Amanda mætti enn skipta um landslið Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2021 14:46 Amanda Andradóttir á ferðinni á Laugardalsvelli í gær, gegn Evrópumeisturum Hollands, í sínum fyrsta A-landsleik. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Ljóst er að Amanda Andradóttir hefur ákveðið að spila fyrir íslenska landsliðið í stað þess norska og hún kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik í gær. Samkvæmt reglum FIFA, sem var breytt á síðasta ári, er þó enn mögulegt fyrir hana að spila fyrir Noreg í framtíðinni. Margir virðast telja að með því að spila leik í undankeppni HM fyrir Ísland í gær, í 2-0 tapinu gegn Hollandi, hafi Amanda endanlega skuldbundið sig til að spila ekki fyrir annað A-landslið en það íslenska. Það er þó ekki rétt því hún þarf að spila að minnsta kosti fjóra leiki fyrir Ísland til að svo sé. Því takmarki gæti Amanda mögulega náð áður en árið er á enda. Hin 17 ára Amanda á norska móður og íslenskan föður, bjó í Noregi fyrstu ár ævi sinnar en flutti svo til Íslands og lék með yngri flokkum Víkings og Vals. Nú býr hún aftur í Noregi og leikur með Vålerenga. Amanda æfði með U19-landsliði Noregs í vor en hefur ákveðið að spila fyrir A-landslið Íslands líkt og hún gerði fyrir yngri landsliði Íslands. Í endurbættum reglum FIFA um það hvort leikmenn séu gjaldgengir í landslið er ekki lengur nóg að hafa spilað einn „mótsleik“ (leik í undan- eða lokakeppni stórmóts) fyrir A-landslið til að mega ekki síðar spila fyrir aðra þjóð. Leyfilegt er að spila þrjá A-landsleiki fyrir eina þjóð og svo síðar fyrir aðra þjóð, en þó þurfa þrjú ár að líða á milli. Amanda gæti því tæknilega séð spilað gegn Tékklandi og Kýpur á Laugardalsvelli eftir mánuð, eftir að hafa mætt Hollandi í gær, og svo ákveðið að spila frekar fyrir Noreg í framtíðinni. En ef hún spilaði þá leiki og svo gegn Kýpur ytra í lok nóvember yrði án nokkurs vafa ekki aftur snúið hjá henni. Ákvörðunin óafturkallanleg ef Amanda væri 22 ára eða að spila á EM Þess má að auki geta að ef að leikmaður spilar einn leik í lokakeppni stórmóts dugar það til að hann megi ekki spila fyrir aðra þjóð í framtíðinni. Ef að Amanda spilaði ekki aftur fyrir Ísland fyrr en á EM í Englandi næsta sumar myndi þannig fyrsti leikur hennar á EM þýða að hún spilaði aldrei fyrir Noreg. Auk þess er að það svo að ef að Amanda væri eldri en 21 árs, sem gerist reyndar ekki fyrr en árið 2025, myndi duga að hún spilaði einn mótsleik fyrir A-landslið Íslands til að hún mætti ekki spila fyrir Noreg. FIFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Amanda: Þegar ég var komin inn á völlinn þá fór bara stressið Nýliðinn Amanda Jacobsen Andradóttir kom inn á sem varamaður undir lokin í kvöld í sínum fyrsta A-landsleik eftir að hafa valið Ísland fram yfir Noreg. 21. september 2021 21:31 Umfjöllun: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Sjá meira
Margir virðast telja að með því að spila leik í undankeppni HM fyrir Ísland í gær, í 2-0 tapinu gegn Hollandi, hafi Amanda endanlega skuldbundið sig til að spila ekki fyrir annað A-landslið en það íslenska. Það er þó ekki rétt því hún þarf að spila að minnsta kosti fjóra leiki fyrir Ísland til að svo sé. Því takmarki gæti Amanda mögulega náð áður en árið er á enda. Hin 17 ára Amanda á norska móður og íslenskan föður, bjó í Noregi fyrstu ár ævi sinnar en flutti svo til Íslands og lék með yngri flokkum Víkings og Vals. Nú býr hún aftur í Noregi og leikur með Vålerenga. Amanda æfði með U19-landsliði Noregs í vor en hefur ákveðið að spila fyrir A-landslið Íslands líkt og hún gerði fyrir yngri landsliði Íslands. Í endurbættum reglum FIFA um það hvort leikmenn séu gjaldgengir í landslið er ekki lengur nóg að hafa spilað einn „mótsleik“ (leik í undan- eða lokakeppni stórmóts) fyrir A-landslið til að mega ekki síðar spila fyrir aðra þjóð. Leyfilegt er að spila þrjá A-landsleiki fyrir eina þjóð og svo síðar fyrir aðra þjóð, en þó þurfa þrjú ár að líða á milli. Amanda gæti því tæknilega séð spilað gegn Tékklandi og Kýpur á Laugardalsvelli eftir mánuð, eftir að hafa mætt Hollandi í gær, og svo ákveðið að spila frekar fyrir Noreg í framtíðinni. En ef hún spilaði þá leiki og svo gegn Kýpur ytra í lok nóvember yrði án nokkurs vafa ekki aftur snúið hjá henni. Ákvörðunin óafturkallanleg ef Amanda væri 22 ára eða að spila á EM Þess má að auki geta að ef að leikmaður spilar einn leik í lokakeppni stórmóts dugar það til að hann megi ekki spila fyrir aðra þjóð í framtíðinni. Ef að Amanda spilaði ekki aftur fyrir Ísland fyrr en á EM í Englandi næsta sumar myndi þannig fyrsti leikur hennar á EM þýða að hún spilaði aldrei fyrir Noreg. Auk þess er að það svo að ef að Amanda væri eldri en 21 árs, sem gerist reyndar ekki fyrr en árið 2025, myndi duga að hún spilaði einn mótsleik fyrir A-landslið Íslands til að hún mætti ekki spila fyrir Noreg.
FIFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Amanda: Þegar ég var komin inn á völlinn þá fór bara stressið Nýliðinn Amanda Jacobsen Andradóttir kom inn á sem varamaður undir lokin í kvöld í sínum fyrsta A-landsleik eftir að hafa valið Ísland fram yfir Noreg. 21. september 2021 21:31 Umfjöllun: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Sjá meira
Amanda: Þegar ég var komin inn á völlinn þá fór bara stressið Nýliðinn Amanda Jacobsen Andradóttir kom inn á sem varamaður undir lokin í kvöld í sínum fyrsta A-landsleik eftir að hafa valið Ísland fram yfir Noreg. 21. september 2021 21:31
Umfjöllun: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26