Jóhannes Loftsson formaður Ábyrgrar framtíðar og Magnús Guðbergsson oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi voru gestir Sunnu Sæmundsdóttur fréttamanns. Til stóð að hafa fulltrúa Landsflokksins í þættinum en ekki verður af framboði flokksins vegna skorts á undirskriftum.
Flokkarnir mælast ekki í könnunum en hafa til morguns til að skila inn framboðslistum. Spennan er því mikil og sögðu þeir Jóhannes og Magnús frá því sem þeir hafa til málanna að leggja.