Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2021 10:54 Eldflaugin sem flutti geimfarana út í geim lenti á drónaskipi undan ströndum Flórída. Inspiration4/John Kraus Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. Ferðin er fjármögnum af auðjöfrinum Jared Isaacman og er markmiðið að safna tvö hundruð milljónum dala til styrktar St Jude barnaspítalans. Netflix er að gera heimildarþætti um sendiförina. Með Isaacman fóru þau Sian Proctor, jarðvísindamaður, Christopher Sembrosi, fyrrverandi meðlimur í flugher Bandaríkjanna, og Haley Arceneaux, sem starfar hjá St. Jude og lifði af krabbamein sem hún fékk í æsku. Fyrsti hringur þeirra um jörðina var sá fyrsti sem farinn hefur verið án þjálfaðra geimfara um borð í geimfari, séu dýr frátalin. Liftoff of @Inspiration4X! Go Falcon 9! Go Dragon! pic.twitter.com/NhRXkD4IWg— SpaceX (@SpaceX) September 16, 2021 Geimskotið heppnaðist fullkomlega. Eftir að geimfarinu var skotið á loft, var Falcon 9 eldflaug SpaceX snúið við og hún lenti á drónaskipinu Just Read The Instructions undan ströndum Flórída. SpaxeX segist aldrei hafa skotið Crew Dragon geimfari eins langt frá jörðu og gert var í nótt. Alþjóðlega geimstöðin er á braut um jörðu í um 420 kílómetra hæð og Hubble sjónaukinn er í um 540 kílómetra hæð. View from Dragon s cupola pic.twitter.com/Z2qwKZR2lK— SpaceX (@SpaceX) September 16, 2021 Isaacman er þriðji auðjöfurinn til að láta skjóta sér út í geim á þessu ári. Richard Branson og Jeff Bezos létu einnig skjóta sér út í geim með geimförum fyrirtækja þeirra, Virgin Galactic og Blue Origin. Branson fór í 86 kílómetra hæð en Besos í rúmlega hundrað. Sjá einnig: Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Á næsta ári mun SpaceX senda fyrrverandi geimfara Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar með þremur auðjöfrum. Þá ætla Rússar sér að skjóta leikkonu, leikstjóra og japönskum auðjöfri til geimstöðvarinnar á næstu mánuðum. AP fréttaveitan segir að það hafi verið að kröfu Isaacson sem ákveðið var að senda Crew Dragon geimfarið svo hátt. Í fyrstu voru starfsmenn SpaceX andvígir því vegna aukinnar áhættu og geislunar í svo mikilli hæð. Eftir að áhættan var greind nánar var ákveðið að verða við beiðni auðjöfursins. Skömmu fyrir geimskotið í gær sagðist hann þó sjá eftir því að hafa ekki beðið um að geimfarinu yrði skotið enn hærra. Ekki hefur verið gefið upp hvað Isaacman greiddi fyrir geimskotið. Aldrei fleiri í geimnum Aldrei hafa verið fleiri í geimnum en eru þar akkúrat núna. Sjö manns eru um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni og fjórir um borð í Crew Dragon-geimfarinu. Til viðbótar við þau eru svo þrír geimfarar um borð í kínversku geimstöðinni Tiangong. Í frétt Space segir að gamla metið hafi verið þrettán og það hafi ítrekað gerst í gegnum árin að svo margir hafi verið í geimnum. Til að mynda árið 1995 þegar sjö geimfarar voru í geimskutlunni Endeavour og sex geimfarar voru í rússnesku Mir-geimstöðinni. Í mars 2009 voru svo þrettán geimfarar í Alþjóðlegu geimstöðinni í skamman tíma. SpaceX Geimurinn Netflix Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Ferðin er fjármögnum af auðjöfrinum Jared Isaacman og er markmiðið að safna tvö hundruð milljónum dala til styrktar St Jude barnaspítalans. Netflix er að gera heimildarþætti um sendiförina. Með Isaacman fóru þau Sian Proctor, jarðvísindamaður, Christopher Sembrosi, fyrrverandi meðlimur í flugher Bandaríkjanna, og Haley Arceneaux, sem starfar hjá St. Jude og lifði af krabbamein sem hún fékk í æsku. Fyrsti hringur þeirra um jörðina var sá fyrsti sem farinn hefur verið án þjálfaðra geimfara um borð í geimfari, séu dýr frátalin. Liftoff of @Inspiration4X! Go Falcon 9! Go Dragon! pic.twitter.com/NhRXkD4IWg— SpaceX (@SpaceX) September 16, 2021 Geimskotið heppnaðist fullkomlega. Eftir að geimfarinu var skotið á loft, var Falcon 9 eldflaug SpaceX snúið við og hún lenti á drónaskipinu Just Read The Instructions undan ströndum Flórída. SpaxeX segist aldrei hafa skotið Crew Dragon geimfari eins langt frá jörðu og gert var í nótt. Alþjóðlega geimstöðin er á braut um jörðu í um 420 kílómetra hæð og Hubble sjónaukinn er í um 540 kílómetra hæð. View from Dragon s cupola pic.twitter.com/Z2qwKZR2lK— SpaceX (@SpaceX) September 16, 2021 Isaacman er þriðji auðjöfurinn til að láta skjóta sér út í geim á þessu ári. Richard Branson og Jeff Bezos létu einnig skjóta sér út í geim með geimförum fyrirtækja þeirra, Virgin Galactic og Blue Origin. Branson fór í 86 kílómetra hæð en Besos í rúmlega hundrað. Sjá einnig: Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Á næsta ári mun SpaceX senda fyrrverandi geimfara Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar með þremur auðjöfrum. Þá ætla Rússar sér að skjóta leikkonu, leikstjóra og japönskum auðjöfri til geimstöðvarinnar á næstu mánuðum. AP fréttaveitan segir að það hafi verið að kröfu Isaacson sem ákveðið var að senda Crew Dragon geimfarið svo hátt. Í fyrstu voru starfsmenn SpaceX andvígir því vegna aukinnar áhættu og geislunar í svo mikilli hæð. Eftir að áhættan var greind nánar var ákveðið að verða við beiðni auðjöfursins. Skömmu fyrir geimskotið í gær sagðist hann þó sjá eftir því að hafa ekki beðið um að geimfarinu yrði skotið enn hærra. Ekki hefur verið gefið upp hvað Isaacman greiddi fyrir geimskotið. Aldrei fleiri í geimnum Aldrei hafa verið fleiri í geimnum en eru þar akkúrat núna. Sjö manns eru um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni og fjórir um borð í Crew Dragon-geimfarinu. Til viðbótar við þau eru svo þrír geimfarar um borð í kínversku geimstöðinni Tiangong. Í frétt Space segir að gamla metið hafi verið þrettán og það hafi ítrekað gerst í gegnum árin að svo margir hafi verið í geimnum. Til að mynda árið 1995 þegar sjö geimfarar voru í geimskutlunni Endeavour og sex geimfarar voru í rússnesku Mir-geimstöðinni. Í mars 2009 voru svo þrettán geimfarar í Alþjóðlegu geimstöðinni í skamman tíma.
SpaceX Geimurinn Netflix Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira