Miðgarðskirkju þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum Reikningur Miðgarðskirkju: 565-04-250731 Kennitala: 460269-2539 Meðfylgjandi myndband var sent út með tilkynningunni, en það var unnið af Einari Guðmanni og Gyðu Henningsdóttur í sumar. Þar má sjá að Miðgarðskirkja var hin glæsilegasta og tjónið nær ómetanlegt. Klippa: Miðgarðskirkja í allri sinni dýrð
Söfnunarreikningur Miðgarðskirkju þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum Reikningur Miðgarðskirkju: 565-04-250731 Kennitala: 460269-2539
Grímsey Akureyri Kirkjubruni í Grímsey Tengdar fréttir „Gríðarlega mikilvægt fyrir þetta samfélag að endurreisa kirkjuna“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hugur sinn sé hjá Grímseyingum. Hún er viss um að það sé ríkur vilji allra flokka til styðja við bakið á þeim við að endurbyggja kirkjuna í eyjunni. 22. september 2021 12:06 Bruninn í Grímsey: „Maður er bara hálfdofinn“ „Maður er bara hálfdofinn. Þetta er alls ekki eitthvað sem maður á von á,“ segir Henning Henningsson, annar slökkviliðsmanna í Grímsey, eftir að Miðgarðakirkja brann til kaldra kola í nótt. 22. september 2021 09:02 Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
„Gríðarlega mikilvægt fyrir þetta samfélag að endurreisa kirkjuna“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hugur sinn sé hjá Grímseyingum. Hún er viss um að það sé ríkur vilji allra flokka til styðja við bakið á þeim við að endurbyggja kirkjuna í eyjunni. 22. september 2021 12:06
Bruninn í Grímsey: „Maður er bara hálfdofinn“ „Maður er bara hálfdofinn. Þetta er alls ekki eitthvað sem maður á von á,“ segir Henning Henningsson, annar slökkviliðsmanna í Grímsey, eftir að Miðgarðakirkja brann til kaldra kola í nótt. 22. september 2021 09:02
Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25