Íslandsbanki segir kórónukreppunni lokið Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. september 2021 18:30 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. vísir/Sigurjón Kórónuveirukreppunni er lokið að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Þrátt fyrir að skellurinn hafi verið harðari hér en víða annars staðar sé viðsnúningurinn hraðari. Í fyrra mældist samdráttur hér á landi um 6,5 prósent og hefur ekki verið meiri en síðan í fjármálahruninnu. Nú virðist hins vegar allt á uppleið samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka. „Svo virðist sem að við séum komin yfir það versta og séum komin í upptaktinn aftur,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Hann telur óhætt að fullyrða að kórónukreppunni sé lokið þar sem fyrsti hagvöxturinn frá því að faraldurinn hófst mældist á öðrum ársfjórðungi. Aðrar hagtölur bendi til þess sama. „Atvinnuleysi er að lækka hratt, neysla almennings er að aukast hröðum skrefum. Fólk er að leyfa sér meira. Kaupmátturinn hefur verið að aukast og fjárfestingar fyrirtækja eru komnar í uppsveiflu.“ Það að auki mælist vaxandi bjartsýni um stöðu og horfur í hagkerfinu. „Og hún er orðin meiri en hún hefur verið í mörg ár samkvæmt nýjustu mælingum,“ segir Jón Bjarki. Íslandsbanki spáir því að um 600 þúsund ferðamenn komi til landsins á árinu og um 1,2 milljónir á því næsta.Vísir/Vilhelm Íslandsbanki spáir því að um sex hundruð þúsund ferðamenn komi til landsins á árinu, sem er ekki mikil fjögun frá fyrra ári. Hins vegar er gert er ráð að fjöldinn tvöfaldist á næsta ári og að ferðamenn fari upp í eina og hálfa milljón eftir tvö ár. Jón Bjarki segir skellinn vegna faraldursins hafa verið harðari hér en víða annars staðar vegna vægis ferðaþjónustunnar. Viðsnúningurinn virðist hins vegar einnig hraðari. Það sé meðal annars vegna þess að sóttvarnir voru ekki eins harðar og víða og ekki hafi verið vikið of langt frá hefðbundinni hagstjórn. „Það er að segja vextirnir fóru ekki jafn svakalega lágt. Það var ekki gripið til eins mikilla þensluhvetjandi aðgerða og það er þá styttra í eðlilegt umhverfi heldur en hjá ýmsum löndum sem þurfa að vinda ofan af mjög umfangsmiklum aðgerðum og það gæti reynst mjög sársaukafullur og bugðóttur vegur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Íslenskir bankar Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Sjá meira
Í fyrra mældist samdráttur hér á landi um 6,5 prósent og hefur ekki verið meiri en síðan í fjármálahruninnu. Nú virðist hins vegar allt á uppleið samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka. „Svo virðist sem að við séum komin yfir það versta og séum komin í upptaktinn aftur,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Hann telur óhætt að fullyrða að kórónukreppunni sé lokið þar sem fyrsti hagvöxturinn frá því að faraldurinn hófst mældist á öðrum ársfjórðungi. Aðrar hagtölur bendi til þess sama. „Atvinnuleysi er að lækka hratt, neysla almennings er að aukast hröðum skrefum. Fólk er að leyfa sér meira. Kaupmátturinn hefur verið að aukast og fjárfestingar fyrirtækja eru komnar í uppsveiflu.“ Það að auki mælist vaxandi bjartsýni um stöðu og horfur í hagkerfinu. „Og hún er orðin meiri en hún hefur verið í mörg ár samkvæmt nýjustu mælingum,“ segir Jón Bjarki. Íslandsbanki spáir því að um 600 þúsund ferðamenn komi til landsins á árinu og um 1,2 milljónir á því næsta.Vísir/Vilhelm Íslandsbanki spáir því að um sex hundruð þúsund ferðamenn komi til landsins á árinu, sem er ekki mikil fjögun frá fyrra ári. Hins vegar er gert er ráð að fjöldinn tvöfaldist á næsta ári og að ferðamenn fari upp í eina og hálfa milljón eftir tvö ár. Jón Bjarki segir skellinn vegna faraldursins hafa verið harðari hér en víða annars staðar vegna vægis ferðaþjónustunnar. Viðsnúningurinn virðist hins vegar einnig hraðari. Það sé meðal annars vegna þess að sóttvarnir voru ekki eins harðar og víða og ekki hafi verið vikið of langt frá hefðbundinni hagstjórn. „Það er að segja vextirnir fóru ekki jafn svakalega lágt. Það var ekki gripið til eins mikilla þensluhvetjandi aðgerða og það er þá styttra í eðlilegt umhverfi heldur en hjá ýmsum löndum sem þurfa að vinda ofan af mjög umfangsmiklum aðgerðum og það gæti reynst mjög sársaukafullur og bugðóttur vegur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Íslenskir bankar Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Sjá meira