Kaupa fjögur tonn af berjum af harðduglegum Vestfirðingum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2021 07:00 Berjasprettan á norðanverðum Vestfjörðum hefur verið með besta móti í ár eins og víða annars staðar á landinu. Hér má sjá berjatínslukonu í hlíð skammt frá Vestfjarðagöngum nú í september. Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík ætlar að kaupa alls fjögur tonn af bláberjum í haust, sem Vestfirðingar hafa keppst við að tína. Sá afkastamesti hefur mætt með um 150 kíló af berjum í hvert sinn sem móttakan er opin. Það var mikill erill í bláberjamóttökunni hjá Örnu í Bolungarvík þegar fréttastofa leit þar við síðla morguns í september. Arna hefur nú um árabil keypt ber af berjatínslufólki í lok sumars og byrjun hausts. Úr berjunum er búin til bláberjasulta sem notuð er í haustjógúrt mjólkurvinnslunnar. Berjasprettan verið með besta móti fyrir vestan í ár og þau duglegustu geta haft hundruð þúsunda upp úr krafsinu. Þegar móttakan er opin er tekið á móti berjum þrjá daga í viku. Berin hafa streymt inn til Örnu í haust - afkastamesti tínslumaðurinn skilar af sér um 150 kílóum í hvert sinn sem hann mætir, að sögn gæðastjóra. „Við ætlum að taka semsé fjögur tonn en erum að taka sirka sjö til átta hundruð kíló á dag,“ segir Guðlaug Brynhildur Árnadóttir, gæðastjóri hjá Örnu. „Hérna vigtum við þau, skoðum og förum yfir þau og við viljum náttúrulega bara svört, fersk ber.“ Þá einskorðast berjatínslan alls ekki við Bolungarvík heldur eru berin tínd víðsvegar á Vestfjörðum. „Margir koma hingað vestur og eru að tína, í Ísafirði, Djúpinu og alls staðar þar sem þau mega tína,“ segir Guðlaug. Þá sé berjatínslufólkið jafnmismunandi og það er margt. „Íslendingar, útlendingar og mjög skemmtilegt fólk. Gott fólk.“ Ber Bolungarvík Matvælaframleiðsla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Það var mikill erill í bláberjamóttökunni hjá Örnu í Bolungarvík þegar fréttastofa leit þar við síðla morguns í september. Arna hefur nú um árabil keypt ber af berjatínslufólki í lok sumars og byrjun hausts. Úr berjunum er búin til bláberjasulta sem notuð er í haustjógúrt mjólkurvinnslunnar. Berjasprettan verið með besta móti fyrir vestan í ár og þau duglegustu geta haft hundruð þúsunda upp úr krafsinu. Þegar móttakan er opin er tekið á móti berjum þrjá daga í viku. Berin hafa streymt inn til Örnu í haust - afkastamesti tínslumaðurinn skilar af sér um 150 kílóum í hvert sinn sem hann mætir, að sögn gæðastjóra. „Við ætlum að taka semsé fjögur tonn en erum að taka sirka sjö til átta hundruð kíló á dag,“ segir Guðlaug Brynhildur Árnadóttir, gæðastjóri hjá Örnu. „Hérna vigtum við þau, skoðum og förum yfir þau og við viljum náttúrulega bara svört, fersk ber.“ Þá einskorðast berjatínslan alls ekki við Bolungarvík heldur eru berin tínd víðsvegar á Vestfjörðum. „Margir koma hingað vestur og eru að tína, í Ísafirði, Djúpinu og alls staðar þar sem þau mega tína,“ segir Guðlaug. Þá sé berjatínslufólkið jafnmismunandi og það er margt. „Íslendingar, útlendingar og mjög skemmtilegt fólk. Gott fólk.“
Ber Bolungarvík Matvælaframleiðsla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira