Facebook þarf að afhenda gögn um þjóðarmorð á róhingjum Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2021 10:34 Hatur á róhingjum í Búrma var dreift víða á Facebook í aðdraganda þjóðarmorðsins á þeim. Facebook brást seint við og hefur neitað að veita upplýsingar um reikninga sem það eyddi vegna færslnanna. Vísir/EPA Alríkisdómari í Bandaríkjunum skipaði samfélagsmiðlarisanum Facebook að gera opinber gögn um reikninga sem tengdust þjóðarmorði á róhingjum í Búrma en var lokað. Skammaði hann Facebook fyrir að afhenda ekki alþjóðlegum rannsakendum gögnin. Facebook hefur neitað að afhenda gögn um reikninga sem hvöttu til þjóðarmorð á róhingjum. Fyrirtækið ber fyrir sig að það væri lögbrot í Bandaríkjunum að veita upplýsingar um fjarskipti notenda þess. Dómari í Washington-borg sagði færslurnar sem um ræðir ekki njóta verndar á grundvelli þeirra laga. Afhenti Facebook ekki gögnin væri fyrirtækið að auka enn hörmungarnar sem hafa dunið á róhingjum, að því er segir í frétt Reuters. Fleiri en 730.000 róhingjamúslimar flúðu ofsóknir stjórnarhersins í Rakhine í Búrma árið 2017. Flóttamennirnir hafa lýst fjöldamorðum og nauðgunum. Hermenn eru sakaðir um að hafa myrt óbreytta borgara og kveikt í þorpum. Stjórnvöld í Búrma héldu því fram að þau ættu í höggi við uppreisnaröfl og neituðu að hafa framið kerfisbundin voðaverk. Þau hafa engu að síður verið sökuð um þjóðarmorð á vettvangi Alþjóðasakamáladómstólsins í Haag. Gambísk stjórnvöld höfðuðu mál gegn Búrma þar og vilja þau frá gögnin frá Facebook í tengslum við málið. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna töldu Facebbok hafa átt þátt í að dreifa hatri á róhingjum sem kynti undir ofbeldið gegn þeim. Fyrirtækið viðurkenndi sjálft að það hefði brugðist of seint við upplýsingafalsi og hatri í Búrma. Bandaríski alríkisdómarinn taldi að Facebook hefði gert rétt með að eyða reikningum sem deildu hatri á róhingjum en fyrirtækið hefði gert mistök með því að deila ekki upplýsingum um þá. Talsmaður Facebook sagði að fyrirtækið færi nú yfir niðurstöðu dómstólsins en benti á að það hefði þegar veitt rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna í Búrma upplýsingar sjálfviljugt og í samræmi við lög. Facebook Róhingjar Mjanmar Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Facebook hefur neitað að afhenda gögn um reikninga sem hvöttu til þjóðarmorð á róhingjum. Fyrirtækið ber fyrir sig að það væri lögbrot í Bandaríkjunum að veita upplýsingar um fjarskipti notenda þess. Dómari í Washington-borg sagði færslurnar sem um ræðir ekki njóta verndar á grundvelli þeirra laga. Afhenti Facebook ekki gögnin væri fyrirtækið að auka enn hörmungarnar sem hafa dunið á róhingjum, að því er segir í frétt Reuters. Fleiri en 730.000 róhingjamúslimar flúðu ofsóknir stjórnarhersins í Rakhine í Búrma árið 2017. Flóttamennirnir hafa lýst fjöldamorðum og nauðgunum. Hermenn eru sakaðir um að hafa myrt óbreytta borgara og kveikt í þorpum. Stjórnvöld í Búrma héldu því fram að þau ættu í höggi við uppreisnaröfl og neituðu að hafa framið kerfisbundin voðaverk. Þau hafa engu að síður verið sökuð um þjóðarmorð á vettvangi Alþjóðasakamáladómstólsins í Haag. Gambísk stjórnvöld höfðuðu mál gegn Búrma þar og vilja þau frá gögnin frá Facebook í tengslum við málið. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna töldu Facebbok hafa átt þátt í að dreifa hatri á róhingjum sem kynti undir ofbeldið gegn þeim. Fyrirtækið viðurkenndi sjálft að það hefði brugðist of seint við upplýsingafalsi og hatri í Búrma. Bandaríski alríkisdómarinn taldi að Facebook hefði gert rétt með að eyða reikningum sem deildu hatri á róhingjum en fyrirtækið hefði gert mistök með því að deila ekki upplýsingum um þá. Talsmaður Facebook sagði að fyrirtækið færi nú yfir niðurstöðu dómstólsins en benti á að það hefði þegar veitt rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna í Búrma upplýsingar sjálfviljugt og í samræmi við lög.
Facebook Róhingjar Mjanmar Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira