Vill grafa stríðsöxina eftir leiðindi á milli liðsfélaga Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2021 17:01 Bryson DeChambeau hefur unnið eitt risamót á ferlinum; Opna bandaríska í fyrra. Getty/Sam Greenwood Þjálfari Brysons DeChambeau segir að kylfingurinn vilji sættast við Brooks Koepka, liðsfélaga sinn í bandaríska landsliðinu sem mætir úrvalsliði Evrópu í Ryder-bikarnum í golfi um helgina. Rekja má ósætti DeChambeu og Koepka aftur til ársins 2019 þegar sá síðarnefndi gagnrýndi DeChambeau fyrir að spila of hægt. DeChambeau gerði svo grín að líkamlegu atgervi Koepka, sagði hann skorta magavöðva, og Koepka svaraði því með því að viðurkenna að hann vantaði tvo risatitla til að eiga „sixpack“. You were right @b_dechambeau I am 2 short of a 6 pack! pic.twitter.com/aCJ1jimId6— Brooks Koepka (@BKoepka) January 16, 2020 Enn jókst rígurinn á milli þeirra þegar brot úr viðtali við Koepka var birt, þar sem hann ranghvolfdi augunum allsvakalega eftir að DeChambeau hafði gengið framhjá honum. Fleiri dæmi mætti nefna. View this post on Instagram A post shared by Breezy Golf (@breezygolf) Steve Stricker, liðsstjóri bandaríska liðsins, hefur gert sitt til að fá liðsmenn sína til að sættast nú þegar Ryder-bikarinn er að hefjast á föstudaginn. Mike Schy, þjálfari DeChambeau, segir sinn mann vilja grafa stríðsöxina. „Hvort sem að þeir hafa báðir verið að gera þetta til að auka áhugann á sér um heiminn eða ekki, þá vill Bryson að þessu ljúki,“ sagði Schy í viðtali við the Times í dag. „Höldum áfram. Þegar allt kemur til alls þá eru þetta tveir miklir egóistar,“ sagði Schy en fullyrti þó að DeChambeau, sem leikur nú í annað sinn í Ryder-bikarnum, kynni afskaplega vel við að spila í þessari liðakeppni: „Hann elskar liðakeppni. Stundum, þegar það gengur illa, getur hann litið út fyrir að vera svolítið að hugsa bara um sjálfan sig en raunin er sú að hann gerir sitt allra besta til að leggja eitthvað af mörkum.“ Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Rekja má ósætti DeChambeu og Koepka aftur til ársins 2019 þegar sá síðarnefndi gagnrýndi DeChambeau fyrir að spila of hægt. DeChambeau gerði svo grín að líkamlegu atgervi Koepka, sagði hann skorta magavöðva, og Koepka svaraði því með því að viðurkenna að hann vantaði tvo risatitla til að eiga „sixpack“. You were right @b_dechambeau I am 2 short of a 6 pack! pic.twitter.com/aCJ1jimId6— Brooks Koepka (@BKoepka) January 16, 2020 Enn jókst rígurinn á milli þeirra þegar brot úr viðtali við Koepka var birt, þar sem hann ranghvolfdi augunum allsvakalega eftir að DeChambeau hafði gengið framhjá honum. Fleiri dæmi mætti nefna. View this post on Instagram A post shared by Breezy Golf (@breezygolf) Steve Stricker, liðsstjóri bandaríska liðsins, hefur gert sitt til að fá liðsmenn sína til að sættast nú þegar Ryder-bikarinn er að hefjast á föstudaginn. Mike Schy, þjálfari DeChambeau, segir sinn mann vilja grafa stríðsöxina. „Hvort sem að þeir hafa báðir verið að gera þetta til að auka áhugann á sér um heiminn eða ekki, þá vill Bryson að þessu ljúki,“ sagði Schy í viðtali við the Times í dag. „Höldum áfram. Þegar allt kemur til alls þá eru þetta tveir miklir egóistar,“ sagði Schy en fullyrti þó að DeChambeau, sem leikur nú í annað sinn í Ryder-bikarnum, kynni afskaplega vel við að spila í þessari liðakeppni: „Hann elskar liðakeppni. Stundum, þegar það gengur illa, getur hann litið út fyrir að vera svolítið að hugsa bara um sjálfan sig en raunin er sú að hann gerir sitt allra besta til að leggja eitthvað af mörkum.“ Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira