Foreldrar Þórhildar: „Báðum Guðna Bergsson aldrei um trúnað varðandi upprunalega tölvupóstinn“ Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2021 10:36 Þórhildur Gyða Arnarsdóttir. Foreldrar Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur segjast aldrei hafa beðið Guðna Bergsson, þáverandi formann Knattspyrnusambands Íslands, um að halda trúnað um fyrsta tölvupóstinn sem sendur var á sambandið vegna máls Þórhildar og Kolbeins Sigþórssonar landsliðsmanns. Þetta segja foreldrar Þórhildar Gyðu, Arnar Þór Guttormsson og Karen Jenný Heiðarsdóttir, í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla í morgun vegna umræðu um meintan trúnað á milli Guðna og þeirra, og þá sérstaklega föður Þórhildar Gyðu. Eftir að póstur hafði verið sendur á tölvupóstfangið ksi@ksi.is þá hafi samskiptin eingöngu verið við Guðna. Þeim samskiptum hafi lokið með síðasta tölvupósti sem var sendur 22. mars árið 2018 þar sem þau báðu Guðna um að halda trúnað við þau gagnvart umræddum landsliðsmanni eða nokkrum öðrum er varðaði atvikalýsingu og aðrar upplýsingar sem þau deildu með Guðna þegar þau ræddu við hann í síma þar sem málið var enn í opinni lögreglurannsókn. Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ.Foto: Daniel Þór „Við báðum Guðna Bergsson aldrei um trúnað varðandi upprunalega tölvupóstinn, enda eins og kemur fram í upphafi þessar yfirlýsingar, var tilkynningin um líkamsárás og grófa kynferðislega áreitni af völdum leikmanns íslenska landsliðsins send á almennt netfang KSÍ,“ segir foreldrar Þórhildar Gyðu í yfirlýsingunni sem má lesa hér fyrir neðan: Yfirlýsing foreldra Þórhildar: Við foreldrar Þórhildar Gyðu viljum með yfirlýsingu þessari leiðrétta ítrekaðar rangfærslur vegna meints trúnaðar á milli Guðna Bergssonar og okkar og þá sérstaklega föður Þórhildar Gyðu. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var upprunalegi tölvupósturinn sendur m.a. á netfangið ksi@ksi.is sem er almennt netfang sambandsins. Eftir svar frá Guðna voru samskipti okkar eingöngu við hann og lauk þeim með síðasta tölvupósti þann 22. mars 2018, þar sem við biðjum Guðna að halda trúnað við okkur gagnvart umræddum landsliðsmanni eða nokkrum öðrum er varðaði atvikalýsingu og aðrar upplýsingar sem við deildum með honum þegar við ræddum við hann í síma (sjá skjáskot af tölvupóstinum hér fyrir neðan) þar sem málið var enn í opinni lögreglurannsókn á þessum tíma. Við báðum Guðna Bergsson aldrei um trúnað varðandi upprunalega tölvupóstinn, enda eins og kemur fram í upphafi þessar yfirlýsingar, var tilkynningin um líkamsárás og grófa kynferðislega áreitni af völdum leikmanns íslenska landsliðsins send á almennt netfang KSÍ. Við munum ekki tjá okkur frekar um þetta mál. Virðingarfyllst Arnar Þór Guttormsson og Karen Jenný Heiðarsdóttir KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Ég er að varpa ljósi á sannleikann“ Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað. 8. september 2021 06:01 Formanninum krossbrá þegar hann sá umdeilda Facebook-færslu Sigurðar G Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélags Íslands, brá beinlínis þegar hann sá ljósmyndir sem Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti en þar má sjá brot úr lögregluskýrslu þar sem fjallað er um mál þeirra Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns. 6. september 2021 11:56 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Þetta segja foreldrar Þórhildar Gyðu, Arnar Þór Guttormsson og Karen Jenný Heiðarsdóttir, í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla í morgun vegna umræðu um meintan trúnað á milli Guðna og þeirra, og þá sérstaklega föður Þórhildar Gyðu. Eftir að póstur hafði verið sendur á tölvupóstfangið ksi@ksi.is þá hafi samskiptin eingöngu verið við Guðna. Þeim samskiptum hafi lokið með síðasta tölvupósti sem var sendur 22. mars árið 2018 þar sem þau báðu Guðna um að halda trúnað við þau gagnvart umræddum landsliðsmanni eða nokkrum öðrum er varðaði atvikalýsingu og aðrar upplýsingar sem þau deildu með Guðna þegar þau ræddu við hann í síma þar sem málið var enn í opinni lögreglurannsókn. Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ.Foto: Daniel Þór „Við báðum Guðna Bergsson aldrei um trúnað varðandi upprunalega tölvupóstinn, enda eins og kemur fram í upphafi þessar yfirlýsingar, var tilkynningin um líkamsárás og grófa kynferðislega áreitni af völdum leikmanns íslenska landsliðsins send á almennt netfang KSÍ,“ segir foreldrar Þórhildar Gyðu í yfirlýsingunni sem má lesa hér fyrir neðan: Yfirlýsing foreldra Þórhildar: Við foreldrar Þórhildar Gyðu viljum með yfirlýsingu þessari leiðrétta ítrekaðar rangfærslur vegna meints trúnaðar á milli Guðna Bergssonar og okkar og þá sérstaklega föður Þórhildar Gyðu. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var upprunalegi tölvupósturinn sendur m.a. á netfangið ksi@ksi.is sem er almennt netfang sambandsins. Eftir svar frá Guðna voru samskipti okkar eingöngu við hann og lauk þeim með síðasta tölvupósti þann 22. mars 2018, þar sem við biðjum Guðna að halda trúnað við okkur gagnvart umræddum landsliðsmanni eða nokkrum öðrum er varðaði atvikalýsingu og aðrar upplýsingar sem við deildum með honum þegar við ræddum við hann í síma (sjá skjáskot af tölvupóstinum hér fyrir neðan) þar sem málið var enn í opinni lögreglurannsókn á þessum tíma. Við báðum Guðna Bergsson aldrei um trúnað varðandi upprunalega tölvupóstinn, enda eins og kemur fram í upphafi þessar yfirlýsingar, var tilkynningin um líkamsárás og grófa kynferðislega áreitni af völdum leikmanns íslenska landsliðsins send á almennt netfang KSÍ. Við munum ekki tjá okkur frekar um þetta mál. Virðingarfyllst Arnar Þór Guttormsson og Karen Jenný Heiðarsdóttir
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Ég er að varpa ljósi á sannleikann“ Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað. 8. september 2021 06:01 Formanninum krossbrá þegar hann sá umdeilda Facebook-færslu Sigurðar G Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélags Íslands, brá beinlínis þegar hann sá ljósmyndir sem Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti en þar má sjá brot úr lögregluskýrslu þar sem fjallað er um mál þeirra Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns. 6. september 2021 11:56 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
„Ég er að varpa ljósi á sannleikann“ Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segist vera að varpa ljósi á sannleikann með umdeildri Facebook-færslu þar sem hann birti brot úr skýrslutöku yfir þolanda í ofbeldismáli. Starfsfólk Stígamóta sé farið að velja leikmenn í íslenska landsliðið. Ef almenningur sé hættur að treysta yfirvöldum þá sé samfélagið komið á mjög slæman stað. 8. september 2021 06:01
Formanninum krossbrá þegar hann sá umdeilda Facebook-færslu Sigurðar G Sigurði Erni Hilmarssyni, formanni Lögmannafélags Íslands, brá beinlínis þegar hann sá ljósmyndir sem Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður birti en þar má sjá brot úr lögregluskýrslu þar sem fjallað er um mál þeirra Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns. 6. september 2021 11:56