Flestir fatlaðir geti búist við að vera beittir ofbeldi á lífsleiðinni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. september 2021 22:00 Inga BJörk Margrétar Bjarnadóttir, er baráttukona fyrir málefnum fatlaðs fólks. aðsend Flestir fatlaðir geta búist við að vera beittir ofbeldi einhvern tíma á lífsleiðinni að sögn baráttukonu í málaflokknum. Tilkynningum um ofbeldisbrot gegn fötluðum fjölgar mjög á milli ára. 1804 erindi bárust til réttindagæslumanna fatlaðra í fyrra. Þeim hefur fjölgað mjög síðan en það sem af er ári hafa 2070 erindi borist þeim. RÚV greindi fyrst frá þessum tölum. „Þessar tölur eru auðvitað mjög ógnvekjandi og sérstaklega í því ljósi að þetta eru tilkynnt brot þannig að við höfum engar raunverulegar tölur um hversu mörg brot eru raunverulega, þetta eru bara þau sem eru tilkynnt til réttindagæslunnar,“ segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks. Sérstakt ofbeldi sem fatlaðir verða fyrir Brotin séu því eflaust talsvert fleiri í raun en Inga segir að flest fatlað fólk geta gert ráð fyrir að verða fyrir ofbeldi einhvern tíma á lífsleiðinni. Það getur birst á margvíslegan hátt: „Það er þetta almenna ofbeldi sem við þekkjum úr umræðunni sem er heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi. En svo er það auðvitað sérstakt ofbeldi sem að fatlað fólk verður fyrir sem ófatlað fólk þar ekki að búa við,” segir Inga. „Það er frelsissvipting, það er verið að taka af því hjálpartæki sem eru þeim lífsnauðsynleg, það er verið að neita þeim um aðstoð, til dæmis til að komast í bað, á klósettið eða jafnvel að borða,“ heldur hún áfram og segir hvers kyns þvinganir sem fatlað fólk upplifi vera ofbeldi. Jákvætt skref en þarf meira til Inga segir að jákvætt skref hafi verið tekið í byrjun árs þegar ríkislögreglustjóri birti skýrslu sem fjallaði um þennan vanda á Íslandi. Síðan þá hafi þó lítið gerst. Inga segir kerfið í heild sinni ná illa utan um ofbeldismál fatlaðra. „Kvennaathvarfið hefur verið óaðgengilegt fyrir konur í hjólastól. Stuðningur við konur með þroskahömlun sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi er mjög takmarkaður. Við erum að sjá það að lögreglan getur gert miklu betur í hvernig hún tekur utan um og rannsakar mál sem varða fatlaða þolendur,“ segir hún. Síðast en ekki síst nefnir hún dómskerfið en það liggur fyrir að það sé ólíklegra að menn séu sakfelldir fyrir brot gegn fötluðum en ófötluðum. Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira
1804 erindi bárust til réttindagæslumanna fatlaðra í fyrra. Þeim hefur fjölgað mjög síðan en það sem af er ári hafa 2070 erindi borist þeim. RÚV greindi fyrst frá þessum tölum. „Þessar tölur eru auðvitað mjög ógnvekjandi og sérstaklega í því ljósi að þetta eru tilkynnt brot þannig að við höfum engar raunverulegar tölur um hversu mörg brot eru raunverulega, þetta eru bara þau sem eru tilkynnt til réttindagæslunnar,“ segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks. Sérstakt ofbeldi sem fatlaðir verða fyrir Brotin séu því eflaust talsvert fleiri í raun en Inga segir að flest fatlað fólk geta gert ráð fyrir að verða fyrir ofbeldi einhvern tíma á lífsleiðinni. Það getur birst á margvíslegan hátt: „Það er þetta almenna ofbeldi sem við þekkjum úr umræðunni sem er heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi. En svo er það auðvitað sérstakt ofbeldi sem að fatlað fólk verður fyrir sem ófatlað fólk þar ekki að búa við,” segir Inga. „Það er frelsissvipting, það er verið að taka af því hjálpartæki sem eru þeim lífsnauðsynleg, það er verið að neita þeim um aðstoð, til dæmis til að komast í bað, á klósettið eða jafnvel að borða,“ heldur hún áfram og segir hvers kyns þvinganir sem fatlað fólk upplifi vera ofbeldi. Jákvætt skref en þarf meira til Inga segir að jákvætt skref hafi verið tekið í byrjun árs þegar ríkislögreglustjóri birti skýrslu sem fjallaði um þennan vanda á Íslandi. Síðan þá hafi þó lítið gerst. Inga segir kerfið í heild sinni ná illa utan um ofbeldismál fatlaðra. „Kvennaathvarfið hefur verið óaðgengilegt fyrir konur í hjólastól. Stuðningur við konur með þroskahömlun sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi er mjög takmarkaður. Við erum að sjá það að lögreglan getur gert miklu betur í hvernig hún tekur utan um og rannsakar mál sem varða fatlaða þolendur,“ segir hún. Síðast en ekki síst nefnir hún dómskerfið en það liggur fyrir að það sé ólíklegra að menn séu sakfelldir fyrir brot gegn fötluðum en ófötluðum.
Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira