Laxeldi úr einum firði stefnir í tíu milljarða króna verðmæti Kristján Már Unnarsson skrifar 18. september 2021 22:50 Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis ehf. Arnar Halldórsson Útflutningsverðmæti eldislax úr stærsta firði Austfjarða, Reyðarfirði, stefnir í tíu milljarða króna á þessu ári. Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið úr þessum eina firði ríflega tvöfaldist á næstu árum. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá fóðurpramma sem matar eldiskvíar á Reyðarfirði en það var árið 2017 sem Laxar fiskeldi ehf. settu þar út fyrstu seiðin. Ári síðar, 2018, var fyrsta laxinum slátrað. Í ár verður fjórðu kynslóðinni slátrað, alls um tíu þúsund tonnum. Um borð í fóðurprammanum Fenri stýra þær Bylgja og Sara fóðrun laxins.Arnar Halldórsson „Núna erum við líklega með útflutningsverðmæti á milli níu og tíu milljarðar og vöxturinn bara heldur áfram,“ segir Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis ehf. Flest störfin, um sextíu, eru í vinnslunni á Djúpavogi, sem Laxar eiga hlut í. Í seiðaeldi fyrirtækisins í Ölfusi starfa um tuttugu manns og í kringum sjókvíaeldið í Reyðarfirði um fjörutíu manns en gert er út frá Eskifirði. „Mikið af menntuðu og flottu ungu fólki sem er að koma heim og er jafnvel að setjast hér að, sem er ekki brottflutt,“ segir Jens Garðar. Bylgja Hálfdánardóttir, sjávarútvegsfræðingur frá Norðfirði, starfar í stjórnstöð fóðurprammans á Reyðarfirði.Arnar Halldórsson Og það er sérstakt að sjá ungar konur um borð í fóðurpramma Laxa á miðjum Reyðarfirði en samt í innivinnu við skrifborð og tölvuskjái. Þaðan stýra þær nákvæmri fóðrun laxins. „Mér finnst það svo æðislegt. Að vera með þetta útsýni sitjandi inni á skrifstofu. Er það ekki draumurinn?“ segir Bylgja Hálfdánardóttir, sjávarútvegsfræðingur á Norðfirði. Þær segjast upplifa jákvæð áhrif fiskeldisins á samfélögin. Sara Atladóttir fiskeldisfræðingur býr á Eskifirði. Fyrir aftan má sjá tölvuskjáina í stjórnstöð fóðurprammans.Arnar Halldórsson „Það er allsstaðar verið að stækka þar sem þessi fyrirtæki koma fram. Og ef þú horfir bara vestur og hingað austur, - þetta eru oft bara líflínur bæjanna hérna,“ segir Sara Atladóttir, fiskeldisfræðingur á Eskifirði. Ísak Örn Guðmundsson hætti á sjónum og færði sig yfir í fiskeldið. „Þetta var svona skemmtilegri vinnutími. Og maður fær að sofa heima hjá sér og svoleiðis,“ segir Ísak Örn, sem er stöðvarstjóri Laxa á Vattarnesi. Ísak Örn Guðmundsson er stöðvarstjóri Laxa á Vattarnesi.Arnar Halldórsson Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið ríflega tvöfaldist á næstu árum. „Við stefnum að því að fullnýta leyfin okkar á næsta eða þarnæsta ári og það eru sextán þúsund tonn. En að sama skapi þá er ég nú líka að vonast til að það verði aukning í leyfum. Þannig að við eigum að geta farið upp í 20 til 22 þúsund tonn hér í Reyðarfirði,“ segir Jens Garðar Helgason. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fiskeldi Sjávarútvegur Fjarðabyggð Múlaþing Tengdar fréttir Laxeldi á bak við helming starfa á stærsta netaverkstæði Austfjarða Þjónusta við laxeldi hefur á skömmum tíma vaxið upp í að verða helmingur af starfsemi stærsta netaverkstæðis Austfjarða. Þessi nýjasta viðbót kom inn á sama tíma og hrun varð í loðnuveiðum. 13. september 2021 22:22 Vill fiskflutninga með flugi frá Egilsstöðum Forstjóri stærsta laxeldisfyrirtækis Austfjarða segir kjörin tækifæri til fiskflutninga með flugi beint frá Egilsstaðaflugvelli og hvetur til þess að nauðsynleg aðstaða til afgreiðslu fraktflugs verði byggð upp á flugvellinum. 6. september 2021 22:22 Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35 Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá fóðurpramma sem matar eldiskvíar á Reyðarfirði en það var árið 2017 sem Laxar fiskeldi ehf. settu þar út fyrstu seiðin. Ári síðar, 2018, var fyrsta laxinum slátrað. Í ár verður fjórðu kynslóðinni slátrað, alls um tíu þúsund tonnum. Um borð í fóðurprammanum Fenri stýra þær Bylgja og Sara fóðrun laxins.Arnar Halldórsson „Núna erum við líklega með útflutningsverðmæti á milli níu og tíu milljarðar og vöxturinn bara heldur áfram,“ segir Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis ehf. Flest störfin, um sextíu, eru í vinnslunni á Djúpavogi, sem Laxar eiga hlut í. Í seiðaeldi fyrirtækisins í Ölfusi starfa um tuttugu manns og í kringum sjókvíaeldið í Reyðarfirði um fjörutíu manns en gert er út frá Eskifirði. „Mikið af menntuðu og flottu ungu fólki sem er að koma heim og er jafnvel að setjast hér að, sem er ekki brottflutt,“ segir Jens Garðar. Bylgja Hálfdánardóttir, sjávarútvegsfræðingur frá Norðfirði, starfar í stjórnstöð fóðurprammans á Reyðarfirði.Arnar Halldórsson Og það er sérstakt að sjá ungar konur um borð í fóðurpramma Laxa á miðjum Reyðarfirði en samt í innivinnu við skrifborð og tölvuskjái. Þaðan stýra þær nákvæmri fóðrun laxins. „Mér finnst það svo æðislegt. Að vera með þetta útsýni sitjandi inni á skrifstofu. Er það ekki draumurinn?“ segir Bylgja Hálfdánardóttir, sjávarútvegsfræðingur á Norðfirði. Þær segjast upplifa jákvæð áhrif fiskeldisins á samfélögin. Sara Atladóttir fiskeldisfræðingur býr á Eskifirði. Fyrir aftan má sjá tölvuskjáina í stjórnstöð fóðurprammans.Arnar Halldórsson „Það er allsstaðar verið að stækka þar sem þessi fyrirtæki koma fram. Og ef þú horfir bara vestur og hingað austur, - þetta eru oft bara líflínur bæjanna hérna,“ segir Sara Atladóttir, fiskeldisfræðingur á Eskifirði. Ísak Örn Guðmundsson hætti á sjónum og færði sig yfir í fiskeldið. „Þetta var svona skemmtilegri vinnutími. Og maður fær að sofa heima hjá sér og svoleiðis,“ segir Ísak Örn, sem er stöðvarstjóri Laxa á Vattarnesi. Ísak Örn Guðmundsson er stöðvarstjóri Laxa á Vattarnesi.Arnar Halldórsson Framkvæmdastjóri Laxa vonast til að verðmætið ríflega tvöfaldist á næstu árum. „Við stefnum að því að fullnýta leyfin okkar á næsta eða þarnæsta ári og það eru sextán þúsund tonn. En að sama skapi þá er ég nú líka að vonast til að það verði aukning í leyfum. Þannig að við eigum að geta farið upp í 20 til 22 þúsund tonn hér í Reyðarfirði,“ segir Jens Garðar Helgason. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fiskeldi Sjávarútvegur Fjarðabyggð Múlaþing Tengdar fréttir Laxeldi á bak við helming starfa á stærsta netaverkstæði Austfjarða Þjónusta við laxeldi hefur á skömmum tíma vaxið upp í að verða helmingur af starfsemi stærsta netaverkstæðis Austfjarða. Þessi nýjasta viðbót kom inn á sama tíma og hrun varð í loðnuveiðum. 13. september 2021 22:22 Vill fiskflutninga með flugi frá Egilsstöðum Forstjóri stærsta laxeldisfyrirtækis Austfjarða segir kjörin tækifæri til fiskflutninga með flugi beint frá Egilsstaðaflugvelli og hvetur til þess að nauðsynleg aðstaða til afgreiðslu fraktflugs verði byggð upp á flugvellinum. 6. september 2021 22:22 Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35 Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Laxeldi á bak við helming starfa á stærsta netaverkstæði Austfjarða Þjónusta við laxeldi hefur á skömmum tíma vaxið upp í að verða helmingur af starfsemi stærsta netaverkstæðis Austfjarða. Þessi nýjasta viðbót kom inn á sama tíma og hrun varð í loðnuveiðum. 13. september 2021 22:22
Vill fiskflutninga með flugi frá Egilsstöðum Forstjóri stærsta laxeldisfyrirtækis Austfjarða segir kjörin tækifæri til fiskflutninga með flugi beint frá Egilsstaðaflugvelli og hvetur til þess að nauðsynleg aðstaða til afgreiðslu fraktflugs verði byggð upp á flugvellinum. 6. september 2021 22:22
Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35