Vilja að ráðherra skoði stöðu vararíkissaksóknara Árni Sæberg skrifar 6. september 2021 22:11 Öfgar vilja að Áslaug Arna íhugi stöðu Helga Magnúsar. Vísir/Vilhelm Aðgerðasinnahópurinn Öfgar segir í ákalli til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að innan dómkerfisins finnist menn sem ítrekað hafi tekið stöðu gegn þolendum kynbundins ofbeldis. Hópurinn vekur athygli á skrifum Sigurðar Guðna Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns og forseta dómstóla KSÍ á Facebooksíðu hans. Öfgar segja Sigurð taka skýra afstöðu gegn þolanda, nánar tiltekið Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, en hann birtir gögn sem tengjast máli hennar og Kolbeins Sigþórssonar. Þá rifjar Sigurður einnig upp gamlar Twitterfærslur Þórhildar, að því er virðist til að draga úr trúverðugleika hennar. Öfgar vekja athygli á því hversu margir sem líkað hafa við færslu Sigurðar eru starfandi innan dómkerfisins. Athyglisverðast finnst Öfgum að þar á meðal megi sjá Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara. „Þetta er ekki afmarkað tilfelli í nethegðun Helga Magnúsar því hann hefur ítrekað, í gegnum árin, sýnt fram á kvenfyrirlitningu, innflytjendaandúð og óþolendavæna afstöðu með netspori sínu,“ segja Öfgar um vararíkissaksóknarann. Helgi Magnús sé vanhæfur Öfgar segja netspor vararíkissaksóknara sýna skýrt að hann teljist vanhæfur til að sinna starfi sínu. Hann taki beina afstöðu gegn þolanda í færslum þar sem vegið sé að æru hennar og brotið á hennar persónuvernd. Helgi sé ekki bara gerendameðvirkur og þolendaóvænn, hann hafi einnig látið í sér heyra varðandi málefni innflytjenda og þungunarrof kvenna. Því megi ekki gleyma að Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum, hafi sent athugasemdir til ríkissaksóknara vegna ummæla Helga. Það hafi ekki verið í fyrsta skipti sem hún hafi þurft að gera slíkt. „Miðað við skoðanir þessara manna sem nefndir hafa verið í yfirlýsingu okkar er alls ekki skrýtið að þolendur veigri sér við að stíga fram, kæra eða fara með mál sín í gegnum dómstóla. Ef þetta er fólkið sem á að hjálpa okkur í dómskerfinu, hverjum eiga þá þolendur að treysta?“ segja Öfgar. Öfgar skora á Áslaugu Örnu að skoða nefnd mál vel og að taka skýra afstöðu með þolendum ofbeldis. „Við biðjum þig að taka skrefið við að byggja þolendavænna réttarkerfi. Slíkt verður ekki gert með aðila eins og Helga Magnús sem vararíkissaksóknara. Boltinn er hjá þér, Áslaug," segja Öfgar. Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Dómstólar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Hópurinn vekur athygli á skrifum Sigurðar Guðna Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns og forseta dómstóla KSÍ á Facebooksíðu hans. Öfgar segja Sigurð taka skýra afstöðu gegn þolanda, nánar tiltekið Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, en hann birtir gögn sem tengjast máli hennar og Kolbeins Sigþórssonar. Þá rifjar Sigurður einnig upp gamlar Twitterfærslur Þórhildar, að því er virðist til að draga úr trúverðugleika hennar. Öfgar vekja athygli á því hversu margir sem líkað hafa við færslu Sigurðar eru starfandi innan dómkerfisins. Athyglisverðast finnst Öfgum að þar á meðal megi sjá Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara. „Þetta er ekki afmarkað tilfelli í nethegðun Helga Magnúsar því hann hefur ítrekað, í gegnum árin, sýnt fram á kvenfyrirlitningu, innflytjendaandúð og óþolendavæna afstöðu með netspori sínu,“ segja Öfgar um vararíkissaksóknarann. Helgi Magnús sé vanhæfur Öfgar segja netspor vararíkissaksóknara sýna skýrt að hann teljist vanhæfur til að sinna starfi sínu. Hann taki beina afstöðu gegn þolanda í færslum þar sem vegið sé að æru hennar og brotið á hennar persónuvernd. Helgi sé ekki bara gerendameðvirkur og þolendaóvænn, hann hafi einnig látið í sér heyra varðandi málefni innflytjenda og þungunarrof kvenna. Því megi ekki gleyma að Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum, hafi sent athugasemdir til ríkissaksóknara vegna ummæla Helga. Það hafi ekki verið í fyrsta skipti sem hún hafi þurft að gera slíkt. „Miðað við skoðanir þessara manna sem nefndir hafa verið í yfirlýsingu okkar er alls ekki skrýtið að þolendur veigri sér við að stíga fram, kæra eða fara með mál sín í gegnum dómstóla. Ef þetta er fólkið sem á að hjálpa okkur í dómskerfinu, hverjum eiga þá þolendur að treysta?“ segja Öfgar. Öfgar skora á Áslaugu Örnu að skoða nefnd mál vel og að taka skýra afstöðu með þolendum ofbeldis. „Við biðjum þig að taka skrefið við að byggja þolendavænna réttarkerfi. Slíkt verður ekki gert með aðila eins og Helga Magnús sem vararíkissaksóknara. Boltinn er hjá þér, Áslaug," segja Öfgar.
Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Dómstólar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira