Vill efla frekar samstarf Norðurlanda í öryggis- og utanríkismálum Þorgils Jónsson skrifar 7. september 2021 16:05 Utanríkisráðherrar Norðurlandanna hittust á fjarfundi í gær þar sem margvísleg málefni bar á góma. Þau sjást hér á fundi í Borgarnesi árið 2019. Guðlaugur Þór Guðlaugsson utanríkisráðherra undirstrikaði á fjarfundi með norrænum kollegum sínum í gær mikilvægi þess að fylgja eftir tillögum um þróun samstarfs Norðurlandanna í utanríkis- og öryggismálum. Þar vísar Guðlaugur í óháða skýrslu sem Björn Bjarnason vann fyrir ráðherrana og skilaði á síðasta ári. Í frétt á vef utanríkisráðuneytisins er eftirfarandi haft eftir ráðherra: „Við höfum nú í sameiningu skilgreint og forgangsraðað málum sem við erum sammála um að vinna að með virkum hætti. Nú þurfum við að bretta upp ermar og stíga næstu skref í framkvæmd þessara tillagna,“ sagði Guðlaugur Þór. Ráðherrarnir ræddu einnig stöðuna í málefnum Afganistans og hve mikilvægt samstarf Norðurlandanna væri á sviði borgaraþjónustu. Þau sammæltust um áframhaldandi samvinnu í þeim efnum. „Samvinna okkar við þessar nánustu vinaþjóðir okkar er og verður kjarninn í okkar alþjóðasamstarfi,“ sagði Guðlaugur Þór. Þá ræddu ráðherrarnir helstu áherslumál Norðurlandanna á komandi allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og í öryggisráðinu, þar sem Noregur á sæti um þessar mundir, sem og málefni Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE), þar sem Svíar eru nú í formennsku. Auk Guðlaugs Þórs tóku þátt í fundinum þau Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, Ine Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs og Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lýðræði í netheimum og afstaða til Kína á norðurslóðum meðal viðfangsefna í nýrri skýrslu Sameiginlegar reglur til að tryggja lýðræði í netheimum og sameiginleg afstaða til Kína á norðurslóðum eru meðal tillagna sem settar eru fram í nýrri skýrslu um norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála. 6. júlí 2020 19:09 Norðurlönd í sókn og vörn á viðsjárverðum tímum Fyrr í þessum mánuði skilaði Björn Bjarnason af sér merkilegri skýrslu með fjórtán tillögum um aukið samstarf norrænu ríkjanna fimm á sviði alþjóða- og öryggismála. Það er til marks um gjörbreytt umhverfi í alþjóðamálum að í skýrslunni leggur Björn mikinn þunga í tillögur um að Norðurlöndin efli með sér samstarf um stafrænar ógnir á sviði lýðræðis, jöfnuðar, tjáningarfrelsis og annarra samnorrænna gilda. 15. júlí 2020 12:11 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þar vísar Guðlaugur í óháða skýrslu sem Björn Bjarnason vann fyrir ráðherrana og skilaði á síðasta ári. Í frétt á vef utanríkisráðuneytisins er eftirfarandi haft eftir ráðherra: „Við höfum nú í sameiningu skilgreint og forgangsraðað málum sem við erum sammála um að vinna að með virkum hætti. Nú þurfum við að bretta upp ermar og stíga næstu skref í framkvæmd þessara tillagna,“ sagði Guðlaugur Þór. Ráðherrarnir ræddu einnig stöðuna í málefnum Afganistans og hve mikilvægt samstarf Norðurlandanna væri á sviði borgaraþjónustu. Þau sammæltust um áframhaldandi samvinnu í þeim efnum. „Samvinna okkar við þessar nánustu vinaþjóðir okkar er og verður kjarninn í okkar alþjóðasamstarfi,“ sagði Guðlaugur Þór. Þá ræddu ráðherrarnir helstu áherslumál Norðurlandanna á komandi allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og í öryggisráðinu, þar sem Noregur á sæti um þessar mundir, sem og málefni Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE), þar sem Svíar eru nú í formennsku. Auk Guðlaugs Þórs tóku þátt í fundinum þau Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, Ine Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs og Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar.
Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lýðræði í netheimum og afstaða til Kína á norðurslóðum meðal viðfangsefna í nýrri skýrslu Sameiginlegar reglur til að tryggja lýðræði í netheimum og sameiginleg afstaða til Kína á norðurslóðum eru meðal tillagna sem settar eru fram í nýrri skýrslu um norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála. 6. júlí 2020 19:09 Norðurlönd í sókn og vörn á viðsjárverðum tímum Fyrr í þessum mánuði skilaði Björn Bjarnason af sér merkilegri skýrslu með fjórtán tillögum um aukið samstarf norrænu ríkjanna fimm á sviði alþjóða- og öryggismála. Það er til marks um gjörbreytt umhverfi í alþjóðamálum að í skýrslunni leggur Björn mikinn þunga í tillögur um að Norðurlöndin efli með sér samstarf um stafrænar ógnir á sviði lýðræðis, jöfnuðar, tjáningarfrelsis og annarra samnorrænna gilda. 15. júlí 2020 12:11 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Lýðræði í netheimum og afstaða til Kína á norðurslóðum meðal viðfangsefna í nýrri skýrslu Sameiginlegar reglur til að tryggja lýðræði í netheimum og sameiginleg afstaða til Kína á norðurslóðum eru meðal tillagna sem settar eru fram í nýrri skýrslu um norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála. 6. júlí 2020 19:09
Norðurlönd í sókn og vörn á viðsjárverðum tímum Fyrr í þessum mánuði skilaði Björn Bjarnason af sér merkilegri skýrslu með fjórtán tillögum um aukið samstarf norrænu ríkjanna fimm á sviði alþjóða- og öryggismála. Það er til marks um gjörbreytt umhverfi í alþjóðamálum að í skýrslunni leggur Björn mikinn þunga í tillögur um að Norðurlöndin efli með sér samstarf um stafrænar ógnir á sviði lýðræðis, jöfnuðar, tjáningarfrelsis og annarra samnorrænna gilda. 15. júlí 2020 12:11