Birtingin geri lítið úr Þórhildi og „drusluskammi hana í leiðinni“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. september 2021 20:00 Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Þórhildar Gyðu. Vísir/Egill Lögmaður Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, sem kærði Kolbein Sigþórsson fyrir kynferðisofbeldi, íhugar að kæra Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann til lögreglu vegna birtingar á gögnum um mál hennar. Þórhildur Gyða kærði Kolbein fyrir ofbeldi árið 2017 áður en fallið var frá kæru eftir að hann greiddi henni miskabætur. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti á sunnudag gögn úr yfirheyrslu yfir Þórhildi. Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður Þórhildar segir birtinguna afar óvenjulega og skoðar nú hvort kæra eigi Sigurð til lögreglu. „Hvort að þetta sé brot gegn persónuverndarlögum, almennum hegningarlögum eða einhverjum öðrum lögum eða reglum,“ segir Gunnar. Eina leiðin gallað kerfi Gunnar bendir á að í umræðu síðustu daga hafi konur sem stigið hafa fram og sagt frá ofbeldi verið rengdar, einkum á grundvelli þess að þær hafi ekki farið með mál sín gegnum réttarvörslukerfið og dómstóla. Mál Þórhildar sýni að þetta kerfi hafi brugðist. Og af þessu hefur Gunnar verulegar áhyggjur. „Í máli þar sem kona kærir og gerandinn hefur gengist við háttseminni og greitt bætur, að það sé farið að birta gögn í málinu í því skyni að gera lítið úr henni og ekki bara það heldur er verið að drusluskamma hana í leiðinni.“ Þá vísar Gunnar til þess að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hafi „líkað við“ og deilt færslu Sigurðar þar sem gögnin voru birt. Umbjóðandi hans sé miður sín vegna málsins. „Þetta er kerfið sem konum er sagt að sé eina leiðin sem þær verða að fara í svona málum.“ En er fordæmi fyrir því að lögmenn hafi þurft að sæta viðurlögum fyrir eitthvað sambærilegt? Gunnar vísar þar til prófessorsmálsins svokallaða, þar sem hæstaréttarlögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson átti í hlut. „Því máli lauk með því að þessi lögmaður fékk úrskurð frá úrskurðarnefnd lögmanna að hans framganga í málinu samræmdist ekki góðum lögmannsháttum.“ KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir „Ég er að varpa ljósi á sannleikann“ Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað. 8. september 2021 06:01 Formanninum krossbrá þegar hann sá umdeilda Facebook-færslu Sigurðar G Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélags Íslands, brá beinlínis þegar hann sá ljósmyndir sem Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti en þar má sjá brot úr lögregluskýrslu þar sem fjallað er um mál þeirra Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns. 6. september 2021 11:56 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Þórhildur Gyða kærði Kolbein fyrir ofbeldi árið 2017 áður en fallið var frá kæru eftir að hann greiddi henni miskabætur. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti á sunnudag gögn úr yfirheyrslu yfir Þórhildi. Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður Þórhildar segir birtinguna afar óvenjulega og skoðar nú hvort kæra eigi Sigurð til lögreglu. „Hvort að þetta sé brot gegn persónuverndarlögum, almennum hegningarlögum eða einhverjum öðrum lögum eða reglum,“ segir Gunnar. Eina leiðin gallað kerfi Gunnar bendir á að í umræðu síðustu daga hafi konur sem stigið hafa fram og sagt frá ofbeldi verið rengdar, einkum á grundvelli þess að þær hafi ekki farið með mál sín gegnum réttarvörslukerfið og dómstóla. Mál Þórhildar sýni að þetta kerfi hafi brugðist. Og af þessu hefur Gunnar verulegar áhyggjur. „Í máli þar sem kona kærir og gerandinn hefur gengist við háttseminni og greitt bætur, að það sé farið að birta gögn í málinu í því skyni að gera lítið úr henni og ekki bara það heldur er verið að drusluskamma hana í leiðinni.“ Þá vísar Gunnar til þess að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hafi „líkað við“ og deilt færslu Sigurðar þar sem gögnin voru birt. Umbjóðandi hans sé miður sín vegna málsins. „Þetta er kerfið sem konum er sagt að sé eina leiðin sem þær verða að fara í svona málum.“ En er fordæmi fyrir því að lögmenn hafi þurft að sæta viðurlögum fyrir eitthvað sambærilegt? Gunnar vísar þar til prófessorsmálsins svokallaða, þar sem hæstaréttarlögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson átti í hlut. „Því máli lauk með því að þessi lögmaður fékk úrskurð frá úrskurðarnefnd lögmanna að hans framganga í málinu samræmdist ekki góðum lögmannsháttum.“
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir „Ég er að varpa ljósi á sannleikann“ Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað. 8. september 2021 06:01 Formanninum krossbrá þegar hann sá umdeilda Facebook-færslu Sigurðar G Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélags Íslands, brá beinlínis þegar hann sá ljósmyndir sem Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti en þar má sjá brot úr lögregluskýrslu þar sem fjallað er um mál þeirra Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns. 6. september 2021 11:56 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
„Ég er að varpa ljósi á sannleikann“ Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað. 8. september 2021 06:01
Formanninum krossbrá þegar hann sá umdeilda Facebook-færslu Sigurðar G Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélags Íslands, brá beinlínis þegar hann sá ljósmyndir sem Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti en þar má sjá brot úr lögregluskýrslu þar sem fjallað er um mál þeirra Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns. 6. september 2021 11:56
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent