Simone Biles fyrir þingnefnd: Átelur níðinginn og kerfið í heild Þorgils Jónsson skrifar 15. september 2021 20:12 Aly Raisman tekur í hönd Simone Biles á nefndarfundinum í dag. Þær tvær ásamt McKayla Maroney og Maggie Nichols baru vitni um misnotkun af hendi Larry Nassar, liðslækni bandaríska fimleikalandsliðsins, og slælegrar rannsóknar af hendi FBI. Saul Loeb Fimleikagoðsögnin Simone Biles var ómyrk í máli þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þar sakaði hún Alríkislögregluna (FBI) og forsvarsmenn bandaríska leikfimisambandsins um að hafa litið framhjá glæpum Larrys Nassar sem misnotaði á fjórða hundrað stúlkna og ungra kvenna kynferðislega, sem liðslæknir bandaríska fimleikalandsliðsins. „Ef þú leyfir níðingum að meiða börn, verða afleiðingarnar að vera snöggar og afgerandi. Nú er komið nóg!“ sagði Biles, sem er fjórfaldur ólympíumeistari og fimmfaldur heimsmeistari í fimleikum, en hún sagði sögu sína ásamt þremur stöllum sínum, þeim McKayla Maroney, Aly Raisman og Maggie Nichols „Ég kenni Larry Nassar um, en einnig öllu kerfinu sem leyfði honum að komast upp með misnotkunina,“ sagði Biles, sem barðist við að halda aftur af tárunum. Hún bætti því við að FBI auk fimleikasambandsins og Ólympíusambands Bandaríkjanna hafi lengi vitað af ásökunum í garð Nassers, en ekki sagt neitt. In emotional testimony before a Senate committee, star US gymnast Simone Biles blames "an entire system that enabled and perpetuated" sex abuse."The organizations created by Congress to oversee and protect me as an athlete... failed to do their jobs." https://t.co/4XH2uT576a pic.twitter.com/IVcyhpeswv— CNN (@CNN) September 15, 2021 Maroney, sem vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum í London árið 2012, lýsti því hvernig Nasser hefði lagst á hana þar sem hún lá nakin á meðferðarbekk. Hún bætti því við að við skýrslugjöf hjá FBI hafi hún mætt þögn og sinnuleysi. „Þau völdu að ljúga til um það sem ég sagði og halda þannig hlífiskildi yfir rað-barnaníðingi.“ „Hver er tilgangurinn með því að tilkynna misnotkun ef fulltrúar FBI ákveða að stinga málinu ofan í skúffu?“ Christopher Wray, forstjóri FBI, sagði í vitnisburði sínum að stofnunin hafi brugðist þolendum, en það myndi aldrei endurtaka sig.Saul Loeb Nefndin kallaði Christopher Wray, forstjóra FBI, einnig til vitnis og baðst hann innilega afsökunar á afglöpum stofnunarinnar. Þessi nefndarfundur var einmitt haldinn til að varpa ljósi á fjölmörg mistök sem FBI gerði í þessu máli. Meðal annars fékk Nassar, sem afplánar nú margra áratuga ára dóm fyrir brot sín, að halda áfram að misnota stúlkur í marga mánuði eftir að tilkynning barst FBI, árið 2015. Hann misnotaði fjörutíu stúlkur og ungar konur, hið minnsta, áður en gripið var í taumana. Wray, sem tók við FBI árið 2017, tók af öll tvímæli og sagði fulltrúa FBI hafa brugðist þolendum. Sagðist hann ætla ganga úr skugga um að „allir hjá FBI muni hvað gerðist þarna“ og að svona nokkuð myndi ekki endurtaka sig. Fulltrúar á skrifstofu FBI í Indianapolis, sem hafði málið til rannsóknar, reyndu að breiða yfir mistök sín í málinu. Yfirmaðurinn þar var auk þess, á sama tíma, að sækjast eftir starfi hjá Ólympíunefndinni , sem hann fékk svo ekki. Hann lét síðar af störfum fyrir FBI. Öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum lýstu yfir mikilli óánægju vegna vinnubragða FBI, og hétu alvöru breytingum til hins betra. Fimleikar Bandaríkin Mál Larry Nassar Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
„Ef þú leyfir níðingum að meiða börn, verða afleiðingarnar að vera snöggar og afgerandi. Nú er komið nóg!“ sagði Biles, sem er fjórfaldur ólympíumeistari og fimmfaldur heimsmeistari í fimleikum, en hún sagði sögu sína ásamt þremur stöllum sínum, þeim McKayla Maroney, Aly Raisman og Maggie Nichols „Ég kenni Larry Nassar um, en einnig öllu kerfinu sem leyfði honum að komast upp með misnotkunina,“ sagði Biles, sem barðist við að halda aftur af tárunum. Hún bætti því við að FBI auk fimleikasambandsins og Ólympíusambands Bandaríkjanna hafi lengi vitað af ásökunum í garð Nassers, en ekki sagt neitt. In emotional testimony before a Senate committee, star US gymnast Simone Biles blames "an entire system that enabled and perpetuated" sex abuse."The organizations created by Congress to oversee and protect me as an athlete... failed to do their jobs." https://t.co/4XH2uT576a pic.twitter.com/IVcyhpeswv— CNN (@CNN) September 15, 2021 Maroney, sem vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum í London árið 2012, lýsti því hvernig Nasser hefði lagst á hana þar sem hún lá nakin á meðferðarbekk. Hún bætti því við að við skýrslugjöf hjá FBI hafi hún mætt þögn og sinnuleysi. „Þau völdu að ljúga til um það sem ég sagði og halda þannig hlífiskildi yfir rað-barnaníðingi.“ „Hver er tilgangurinn með því að tilkynna misnotkun ef fulltrúar FBI ákveða að stinga málinu ofan í skúffu?“ Christopher Wray, forstjóri FBI, sagði í vitnisburði sínum að stofnunin hafi brugðist þolendum, en það myndi aldrei endurtaka sig.Saul Loeb Nefndin kallaði Christopher Wray, forstjóra FBI, einnig til vitnis og baðst hann innilega afsökunar á afglöpum stofnunarinnar. Þessi nefndarfundur var einmitt haldinn til að varpa ljósi á fjölmörg mistök sem FBI gerði í þessu máli. Meðal annars fékk Nassar, sem afplánar nú margra áratuga ára dóm fyrir brot sín, að halda áfram að misnota stúlkur í marga mánuði eftir að tilkynning barst FBI, árið 2015. Hann misnotaði fjörutíu stúlkur og ungar konur, hið minnsta, áður en gripið var í taumana. Wray, sem tók við FBI árið 2017, tók af öll tvímæli og sagði fulltrúa FBI hafa brugðist þolendum. Sagðist hann ætla ganga úr skugga um að „allir hjá FBI muni hvað gerðist þarna“ og að svona nokkuð myndi ekki endurtaka sig. Fulltrúar á skrifstofu FBI í Indianapolis, sem hafði málið til rannsóknar, reyndu að breiða yfir mistök sín í málinu. Yfirmaðurinn þar var auk þess, á sama tíma, að sækjast eftir starfi hjá Ólympíunefndinni , sem hann fékk svo ekki. Hann lét síðar af störfum fyrir FBI. Öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum lýstu yfir mikilli óánægju vegna vinnubragða FBI, og hétu alvöru breytingum til hins betra.
Fimleikar Bandaríkin Mál Larry Nassar Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira