Guðlaugur Þór skilar ekki uppgjöri vegna prófkjörs Jakob Bjarnar skrifar 8. september 2021 13:06 Baráttan við Guðlaug Þór, um efsta sætið í Reykjavík, kostaði Áslaugu Örnu rétt tæpar níu milljónir króna. Athygli vekur að ekki liggur fyrir uppgjör utanríkisráðherra þó skilafrestur sé útrunninn. Á því eru þær skýringar að Guðlaugur Þór hafði ekki áttað sig á því að tímafresturinn var liðinn. vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, varði tæpum níu milljónum króna í prófkjörsbaráttu í sumar. Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík einkenndist af mikilli baráttu um fyrsta sætið milli þeirra Áslaugar Örnu og Guðlaugs Þórs. Það var haldið 5. júní en Guðlaugur Þór hafði sigur. Og fagnaði því ákaft. Lögum samkvæmt þarf uppgjör að liggja fyrir þremur mánuðum eftir að það er haldið. Á vef ríkisendurskoðunar eru reikningar frambjóðenda fyrirliggjandi, allra nema Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, en hann hefur ekki skilað inn uppgjöri samkvæmt því. Þá vantar einnig uppgjör frá Diljá Mist Einarsdóttur, aðstoðarmanns Guðlaugs Þórs en hún lét mjög að sér kveða í prófkjörinu og hafnaði í örugglega í 3. sæti á eftir þeim ráðherrum. Ef rekstrarreikningur Áslaugar Örnu er skoðaður kemur á daginn að kostnaður vegna prófkjörsins nam 8,734.000 króna. Athygli vekur hár kostnaður vegna starfsmannahalds eða tæpar fjórar milljónir meðan Áslaug varði 2,7 milljónum í auglýsingar og kynningarkostnað. Rekstur skrifstofu lagði sig á 1,6 milljón króna. Rekstrartekjur móti gjöldum eru að framlög lögaðila eru 2,8 milljónir króna en framlög einstaklinga rétt tæpar sex milljónir. Hámark sem leggja má til framboða af hálfu lögaðila eru 400 þúsund krónur en fyrirtæki föður Áslaugar, Sigurbjörns Magnússonar, Juris slf fram þá upphæð. Sjá má þá lögaðila sem styrktu framboð Áslaugar Örnu á skjáskoti meðfylgjandi. Uppfært 13:55 Vísir náði tali af Guðlaugi Þór og hann segir að um misskilning af sinni hálfu sé að ræða, hann hafi ekki áttað sig á því að tímafresturinn væri útrunninn. „En þetta er á leiðinni inn,“ segir ráðherra. Samkvæmt heimildum Vísis varði Guðlaugur Þór svipaðri upphæð til sinnar kosningabaráttu og Áslaug Arna. En uppgjör hans mun væntanlega birtast innan tíðar á vef ríkisendurskoðunar. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík einkenndist af mikilli baráttu um fyrsta sætið milli þeirra Áslaugar Örnu og Guðlaugs Þórs. Það var haldið 5. júní en Guðlaugur Þór hafði sigur. Og fagnaði því ákaft. Lögum samkvæmt þarf uppgjör að liggja fyrir þremur mánuðum eftir að það er haldið. Á vef ríkisendurskoðunar eru reikningar frambjóðenda fyrirliggjandi, allra nema Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, en hann hefur ekki skilað inn uppgjöri samkvæmt því. Þá vantar einnig uppgjör frá Diljá Mist Einarsdóttur, aðstoðarmanns Guðlaugs Þórs en hún lét mjög að sér kveða í prófkjörinu og hafnaði í örugglega í 3. sæti á eftir þeim ráðherrum. Ef rekstrarreikningur Áslaugar Örnu er skoðaður kemur á daginn að kostnaður vegna prófkjörsins nam 8,734.000 króna. Athygli vekur hár kostnaður vegna starfsmannahalds eða tæpar fjórar milljónir meðan Áslaug varði 2,7 milljónum í auglýsingar og kynningarkostnað. Rekstur skrifstofu lagði sig á 1,6 milljón króna. Rekstrartekjur móti gjöldum eru að framlög lögaðila eru 2,8 milljónir króna en framlög einstaklinga rétt tæpar sex milljónir. Hámark sem leggja má til framboða af hálfu lögaðila eru 400 þúsund krónur en fyrirtæki föður Áslaugar, Sigurbjörns Magnússonar, Juris slf fram þá upphæð. Sjá má þá lögaðila sem styrktu framboð Áslaugar Örnu á skjáskoti meðfylgjandi. Uppfært 13:55 Vísir náði tali af Guðlaugi Þór og hann segir að um misskilning af sinni hálfu sé að ræða, hann hafi ekki áttað sig á því að tímafresturinn væri útrunninn. „En þetta er á leiðinni inn,“ segir ráðherra. Samkvæmt heimildum Vísis varði Guðlaugur Þór svipaðri upphæð til sinnar kosningabaráttu og Áslaug Arna. En uppgjör hans mun væntanlega birtast innan tíðar á vef ríkisendurskoðunar.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira