Kjöt- og drykkjarframleiðendur í úlfakreppu vegna skorts á kolsýru Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2021 15:58 Kjötðnaður í Bretlandi er í tilvistarkreppu vegna skorts á koltvísýringi. Hann er notaður til þess að rota kjúklinga og svín fyrir slátrun. Vísir/EPA Matvælaframleiðendur í Bretlandi eru í öngum sínum eftir að bresk stjórnvöld vöruðu þá við því að verð á kolsýru gæti hækkað um 500% vegna skorts á jarðgasi. Stjórnvöld hafa nú framlengt neyðaraðstoð sem á að koma í veg fyrir skort á kjötvörum. Mikil eftirspurn eftir jarðgasi í Asíu eftir að hjól efnahagslífsins byrjuðu að snúast aftur eftir að slakað var á sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hafa valdið skorti á framboði í Evrópu. Kolsýra sem er notuð í drykkjarframleiðslu og til að rota hænsni og svín fyrir slátrun er aukaafurð frá áburðariðnaði sem er háður framboði á jarðgasi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Nú segir Geroge Eustice, umhverfisráðherra Bretlands, að matvælaframleiðlendur þar þurfi að sætta sig við gríðarlega verðhækkun á kolsýru. Stjórnvöld hafa undanfarið greitt bandarísku fyrirtæki til hefja framleiðslu aftur í tveimur áburðarverksmiðjum sem var lokað því þær voru óarðbæðrar. Þær sjá Bretlandi fyrir um 60% þeirrar kolsýru sem er notuð þar. Án samningsins segir Eustice að mörg sláturshús hefðu klárað kolsýrubyrgðir sínar á örfáum dögum. Framleiðendur hafa varað við því að skortur gæti orðið á kalkúnakjöti fyrir jólin en kalkúnn er vinsæll hátíðarmatur í Bretlandi. Verslunarkeðjan Iceland segir að tímabundinn samningur bresku ríkisstjórnarinnar til að auka framboð á kolsýru eigi ekki eftir að leysa vandann og bjarga jólunum. Bretland Gosdrykkir Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Mikil eftirspurn eftir jarðgasi í Asíu eftir að hjól efnahagslífsins byrjuðu að snúast aftur eftir að slakað var á sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hafa valdið skorti á framboði í Evrópu. Kolsýra sem er notuð í drykkjarframleiðslu og til að rota hænsni og svín fyrir slátrun er aukaafurð frá áburðariðnaði sem er háður framboði á jarðgasi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Nú segir Geroge Eustice, umhverfisráðherra Bretlands, að matvælaframleiðlendur þar þurfi að sætta sig við gríðarlega verðhækkun á kolsýru. Stjórnvöld hafa undanfarið greitt bandarísku fyrirtæki til hefja framleiðslu aftur í tveimur áburðarverksmiðjum sem var lokað því þær voru óarðbæðrar. Þær sjá Bretlandi fyrir um 60% þeirrar kolsýru sem er notuð þar. Án samningsins segir Eustice að mörg sláturshús hefðu klárað kolsýrubyrgðir sínar á örfáum dögum. Framleiðendur hafa varað við því að skortur gæti orðið á kalkúnakjöti fyrir jólin en kalkúnn er vinsæll hátíðarmatur í Bretlandi. Verslunarkeðjan Iceland segir að tímabundinn samningur bresku ríkisstjórnarinnar til að auka framboð á kolsýru eigi ekki eftir að leysa vandann og bjarga jólunum.
Bretland Gosdrykkir Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf