Erum eins og haltur leiðir blindan í eldhúsinu Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 11. september 2021 07:00 Marín Manda segir meðal annars frá fyrsta stefnumótinu og uppáhalds matnum í viðtalsliðnum Matarást. „Það er aldrei lognmolla á okkar heimili en við erum með fjögur börn svo það er ýmislegt skemmtilegt framundan,“ segir fagurkerinn og athafnakonan Marín Manda Magnúsdóttir í viðtali við Makamál. Marín Manda er þessa dagana að klára mastersnám í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands en kærasti hennar, Hannes Frímann Hrólfsson er framkvæmdarstjóri Kviku eignasýringar. Marín Manda kláraði nám í nútímafræði fyrir stuttu og hefur meðal annars starfað síðustu ár við efnissköpun á samfélagsmiðlum. Parið hefur verið saman í rúm þrjú ár og eiga þau saman dótturina Thelmu Hrönn árið 2019. Marín Manda segir margt spennandi á döfinni vinnulega séð og það sama á við í persónulega lífinu. Okkur langar að fara að ferðast meira, ef Covid-faraldurinn lofar, en svo er væntanleg útskrift úr masternáminu hjá mér, þriðja fermingin og ýmislegt annað. En eins og stendur erum við bæði á kafi í verkefnum eins og svo margir eru á haustin. Marín Manda og Hannes Frímann geisla af hamingju en parið hefur verið saman í þrjú og hálft ár. Hér fyrir neðan svarar Marín Manda spurningum í viðtalsliðnum Matarást. Manstu eftir fyrstu máltíðinni ykkar saman? Ó já, ég man eftir henni. Hann bauð mér í heim til sín, í sushi. Ég elska sushi svo það hitti strax í mark. Ég tók eftir því hversu snyrtilegur hann var, búinn að leggja fínt á borð og var mikill herramaður. Á fyrsta stefnumótinu þá bauð Hannes Möndu heim til sín í sushi, sem hitti beint í mark. Hvort ykkar eldar meira? ÉG! Hann kann að grilla en annars eldar hann bara ef við erum með „Eldum rétt“. Sem sagt þegar skref fyrir skref er skrifað á blað og öll hráefnin eru til staðar. Ég var snögg að uppgötva af hverju hann bauð upp á sushi þarna í fyrsta sinn. Hann hefur marga hæfileika en að elda er ekki einn þeirra. Á hvaða staði fariði þegar þið viljið fara saman rómantískt út að borða? Við eigum engan fastan stað sem er svona „okkar“ en við förum stundum á Matarkjallarann, Fiskfélagið eða Zumac. Eruð þið yfirleitt sammála um hvað eigi að vera í matinn? Já oftast. Við viljum gjarnan borða lax reglulega en uppáhalds er að grilla lambakonfekt frá Sælkerabúðinni og bera fram með grilluðum aspas og broccoli. Grillað grænmeti er algjört nammi. Ef við viljum fá okkur eitthvað gott og sleppa því að elda þá pöntum við Bombay Bazaar sem er einfaldlega besti indverski staðurinn. Eitthvað sem þú elskar að borða en hann borðar ekki? Ég elska osta en hann er ekki fyrir geita- eða fetaost. Annars borða ég ostrur og rækjur sem hann er alls ekki mikið fyrir. Hvaða matur sem þú gerir er uppáhaldsmaturinn hans og öfugt? Hmmm, Pass! Ef ég myndi gera steik og bernaise á hverju kvöldi þá væri hann með mikla matarást á mér en ég er miklu betri í að gera pasta og léttari rétti. Hann kann ekki beint að elda þannig að við erum svolítið eins og haltur leiðir blindan í þessum málum. Nauðsynlegt að gefa sér tíma í að borða saman Getur þú gefið fólki einhverjar ráðleggingar varðandi stefnumót og mat? Já, ekki borða lauk eða hvítlauk daginn fyrir stefnumót, bara alls ekki borða neitt með lauk. Ég myndi síðan mæla með að borða eitthvað í léttari kantinum á stefnumótinu, kannski smárétti eins og tapas sem jafnvel er hægt að borða saman. Hversu mikilvægt finnst þér að taka tíma til að setjast niður og borða saman sem par? Mér finnst það svolítið nauðsynlegt. Að setjast niður og ræða daginn eru gæðastundir sem ég myndi ekki vilja sleppa. Í rauninni er það ekki mikilvægast fyrir okkur hvað er á borðstólum heldur félagsskapurinn. Einhver hugmynd eða uppskrift sem þú vilt deila af skemmtilegum stefnumótamat? Þessi uppskrift er frábær. Kíkja við í Sælkerabúðinni og grípa lambakonfekt. Koma heim og tæma ísskápinn af allskonar grænmeti. Setja grænmetið á ofnplötu, hella ólífuolíu yfir og salta (mikið). Skera í kartöflur og rúlla þeim upp úr olíu og krydda með rósmarín og salti. Dreifa kartöflunum á ofnplötu. Setja báðar ofnplöturnar í ofn í þrjátíu mínútur. Á meðan grillar karlinn kjötið og þú drekkur rauðvínsdropa. Rúmlega hálftíma síðar er maturinn tilbúinn. Taraaaaaa! Matarást Matur Tengdar fréttir Sjáðu pörin sem fara á stefnumót í kvöld Áhorfendur Stöðvar 2 geta búið sig undir áhugaverð, skemmtileg og lífleg stefnumót í raunveruleikaþættinum Fyrsta blikið í kvöld. 10. september 2021 11:01 Hvernig áhrif hafa stefnumótaforrit á þig? Þú fórst út á lífið, lítinn bar með sex borðum og litlu dansgólfi. Svið mögulegra ástarævintýra kvöldsins voru þessir þrjátíu- fjörutíu fermetrar. Svo var alltaf hægt að fara á næsta bar, í nýtt mengi. 10. september 2021 07:18 Hittu aftur og aftur í mark á fyrsta stefnumótinu Óli Jón Gunnarson var ekki lengi að svara því hvernig útliti hann heillast af í öðrum þætti Fyrsta bliksins á Stöð 2. 9. september 2021 09:28 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Einhleypan: Ferðasjúkur lögfræðingur í leit að ástinni Makamál Einhleypan: Söng Bubbalag vitlaust á stóra sviðinu á Þjóðhátíð og var beðin um að fara Makamál Ertu að halda framhjá makanum þínum tilfinningalega? Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Móðurmál: Camilla Rut segir athugasemdir um holdafar annarra aldrei í lagi Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Marín Manda er þessa dagana að klára mastersnám í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands en kærasti hennar, Hannes Frímann Hrólfsson er framkvæmdarstjóri Kviku eignasýringar. Marín Manda kláraði nám í nútímafræði fyrir stuttu og hefur meðal annars starfað síðustu ár við efnissköpun á samfélagsmiðlum. Parið hefur verið saman í rúm þrjú ár og eiga þau saman dótturina Thelmu Hrönn árið 2019. Marín Manda segir margt spennandi á döfinni vinnulega séð og það sama á við í persónulega lífinu. Okkur langar að fara að ferðast meira, ef Covid-faraldurinn lofar, en svo er væntanleg útskrift úr masternáminu hjá mér, þriðja fermingin og ýmislegt annað. En eins og stendur erum við bæði á kafi í verkefnum eins og svo margir eru á haustin. Marín Manda og Hannes Frímann geisla af hamingju en parið hefur verið saman í þrjú og hálft ár. Hér fyrir neðan svarar Marín Manda spurningum í viðtalsliðnum Matarást. Manstu eftir fyrstu máltíðinni ykkar saman? Ó já, ég man eftir henni. Hann bauð mér í heim til sín, í sushi. Ég elska sushi svo það hitti strax í mark. Ég tók eftir því hversu snyrtilegur hann var, búinn að leggja fínt á borð og var mikill herramaður. Á fyrsta stefnumótinu þá bauð Hannes Möndu heim til sín í sushi, sem hitti beint í mark. Hvort ykkar eldar meira? ÉG! Hann kann að grilla en annars eldar hann bara ef við erum með „Eldum rétt“. Sem sagt þegar skref fyrir skref er skrifað á blað og öll hráefnin eru til staðar. Ég var snögg að uppgötva af hverju hann bauð upp á sushi þarna í fyrsta sinn. Hann hefur marga hæfileika en að elda er ekki einn þeirra. Á hvaða staði fariði þegar þið viljið fara saman rómantískt út að borða? Við eigum engan fastan stað sem er svona „okkar“ en við förum stundum á Matarkjallarann, Fiskfélagið eða Zumac. Eruð þið yfirleitt sammála um hvað eigi að vera í matinn? Já oftast. Við viljum gjarnan borða lax reglulega en uppáhalds er að grilla lambakonfekt frá Sælkerabúðinni og bera fram með grilluðum aspas og broccoli. Grillað grænmeti er algjört nammi. Ef við viljum fá okkur eitthvað gott og sleppa því að elda þá pöntum við Bombay Bazaar sem er einfaldlega besti indverski staðurinn. Eitthvað sem þú elskar að borða en hann borðar ekki? Ég elska osta en hann er ekki fyrir geita- eða fetaost. Annars borða ég ostrur og rækjur sem hann er alls ekki mikið fyrir. Hvaða matur sem þú gerir er uppáhaldsmaturinn hans og öfugt? Hmmm, Pass! Ef ég myndi gera steik og bernaise á hverju kvöldi þá væri hann með mikla matarást á mér en ég er miklu betri í að gera pasta og léttari rétti. Hann kann ekki beint að elda þannig að við erum svolítið eins og haltur leiðir blindan í þessum málum. Nauðsynlegt að gefa sér tíma í að borða saman Getur þú gefið fólki einhverjar ráðleggingar varðandi stefnumót og mat? Já, ekki borða lauk eða hvítlauk daginn fyrir stefnumót, bara alls ekki borða neitt með lauk. Ég myndi síðan mæla með að borða eitthvað í léttari kantinum á stefnumótinu, kannski smárétti eins og tapas sem jafnvel er hægt að borða saman. Hversu mikilvægt finnst þér að taka tíma til að setjast niður og borða saman sem par? Mér finnst það svolítið nauðsynlegt. Að setjast niður og ræða daginn eru gæðastundir sem ég myndi ekki vilja sleppa. Í rauninni er það ekki mikilvægast fyrir okkur hvað er á borðstólum heldur félagsskapurinn. Einhver hugmynd eða uppskrift sem þú vilt deila af skemmtilegum stefnumótamat? Þessi uppskrift er frábær. Kíkja við í Sælkerabúðinni og grípa lambakonfekt. Koma heim og tæma ísskápinn af allskonar grænmeti. Setja grænmetið á ofnplötu, hella ólífuolíu yfir og salta (mikið). Skera í kartöflur og rúlla þeim upp úr olíu og krydda með rósmarín og salti. Dreifa kartöflunum á ofnplötu. Setja báðar ofnplöturnar í ofn í þrjátíu mínútur. Á meðan grillar karlinn kjötið og þú drekkur rauðvínsdropa. Rúmlega hálftíma síðar er maturinn tilbúinn. Taraaaaaa!
Matarást Matur Tengdar fréttir Sjáðu pörin sem fara á stefnumót í kvöld Áhorfendur Stöðvar 2 geta búið sig undir áhugaverð, skemmtileg og lífleg stefnumót í raunveruleikaþættinum Fyrsta blikið í kvöld. 10. september 2021 11:01 Hvernig áhrif hafa stefnumótaforrit á þig? Þú fórst út á lífið, lítinn bar með sex borðum og litlu dansgólfi. Svið mögulegra ástarævintýra kvöldsins voru þessir þrjátíu- fjörutíu fermetrar. Svo var alltaf hægt að fara á næsta bar, í nýtt mengi. 10. september 2021 07:18 Hittu aftur og aftur í mark á fyrsta stefnumótinu Óli Jón Gunnarson var ekki lengi að svara því hvernig útliti hann heillast af í öðrum þætti Fyrsta bliksins á Stöð 2. 9. september 2021 09:28 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Einhleypan: Ferðasjúkur lögfræðingur í leit að ástinni Makamál Einhleypan: Söng Bubbalag vitlaust á stóra sviðinu á Þjóðhátíð og var beðin um að fara Makamál Ertu að halda framhjá makanum þínum tilfinningalega? Makamál „Tökum oft upp næturnar okkar á hljóðupptöku“ Makamál Móðurmál: Camilla Rut segir athugasemdir um holdafar annarra aldrei í lagi Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Sjáðu pörin sem fara á stefnumót í kvöld Áhorfendur Stöðvar 2 geta búið sig undir áhugaverð, skemmtileg og lífleg stefnumót í raunveruleikaþættinum Fyrsta blikið í kvöld. 10. september 2021 11:01
Hvernig áhrif hafa stefnumótaforrit á þig? Þú fórst út á lífið, lítinn bar með sex borðum og litlu dansgólfi. Svið mögulegra ástarævintýra kvöldsins voru þessir þrjátíu- fjörutíu fermetrar. Svo var alltaf hægt að fara á næsta bar, í nýtt mengi. 10. september 2021 07:18
Hittu aftur og aftur í mark á fyrsta stefnumótinu Óli Jón Gunnarson var ekki lengi að svara því hvernig útliti hann heillast af í öðrum þætti Fyrsta bliksins á Stöð 2. 9. september 2021 09:28