Sport

Dagskráin í dag: Fylkir kveður Pepsi Max-deildina og bikar á loft á Hlíðarenda

Valur Páll Eiríksson skrifar
Valskonur taka við Íslandsmeistarabikarnum í kvöld.
Valskonur taka við Íslandsmeistarabikarnum í kvöld.

Golf og fótbolti ráða ríkjum á rásum Stöðvar 2 Sport þennan föstudaginn. Tveir leikir eru á dagskrá í lokaumferð Pepsi Max-deildar kvenna.

Fótbolti

Hluti lokaumferðar Pepsi Max-deildar kvenna fer fram í kvöld. Fylkiskonur, sem eru fallnar úr deildinni, heimsækja ÍBV til Vestmannaeyja en ÍBV er í sjöunda sæti og öruggt frá falli. Leikur liðanna hefst klukkan 17:05 og er í beinni á stod2.is og í Stöð 2-appinu.

Íslandsmeistarar Vals spila þá sinn síðasta leik á tímabilinu er Selfoss kemur í heimsókn á Hlíðarenda. Valskonur munu þar veita Íslandsmeistarabikarnum viðtöku eftir að þær tryggðu sér titilinn á dögunum. Bein útsending hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport.

Þá er einn leikur sýndur í Championship-deildinni á Englandi í kvöld. Lærisveinar Wayne Rooney í Derby County heimsækja Birmingham City. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 18:55.

Golf

Annar dagur BMW PGA-meistaramótsins á Evrópumótaröð karla í golfi fer fram í dag en bein útsending hefst klukkan 11:00 á Stöð 2 Golf.

Sömuleiðis er annar hringur á Opna svissneska mótinu í golfi á Evrópumótaröð kvenna. Bein útsending frá því hefst klukkan 12:00 á Stöð 2 Sport 4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×