Meðal þess sem sýnt var í gær var fyrsta stiklan að næsta God of War leik, stikla að nýjum leik um Spider-Man og ýmislegt annað.
Það sem hefur vakið töluverða athygli er stutt stikla að endurgerð hins klassíska leiks „Star Wars: Knights of the Old Republic“. Sá leikur gerist um fjögur þúsund árum fyrir sögu kvikmyndanna
Sjá einnig: Klassíkin: Star Wars - Knights of the Old Republic
Orðrómur um tilvist þessa verkefnis hefur verið á kreiki um nokkuð skeið en hann hefur nú loks verið staðfestur. Verið er að endurgera Kotor frá grunni og verður hann eingöngu spilanlegur í PS5, til að byrja með. Seinna meir verður hann svo aðgengilegur á PC.
Hér að neðan má sjá margar af stiklunum sem sýndar voru í gær en þær eru ekki í neinni sérstakri röð.