Loka vegum vegna Skaftárhlaups Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2021 16:12 Nokkrum vegum hefur verið lokað vegna hlaups í Eystri-Skaftárkatli. Vísir/Vilhelm Fjórum vegum verður lokað í kvöld vegna Skaftárhlaupsins. Búist er við að vatn flæði yfir vegi í nálægð við hlaupið og verður þeim lokað frá og með klukkan sjö í kvöld. Um er að ræða vegi frá Landmannalaugum inn á Fjallabak-nyrðra, Skaftártunguvegi frá Búlandi, vegi F-210 og F-233 inn á Álftarvatnkskróknum, og vestan við vaðið yfir Hólmsár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Hlaup er nú hafið úr Eystri-Skaftárkatli og er það komið fram á vatnamælum við Sveinstind. Gert er ráð fyrir því að um tíu klukkustundum eftir það, í kvöld, megi búast við að hlaupsins verði vart við þjóðveg. Talsverð úrkoma hefur verið á svæðinu og mikið vatn í Skaftá vegna hlaupsins úr Vestari-Skaftárkatli sem varð í síðustu viku. SMS-skilaboð hafa verið send út til fólks á svæðinu og hafa ferðamenn verið beðnir um að yfirgefa svæðið. Fólk sem er vestan Hólaskjóls er beðið að rýma í átt að Landmannalaugum. Brennisteinsvetni berst með hlaupvatninu þegar það kemur undan jökli og er styrkur þess þá svo mikill að það getur skaðað slímhúð í öndunarvegi og augum. Búast má við að hlaupið nái hámarki við þjóðveginn á miðvikudaginn. Komi til þess að þjóðvegur 1 lokist vegna vatnavaxta er hjáleið um Meðallandið. Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Samgöngur Tengdar fréttir Hlaupvatnið komið undan jöklinum Rennsli og vatnshæð í Skaftá við Sveinstind hefur vaxið hratt frá því um hádegisbilið. Rennslið var um klukkan 14 komið í um 613 rúmmetra á sekúndu en er nú, klukkan 15:20 komið upp í tæpa 740 rúmmetra. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands. 6. september 2021 15:02 Reiknað með stærra hlaupi en 2018 Almannavarnir vara fólk við að vera á ferli við Skaftá en gert er ráð fyrir að hlaupvatn úr Eystri- Skaftárkatli nái að vatnshæðarmæli við Sveinstind síðdegis í dag. Íshellan á katlinum hefur nú þegar sigið um 25 metra. Veðurstofan útilokar ekki að að hlaupið fari yfir þjóðveg 1. 6. september 2021 11:59 Reikna með hlaupvatni við Sveinstind á allra næstu tímum Starfsmenn Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupvatns úr Eystri Skaftárkatli verði vart við Sveinstind á allra næstu klukkustundum. Þegar það gerist mun taka um átta tíma fyrir hlaupvatnið að ná niður að þjóðveginum við Eldvatn. 6. september 2021 07:54 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Um er að ræða vegi frá Landmannalaugum inn á Fjallabak-nyrðra, Skaftártunguvegi frá Búlandi, vegi F-210 og F-233 inn á Álftarvatnkskróknum, og vestan við vaðið yfir Hólmsár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Hlaup er nú hafið úr Eystri-Skaftárkatli og er það komið fram á vatnamælum við Sveinstind. Gert er ráð fyrir því að um tíu klukkustundum eftir það, í kvöld, megi búast við að hlaupsins verði vart við þjóðveg. Talsverð úrkoma hefur verið á svæðinu og mikið vatn í Skaftá vegna hlaupsins úr Vestari-Skaftárkatli sem varð í síðustu viku. SMS-skilaboð hafa verið send út til fólks á svæðinu og hafa ferðamenn verið beðnir um að yfirgefa svæðið. Fólk sem er vestan Hólaskjóls er beðið að rýma í átt að Landmannalaugum. Brennisteinsvetni berst með hlaupvatninu þegar það kemur undan jökli og er styrkur þess þá svo mikill að það getur skaðað slímhúð í öndunarvegi og augum. Búast má við að hlaupið nái hámarki við þjóðveginn á miðvikudaginn. Komi til þess að þjóðvegur 1 lokist vegna vatnavaxta er hjáleið um Meðallandið.
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Samgöngur Tengdar fréttir Hlaupvatnið komið undan jöklinum Rennsli og vatnshæð í Skaftá við Sveinstind hefur vaxið hratt frá því um hádegisbilið. Rennslið var um klukkan 14 komið í um 613 rúmmetra á sekúndu en er nú, klukkan 15:20 komið upp í tæpa 740 rúmmetra. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands. 6. september 2021 15:02 Reiknað með stærra hlaupi en 2018 Almannavarnir vara fólk við að vera á ferli við Skaftá en gert er ráð fyrir að hlaupvatn úr Eystri- Skaftárkatli nái að vatnshæðarmæli við Sveinstind síðdegis í dag. Íshellan á katlinum hefur nú þegar sigið um 25 metra. Veðurstofan útilokar ekki að að hlaupið fari yfir þjóðveg 1. 6. september 2021 11:59 Reikna með hlaupvatni við Sveinstind á allra næstu tímum Starfsmenn Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupvatns úr Eystri Skaftárkatli verði vart við Sveinstind á allra næstu klukkustundum. Þegar það gerist mun taka um átta tíma fyrir hlaupvatnið að ná niður að þjóðveginum við Eldvatn. 6. september 2021 07:54 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Hlaupvatnið komið undan jöklinum Rennsli og vatnshæð í Skaftá við Sveinstind hefur vaxið hratt frá því um hádegisbilið. Rennslið var um klukkan 14 komið í um 613 rúmmetra á sekúndu en er nú, klukkan 15:20 komið upp í tæpa 740 rúmmetra. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands. 6. september 2021 15:02
Reiknað með stærra hlaupi en 2018 Almannavarnir vara fólk við að vera á ferli við Skaftá en gert er ráð fyrir að hlaupvatn úr Eystri- Skaftárkatli nái að vatnshæðarmæli við Sveinstind síðdegis í dag. Íshellan á katlinum hefur nú þegar sigið um 25 metra. Veðurstofan útilokar ekki að að hlaupið fari yfir þjóðveg 1. 6. september 2021 11:59
Reikna með hlaupvatni við Sveinstind á allra næstu tímum Starfsmenn Veðurstofunnar gera ráð fyrir að hlaupvatns úr Eystri Skaftárkatli verði vart við Sveinstind á allra næstu klukkustundum. Þegar það gerist mun taka um átta tíma fyrir hlaupvatnið að ná niður að þjóðveginum við Eldvatn. 6. september 2021 07:54