Farbann manns sem grunaður er um hópnauðgun staðfest Árni Sæberg skrifar 20. september 2021 17:53 Landsréttur staðfesti farbannsúrskurð í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag farbannsúrskurð yfir manni sem er grunaður um að hafa nauðgað konu í félagi við annan mann um miðjan maí síðastliðinn. Maðurinn mun sæta farbanni til 11. nóvember. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um háttsemi sem sextán ára hámarksfangelsisrefsing liggur við. Þá sé skilyrðum farbanns uppfyllt en þau eru meðal annars að hætta sé á að sakborningur komi sér úr landi í því skyni að forðast fullnustu refsingar. Í úrskurði héraðsdóms segir að sökum þess að maðurinn sé af erlendu bergi brotinn sé unnt að leiða líkur að því að hann reyni að koma sér úr landi. Annar gerandi hafi sagt hinum að brjóta á konunni Líkt og áður segir er maðurinn grunaður um að hafa nauðgað konu. Samkvæmt staðfestum úrskurði héraðsdóms voru atvik þau að kona tilkynnti nauðgun tveggja manna til lögreglu. Konan hafi hvorki vitað hverjir gerendur væru né hvar brotið hefði átt sér stað nákvæmlega. Hún hafi þó sagt lögreglu að hún hefði umrætt kvöld verið á veitingastað og farið af honum í fylgd manns sem hafi boðið henni í samkvæmi. Í stað samkvæmis hafi maðurinn farið með hana í íbúð þar sem hann hefði beitt hana líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Þá segir að þegar maðurinn hafi kallað á annan mann að ofbeldinu loknu og sagt honum að beita konuna samskonar ofbeldi. Seinni maðurinn er sá sem um teflir í úrskurði Landsréttar. Rannsókn sé vel á veg komin Saksóknari í málinu segir að rannsókn lögreglu sé vel á veg komin og að mennirnir tveir séu sterklega grunaðir um verknaðinn. Daginn eftir tilkynningu konunnar hafi lögregla farið á umræddan veitingastað og fengið staðfestingu þess efnis að mennirnir hafi verið á staðnum umrætt kvöld. Það var staðfest með upptökum úr eftirlitsmyndavél og vitnisburði starfsmanna staðarins. Þá hafi lögregla fengið upplýsingar um heimili meðákærða í málinu og framkvæmt húsleit þar. Þar hafi fundist hlutir sem tengjast meintu broti, til dæmis skór, fatnaður, munir sem tilheyra konunni, rúmfatnaður,blóðugur pappír og fartölva. Því sé sterkur grunur um að íbúð meðákærða sé brotavettvangur. Þar sem einungis sé beðið eftir niðurstöðum og gögnum úr DNA rannsókn á lífsýnum, sé ærin ástæða til að tryggja veru mannanna tveggja hér á landi. Landsréttur féllst, sem áður segir, á það. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Sjá meira
Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um háttsemi sem sextán ára hámarksfangelsisrefsing liggur við. Þá sé skilyrðum farbanns uppfyllt en þau eru meðal annars að hætta sé á að sakborningur komi sér úr landi í því skyni að forðast fullnustu refsingar. Í úrskurði héraðsdóms segir að sökum þess að maðurinn sé af erlendu bergi brotinn sé unnt að leiða líkur að því að hann reyni að koma sér úr landi. Annar gerandi hafi sagt hinum að brjóta á konunni Líkt og áður segir er maðurinn grunaður um að hafa nauðgað konu. Samkvæmt staðfestum úrskurði héraðsdóms voru atvik þau að kona tilkynnti nauðgun tveggja manna til lögreglu. Konan hafi hvorki vitað hverjir gerendur væru né hvar brotið hefði átt sér stað nákvæmlega. Hún hafi þó sagt lögreglu að hún hefði umrætt kvöld verið á veitingastað og farið af honum í fylgd manns sem hafi boðið henni í samkvæmi. Í stað samkvæmis hafi maðurinn farið með hana í íbúð þar sem hann hefði beitt hana líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Þá segir að þegar maðurinn hafi kallað á annan mann að ofbeldinu loknu og sagt honum að beita konuna samskonar ofbeldi. Seinni maðurinn er sá sem um teflir í úrskurði Landsréttar. Rannsókn sé vel á veg komin Saksóknari í málinu segir að rannsókn lögreglu sé vel á veg komin og að mennirnir tveir séu sterklega grunaðir um verknaðinn. Daginn eftir tilkynningu konunnar hafi lögregla farið á umræddan veitingastað og fengið staðfestingu þess efnis að mennirnir hafi verið á staðnum umrætt kvöld. Það var staðfest með upptökum úr eftirlitsmyndavél og vitnisburði starfsmanna staðarins. Þá hafi lögregla fengið upplýsingar um heimili meðákærða í málinu og framkvæmt húsleit þar. Þar hafi fundist hlutir sem tengjast meintu broti, til dæmis skór, fatnaður, munir sem tilheyra konunni, rúmfatnaður,blóðugur pappír og fartölva. Því sé sterkur grunur um að íbúð meðákærða sé brotavettvangur. Þar sem einungis sé beðið eftir niðurstöðum og gögnum úr DNA rannsókn á lífsýnum, sé ærin ástæða til að tryggja veru mannanna tveggja hér á landi. Landsréttur féllst, sem áður segir, á það.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Sjá meira