Málið sem hóf MeToo í Kína fellt niður og umræða þögguð Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2021 14:40 Zhou Xiaoxuan fyrir utan dómshús í Peking í gær. AP/Mark Schiefelbein Dómari í Kína felldi í gærkvöldi niður lögsókn Zhou Xiaoxuan gegn vel þekktum sjónvarpsmanni fyrir meint kynferðisbrot. Máli Zhou er sagt hafa leitt til MeToo-hreyfingar í Kína en strax í kjölfar úrskurðarins hófu ritskoðendur internetsins í Kína að fjarlægja færslur þar sem ákvörðunin var gagnrýnd af samfélagsmiðlum. Í frétt Reuters segir að dómurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ásakanir Zhou fullnægðu ekki kröfum um sönnunarbyrði. Fréttaveitan segir Zhou hafa rætt við stuðningsmenn sína eftir að niðurstaðan varð ljós. Þar sagðist hún vonsvikin og úrvinda. Hún sagðist ekki viss um að hún hefði styrk til að áfrýja ákvörðuninni og eiga aftur þrjú erfið ár, eins og þau síðustu þrjú hefðu verið. Seinna í gærkvöldi sendi hún þó út tilkynningu þar sem hún sagðist ætla að áfrýja málinu og þá sérstaklega vegna þess að dómurinn hafi ekki skoðað myndefni úr öryggismyndavélum frá 2014. Steig fram árið 2018 Zhou, sem er 28 ára gömul, steig fram árið 2018 og sakaði Zhu Jun, þáttastjórnenda hjá ríkisreknu sjónvarpsstöðinni CCTV, um að káfa á sér og kyssa sig gegn vilja hennar árið 2014. Þá var hún í starfsnámi hjá CCTV. Frásögn hennar leiddi til þess að fjölmargar aðrar konur stigu fram með eigin frásagnir af kynferðisbrotum. Ákvörðunin þykir mikið högg fyrir hreyfingu sem er þegar undir miklum þrýstingi yfirvalda í Kína. Þar hafa ráðamenn haldið því fram að áköll eftir auknum réttindum kvenna eigi rætur að rekja í vesturlöndum og þeim sé ætlað að grafa undan stöðugleika í Kína. Mál Zhou beinir líka ljósi að áhyggjum forsvarsmanna Kommúnistaflokks Kína varðandi aktívisma og kvenréttindi. Í frétt Washington Post segir að umræða um ákvörðunina hafi verið ritskoðuð á kínverskum samfélagsmiðlum í gær. Þar að auki hafi samfélagsmiðlasíður þar sem fjallað var um kvenréttindi verið fjarlægðar í nótt. Þar að auki hafi örfáir kínverskir fjölmiðlar fjallað um úrskurðinn frá því í gær. Kína MeToo Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Í frétt Reuters segir að dómurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ásakanir Zhou fullnægðu ekki kröfum um sönnunarbyrði. Fréttaveitan segir Zhou hafa rætt við stuðningsmenn sína eftir að niðurstaðan varð ljós. Þar sagðist hún vonsvikin og úrvinda. Hún sagðist ekki viss um að hún hefði styrk til að áfrýja ákvörðuninni og eiga aftur þrjú erfið ár, eins og þau síðustu þrjú hefðu verið. Seinna í gærkvöldi sendi hún þó út tilkynningu þar sem hún sagðist ætla að áfrýja málinu og þá sérstaklega vegna þess að dómurinn hafi ekki skoðað myndefni úr öryggismyndavélum frá 2014. Steig fram árið 2018 Zhou, sem er 28 ára gömul, steig fram árið 2018 og sakaði Zhu Jun, þáttastjórnenda hjá ríkisreknu sjónvarpsstöðinni CCTV, um að káfa á sér og kyssa sig gegn vilja hennar árið 2014. Þá var hún í starfsnámi hjá CCTV. Frásögn hennar leiddi til þess að fjölmargar aðrar konur stigu fram með eigin frásagnir af kynferðisbrotum. Ákvörðunin þykir mikið högg fyrir hreyfingu sem er þegar undir miklum þrýstingi yfirvalda í Kína. Þar hafa ráðamenn haldið því fram að áköll eftir auknum réttindum kvenna eigi rætur að rekja í vesturlöndum og þeim sé ætlað að grafa undan stöðugleika í Kína. Mál Zhou beinir líka ljósi að áhyggjum forsvarsmanna Kommúnistaflokks Kína varðandi aktívisma og kvenréttindi. Í frétt Washington Post segir að umræða um ákvörðunina hafi verið ritskoðuð á kínverskum samfélagsmiðlum í gær. Þar að auki hafi samfélagsmiðlasíður þar sem fjallað var um kvenréttindi verið fjarlægðar í nótt. Þar að auki hafi örfáir kínverskir fjölmiðlar fjallað um úrskurðinn frá því í gær.
Kína MeToo Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira