Guðlaugur Þór skilar ekki uppgjöri vegna prófkjörs Jakob Bjarnar skrifar 8. september 2021 13:06 Baráttan við Guðlaug Þór, um efsta sætið í Reykjavík, kostaði Áslaugu Örnu rétt tæpar níu milljónir króna. Athygli vekur að ekki liggur fyrir uppgjör utanríkisráðherra þó skilafrestur sé útrunninn. Á því eru þær skýringar að Guðlaugur Þór hafði ekki áttað sig á því að tímafresturinn var liðinn. vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, varði tæpum níu milljónum króna í prófkjörsbaráttu í sumar. Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík einkenndist af mikilli baráttu um fyrsta sætið milli þeirra Áslaugar Örnu og Guðlaugs Þórs. Það var haldið 5. júní en Guðlaugur Þór hafði sigur. Og fagnaði því ákaft. Lögum samkvæmt þarf uppgjör að liggja fyrir þremur mánuðum eftir að það er haldið. Á vef ríkisendurskoðunar eru reikningar frambjóðenda fyrirliggjandi, allra nema Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, en hann hefur ekki skilað inn uppgjöri samkvæmt því. Þá vantar einnig uppgjör frá Diljá Mist Einarsdóttur, aðstoðarmanns Guðlaugs Þórs en hún lét mjög að sér kveða í prófkjörinu og hafnaði í örugglega í 3. sæti á eftir þeim ráðherrum. Ef rekstrarreikningur Áslaugar Örnu er skoðaður kemur á daginn að kostnaður vegna prófkjörsins nam 8,734.000 króna. Athygli vekur hár kostnaður vegna starfsmannahalds eða tæpar fjórar milljónir meðan Áslaug varði 2,7 milljónum í auglýsingar og kynningarkostnað. Rekstur skrifstofu lagði sig á 1,6 milljón króna. Rekstrartekjur móti gjöldum eru að framlög lögaðila eru 2,8 milljónir króna en framlög einstaklinga rétt tæpar sex milljónir. Hámark sem leggja má til framboða af hálfu lögaðila eru 400 þúsund krónur en fyrirtæki föður Áslaugar, Sigurbjörns Magnússonar, Juris slf fram þá upphæð. Sjá má þá lögaðila sem styrktu framboð Áslaugar Örnu á skjáskoti meðfylgjandi. Uppfært 13:55 Vísir náði tali af Guðlaugi Þór og hann segir að um misskilning af sinni hálfu sé að ræða, hann hafi ekki áttað sig á því að tímafresturinn væri útrunninn. „En þetta er á leiðinni inn,“ segir ráðherra. Samkvæmt heimildum Vísis varði Guðlaugur Þór svipaðri upphæð til sinnar kosningabaráttu og Áslaug Arna. En uppgjör hans mun væntanlega birtast innan tíðar á vef ríkisendurskoðunar. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík einkenndist af mikilli baráttu um fyrsta sætið milli þeirra Áslaugar Örnu og Guðlaugs Þórs. Það var haldið 5. júní en Guðlaugur Þór hafði sigur. Og fagnaði því ákaft. Lögum samkvæmt þarf uppgjör að liggja fyrir þremur mánuðum eftir að það er haldið. Á vef ríkisendurskoðunar eru reikningar frambjóðenda fyrirliggjandi, allra nema Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, en hann hefur ekki skilað inn uppgjöri samkvæmt því. Þá vantar einnig uppgjör frá Diljá Mist Einarsdóttur, aðstoðarmanns Guðlaugs Þórs en hún lét mjög að sér kveða í prófkjörinu og hafnaði í örugglega í 3. sæti á eftir þeim ráðherrum. Ef rekstrarreikningur Áslaugar Örnu er skoðaður kemur á daginn að kostnaður vegna prófkjörsins nam 8,734.000 króna. Athygli vekur hár kostnaður vegna starfsmannahalds eða tæpar fjórar milljónir meðan Áslaug varði 2,7 milljónum í auglýsingar og kynningarkostnað. Rekstur skrifstofu lagði sig á 1,6 milljón króna. Rekstrartekjur móti gjöldum eru að framlög lögaðila eru 2,8 milljónir króna en framlög einstaklinga rétt tæpar sex milljónir. Hámark sem leggja má til framboða af hálfu lögaðila eru 400 þúsund krónur en fyrirtæki föður Áslaugar, Sigurbjörns Magnússonar, Juris slf fram þá upphæð. Sjá má þá lögaðila sem styrktu framboð Áslaugar Örnu á skjáskoti meðfylgjandi. Uppfært 13:55 Vísir náði tali af Guðlaugi Þór og hann segir að um misskilning af sinni hálfu sé að ræða, hann hafi ekki áttað sig á því að tímafresturinn væri útrunninn. „En þetta er á leiðinni inn,“ segir ráðherra. Samkvæmt heimildum Vísis varði Guðlaugur Þór svipaðri upphæð til sinnar kosningabaráttu og Áslaug Arna. En uppgjör hans mun væntanlega birtast innan tíðar á vef ríkisendurskoðunar.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira