Innlent

Frjáls­lyndi lýð­ræðis­flokkurinn og Á­byrg fram­tíð tókust á í Pall­borðinu

Tinni Sveinsson skrifar
Jóhannes Loftsson og Magnús Guðbergsson mættu fyrir hönd sinna flokka í Pallborðið í dag.
Jóhannes Loftsson og Magnús Guðbergsson mættu fyrir hönd sinna flokka í Pallborðið í dag. Vísir

Fulltrúar tveggja þeirra flokka sem stefna á framboð til Alþingis mættu í umræðuþáttinn Pallborðið á Vísi.

Jóhannes Loftsson formaður Ábyrgrar framtíðar og Magnús Guðbergsson oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi voru gestir Sunnu Sæmundsdóttur fréttamanns. Til stóð að hafa fulltrúa Landsflokksins í þættinum en ekki verður af framboði flokksins vegna skorts á undirskriftum.

Flokkarnir mælast ekki í könnunum en hafa til morguns til að skila inn framboðslistum. Spennan er því mikil og sögðu þeir Jóhannes og Magnús frá því sem þeir hafa til málanna að leggja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×