Réttarhöld hafin í milljóna króna skaðabótamáli vegna Ischgl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2021 14:09 Frá Ischgl í Austurríki sem iðaði af lífi þegar kórónuveirufaraldurinn fór á fullt. Fólk frá öllum hornum Evrópu skemmti sér saman og hélt svo heim, margir hverjir smitaðir af kórónuveirunni. Vísir/EPA Réttarhöld hófust í dag í Vín þar sem til skoðunar er hve seint austurrísk yfirvöld brögðust við útbreiðslu kórónuveirunnar í skíðabæjum á borð við Ischgl. Málshefjendur segja hæg viðbrögð hafa orðið til þess að fjöldi fólks fékk Covid-19 og lét í sumum tilfellum lífið. Ekkja og sonur 72 ára gamals Austurríkismanns krefjast eitt hundrað þúsund evra í skaðabætur, jafnvirði 15 milljóna íslenskra króna, í skaðabætur frá austurríska ríkinu. Um er að ræða prófmál fyrir hópmálsókn þar sem fleiri hundruð manns tilheyra sem veiktust eftir að hafa sýkst í kjölfar skíðaferðar til Ischgl í febrúar og mars 2020. Neytendasamtökin í Austurríki styðja málið og segjast opin fyrir því að semja um skaðabæturnar. Útbreiðsla veirunnar í Ischgl, sem er vinsæll skíðabær í Austurríki, og hæg viðbrögð eru talin ein helsta ástæða þess hve hratt veiran breiddist út um heim allan. Sjálfstæð rannsókn sem ráðist var í í fyrra komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Týrol hefðu lokað skíðasvæðinu of seint eftir að ljóst mátti vera að hve alvarleg staðan var. Rannsakendur fundu þó ekki sönnunargögn þess efnis að þrýstingur pólitísks eða efnahagslegs eðlis hefðu spilað rullu. Talið er að sextán Íslendingar hafi smitast af veirunni í bænum í upphafi faraldursins. Sumir þeirra eru hluti af hópmálsókninni. Fram hefur komið að íslensk sóttvarnayfirvöld vöruðu yfirvöld í Austurríki við stöðunni eftir að smit á Íslandi sýndu tengsl við skíðasvæðið. „Yfirvöld brugðust með því að stöðva ekki fólk frá því að heimsækja eða yfirgefa Paznaun-dalinn, eða í það minnsta gefa út viðvörun,“ sagði Alexander Klauser, lögmaður stefnenda. Þannig hafi þúsundir yfirgefið svæðið óhindrað á meðan annar eins fjöldi mætti á svæðið ómeðvitað hvað gengi á. „Apre-skíðakrárnar gátu haft opið dálítið lengur. Meira að segja þegar þeim var sagt að loka þá var ekki gengið á eftir þeim skipunum.“ Lögreglan hafi fylgst með mannlífinu á börunum án þess að grípa inn í. Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flauta barþjóns sögð ástæða mikillar útbreiðslu veirunnar í Ischgl Flauta sem gekk manna í millum á vinsælum apres ski bar í austurríska skíðabænum Ischgl er sögð skýra mikinn fjölda kórónuveirusmita sem rakin eru til bæjarins. 15. mars 2020 19:41 Stefna austurrísku ríkisstjórninni vegna smitanna í Ischgl Neytendasamtök í Austurríki hafa stefnt þarlendum stjórnvöldum fyrir að hafa brugðist of hægt við hópsýkingu kórónuveiru sem kom upp í skíðabænum Ischgl í vetur. 23. september 2020 16:30 Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Ekkja og sonur 72 ára gamals Austurríkismanns krefjast eitt hundrað þúsund evra í skaðabætur, jafnvirði 15 milljóna íslenskra króna, í skaðabætur frá austurríska ríkinu. Um er að ræða prófmál fyrir hópmálsókn þar sem fleiri hundruð manns tilheyra sem veiktust eftir að hafa sýkst í kjölfar skíðaferðar til Ischgl í febrúar og mars 2020. Neytendasamtökin í Austurríki styðja málið og segjast opin fyrir því að semja um skaðabæturnar. Útbreiðsla veirunnar í Ischgl, sem er vinsæll skíðabær í Austurríki, og hæg viðbrögð eru talin ein helsta ástæða þess hve hratt veiran breiddist út um heim allan. Sjálfstæð rannsókn sem ráðist var í í fyrra komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Týrol hefðu lokað skíðasvæðinu of seint eftir að ljóst mátti vera að hve alvarleg staðan var. Rannsakendur fundu þó ekki sönnunargögn þess efnis að þrýstingur pólitísks eða efnahagslegs eðlis hefðu spilað rullu. Talið er að sextán Íslendingar hafi smitast af veirunni í bænum í upphafi faraldursins. Sumir þeirra eru hluti af hópmálsókninni. Fram hefur komið að íslensk sóttvarnayfirvöld vöruðu yfirvöld í Austurríki við stöðunni eftir að smit á Íslandi sýndu tengsl við skíðasvæðið. „Yfirvöld brugðust með því að stöðva ekki fólk frá því að heimsækja eða yfirgefa Paznaun-dalinn, eða í það minnsta gefa út viðvörun,“ sagði Alexander Klauser, lögmaður stefnenda. Þannig hafi þúsundir yfirgefið svæðið óhindrað á meðan annar eins fjöldi mætti á svæðið ómeðvitað hvað gengi á. „Apre-skíðakrárnar gátu haft opið dálítið lengur. Meira að segja þegar þeim var sagt að loka þá var ekki gengið á eftir þeim skipunum.“ Lögreglan hafi fylgst með mannlífinu á börunum án þess að grípa inn í.
Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flauta barþjóns sögð ástæða mikillar útbreiðslu veirunnar í Ischgl Flauta sem gekk manna í millum á vinsælum apres ski bar í austurríska skíðabænum Ischgl er sögð skýra mikinn fjölda kórónuveirusmita sem rakin eru til bæjarins. 15. mars 2020 19:41 Stefna austurrísku ríkisstjórninni vegna smitanna í Ischgl Neytendasamtök í Austurríki hafa stefnt þarlendum stjórnvöldum fyrir að hafa brugðist of hægt við hópsýkingu kórónuveiru sem kom upp í skíðabænum Ischgl í vetur. 23. september 2020 16:30 Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Flauta barþjóns sögð ástæða mikillar útbreiðslu veirunnar í Ischgl Flauta sem gekk manna í millum á vinsælum apres ski bar í austurríska skíðabænum Ischgl er sögð skýra mikinn fjölda kórónuveirusmita sem rakin eru til bæjarins. 15. mars 2020 19:41
Stefna austurrísku ríkisstjórninni vegna smitanna í Ischgl Neytendasamtök í Austurríki hafa stefnt þarlendum stjórnvöldum fyrir að hafa brugðist of hægt við hópsýkingu kórónuveiru sem kom upp í skíðabænum Ischgl í vetur. 23. september 2020 16:30
Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. 5. september 2020 22:33