Engin myndbandsdómgæsla í úrvalsdeild kvenna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2021 16:01 Emma Hayes, þjálfari Englandsmeistara Chelsea, vill sjá myndbandsdómgæslu í ensku úrvalsdeildinni. Catherine Ivill/Getty Images Emma Hayes, þjálfari Englandsmeistara Chelsea, vill sjá myndbandsdómgæslu tekna upp í úrvalsdeild kvenna í fótbolta á Englandi eftir umdeild mark Arsenal í 3-2 sigri gegn hennar liði um liðna helgi. Enska úrvalsdeildin hófst á stórleik Chelsea og Arsenal. Leikurinn var frábær skemmtun en Englandsmeistarar Chelsea lutu í gras, lokatölur 3-2 Arsenal í vil. Hayes var ekki sátt með markið sem Beth Mead skoraði fyrir Arsenal í leiknum og taldi að það hefði ekki fengið að standa ef myndbandsdómgæsla, VAR, væri notuð í úrvalsdeild kvenna líkt og úrvalsdeild karla á Englandi. Samkvæmt frétt Sky Sports er enska knattspyrnusambandið ekki á þeim buxunum að setja upp samskonar kerfi og þekkist karla megin. Hayes finnst það skrítið sökum þess að umfjöllun um deildina hefur aldrei verið meiri. „Með því að setja leikina okkar á Sky fær það fólk til að spyrja sig af hverju það er ekki VAR á þessum leikjum. Við erum að gera lítið úr leiknum okkar.“ „Við erum orðin vön VAR og marklínutækni, að það sé ekki til staðar í kvennaboltanum lætur mér líða eins og annars flokks þjóðfélagsþegn,“ sagði Hayes í viðtali eftir leik. There are no plans for the introduction of VAR in the Women's Super League despite criticism from Chelsea boss Emma Hayes.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 6, 2021 Ástæðan sem gefin er fyrir því að ekki sé hægt að setja upp VAR í úrvalsdeild kvenna sé sú að þar spili liðin flest á heimavöllum karlaliða sem eru í National-deildinni, fimmtu efstu deild Englands. Þar sé einfaldlega ekki aðstaða til að setja VAR upp. Samkvæmt Sky telja félögin og deildin sjálf að kostnaður við uppsetningu VAR of mikill á þessu stigi þróunar kvennaboltans í Englandi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hófst á stórleik Chelsea og Arsenal. Leikurinn var frábær skemmtun en Englandsmeistarar Chelsea lutu í gras, lokatölur 3-2 Arsenal í vil. Hayes var ekki sátt með markið sem Beth Mead skoraði fyrir Arsenal í leiknum og taldi að það hefði ekki fengið að standa ef myndbandsdómgæsla, VAR, væri notuð í úrvalsdeild kvenna líkt og úrvalsdeild karla á Englandi. Samkvæmt frétt Sky Sports er enska knattspyrnusambandið ekki á þeim buxunum að setja upp samskonar kerfi og þekkist karla megin. Hayes finnst það skrítið sökum þess að umfjöllun um deildina hefur aldrei verið meiri. „Með því að setja leikina okkar á Sky fær það fólk til að spyrja sig af hverju það er ekki VAR á þessum leikjum. Við erum að gera lítið úr leiknum okkar.“ „Við erum orðin vön VAR og marklínutækni, að það sé ekki til staðar í kvennaboltanum lætur mér líða eins og annars flokks þjóðfélagsþegn,“ sagði Hayes í viðtali eftir leik. There are no plans for the introduction of VAR in the Women's Super League despite criticism from Chelsea boss Emma Hayes.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 6, 2021 Ástæðan sem gefin er fyrir því að ekki sé hægt að setja upp VAR í úrvalsdeild kvenna sé sú að þar spili liðin flest á heimavöllum karlaliða sem eru í National-deildinni, fimmtu efstu deild Englands. Þar sé einfaldlega ekki aðstaða til að setja VAR upp. Samkvæmt Sky telja félögin og deildin sjálf að kostnaður við uppsetningu VAR of mikill á þessu stigi þróunar kvennaboltans í Englandi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Sjá meira