Hafrún, Kjartan og Rán skoða viðbrögð KSÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2021 14:22 Hafrún, Kjartan og Rán munu taka málið til skoðunar. Hægt er að senda nefndinni upplýsingar á netfangið uttektarnefnd@isi.is. ÍSÍ Kjartan Björgvinsson héraðsdómari mun gegna formennsku í þriggja manna nefnd á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands sem ætlað er að gera úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð Knattspyrnusambands Íslands vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu ÍSÍ og KSÍ. KSÍ fór þess á leit við ÍSÍ, sem eftirlitsaðili með sérsamböndum, að slík nefnd yrði stofnuð. Nú hefur sú nefnd verið skipuð og í henni eiga sæti Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur, Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari, sem jafnframt er formaður nefndarinnar og Rán Ingvarsdóttir, lögfræðingur. Nefndin ásamt Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ, og Gísla Gíslasyni, öðrum varaformanni KSÍ.ÍSÍ Úttektarnefnd ÍSÍ er sjálfstæð og óháð í störfum sínum. KSÍ ábyrgist að nefndin fái aðgang að öllum þeim gögnum sem það hefur með höndum. Nefndinni er ætlað að skoða eftirfarandi: Fara yfir þá atburðarás sem leiddi til afsagnar formanns og fyrirhugaðrar afsagnar stjórnar KSÍ í september 2021 ásamt því að bregðast við ásökunum sem fram hafa komið m.a. um þöggun innan KSÍ. Staðreyna eins og kostur er hvaða vitneskja hafi verið innan stjórnar og / eða starfsmanna KSÍ um að leikmenn landsliða eða aðrir sem starfa fyrir KSÍ hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi á árunum 2010 – 2021. Lýsa því hvernig eftirliti og viðbrögðum við slíkum atvikum var háttað innan KSÍ á fyrrgreindu tímabili. Taka til athugunar hvort einhverjar þær aðstæður séu uppi innan KSÍ sem hamla þátttöku kvenna í starfi þess. Þetta er gert í tengslum við fullyrðingar sem fram hafa komið í opinberri umræðu um að KSÍ sé karllægt og fráhrindandi fyrir konur. Í því sambandi verður skoðað hvort skipulag KSÍ eða aðrir þættir í starfseminni séu hamlandi fyrir þátttöku kvenna í starfinu. Leggja grunn að tillögum um úrbætur á verklagi eða um frekari viðbrögð. Úttektarnefnd ÍSÍ hefur störf nú þegar og er ætlað að ljúka störfum eigi síðar en í nóvember nk. Nefndin mun skila niðurstöðum af sér til framkvæmdastjórnar ÍSÍ. Hægt er að koma upplýsingum á framfæri til nefndarinnar á netfangið uttektarnefnd@isi.is KSÍ ÍSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu ÍSÍ og KSÍ. KSÍ fór þess á leit við ÍSÍ, sem eftirlitsaðili með sérsamböndum, að slík nefnd yrði stofnuð. Nú hefur sú nefnd verið skipuð og í henni eiga sæti Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur, Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari, sem jafnframt er formaður nefndarinnar og Rán Ingvarsdóttir, lögfræðingur. Nefndin ásamt Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ, og Gísla Gíslasyni, öðrum varaformanni KSÍ.ÍSÍ Úttektarnefnd ÍSÍ er sjálfstæð og óháð í störfum sínum. KSÍ ábyrgist að nefndin fái aðgang að öllum þeim gögnum sem það hefur með höndum. Nefndinni er ætlað að skoða eftirfarandi: Fara yfir þá atburðarás sem leiddi til afsagnar formanns og fyrirhugaðrar afsagnar stjórnar KSÍ í september 2021 ásamt því að bregðast við ásökunum sem fram hafa komið m.a. um þöggun innan KSÍ. Staðreyna eins og kostur er hvaða vitneskja hafi verið innan stjórnar og / eða starfsmanna KSÍ um að leikmenn landsliða eða aðrir sem starfa fyrir KSÍ hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi á árunum 2010 – 2021. Lýsa því hvernig eftirliti og viðbrögðum við slíkum atvikum var háttað innan KSÍ á fyrrgreindu tímabili. Taka til athugunar hvort einhverjar þær aðstæður séu uppi innan KSÍ sem hamla þátttöku kvenna í starfi þess. Þetta er gert í tengslum við fullyrðingar sem fram hafa komið í opinberri umræðu um að KSÍ sé karllægt og fráhrindandi fyrir konur. Í því sambandi verður skoðað hvort skipulag KSÍ eða aðrir þættir í starfseminni séu hamlandi fyrir þátttöku kvenna í starfinu. Leggja grunn að tillögum um úrbætur á verklagi eða um frekari viðbrögð. Úttektarnefnd ÍSÍ hefur störf nú þegar og er ætlað að ljúka störfum eigi síðar en í nóvember nk. Nefndin mun skila niðurstöðum af sér til framkvæmdastjórnar ÍSÍ. Hægt er að koma upplýsingum á framfæri til nefndarinnar á netfangið uttektarnefnd@isi.is
KSÍ ÍSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira