Á vef Veðurstofunnar segir að svo komi lægð úr suðvestri á morgun, laugardag, með austanátt og rigningu sunnan- og vestantil, en hins vegar verður úrkomulítið á Norðausturlandi.
„Á sunnudag er útlit fyrir suðvestlæga átt með skúraveðri, en aftur verður úrkomulítið norðaustantil.“
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Austlæg átt 8-13 m/s og rigning, en hægari og úrkomulítið á norðanverðu landinu fram undir kvöld. Hiti 7 til 12 stig.
Á sunnudag: Suðvestan 5-10 og skúrir, en léttskýjað norðaustantil á landinu. Sunnan 8-13 um kvöldið og rigning sunnan- og vestanlands. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast um landið norðaustanvert.
Á mánudag: Stíf vestlæg átt og víða rigning. Lægir og styttir upp seinnipartinn, fyrst á sunnanverðu landinu. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast á Austfjörðum.
Á þriðjudag: Ákveðin norðanátt og talsverð rigning eða slydda á austanverðu landinu, en hægari og þurrt vestantil. Hiti frá 2 stigum í innsveitum norðaustanlands, upp í 10 stig á Suðvesturlandi.
Á miðvikudag (haustjafndægur): Norðvestlæg átt með rigningu eða slyddu á norðanverðu landinu, en skúrir sunnanlands. Svalt í veðri.
Á fimmtudag: Útlit fyrir norðlæga átt og rigningu eða slyddu fyrir norðan, en léttskýjað sunnantil. Hiti breytist lítið.