Sjálfstæðismenn séu að reyna að forðast umræðu um skatta Snorri Másson skrifar 6. september 2021 13:31 Kristrún Frostadóttir er hagfræðingur og leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður í Alþingiskosningunum. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, segir sjálfstæðismenn vera að forðast efnislega umræðu um aukið framlag ríkasta fólksins til samfélagsins með málflutningi sínum um meint ólögmæti stóreignaskatts. Hún telur að legið hafi fyrir frá upphafi að áformin standist stjórnarskrá. Stóreignaskattur er eitt af kosningaloforðum Samfylkingarinnar og felur í sér 1,5% skatt á hverja milljón umfram 200ustu milljónina í hreina eign. Maður sem ætti milljarð í hreina eign myndi því borga 1,5% af 800 milljónum í skatt árlega, sem sé 12 milljónir. Teitur Björn Einarsson í Morgunblaðinu: „Skattar á Íslandi eru mjög háir og markmið okkar á að vera að lækka skatta. Þessi áform fara bæði gegn jafnræðisreglunni og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, og það á mjög óljósum og veikum grunni.“Aðsend Teitur Björn Einarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, lýsti í viðtali í vikunni sem leið miklum efasemdum um lögmæti svona skatts gagnvart stjórnarskrá, enda kalli aðstæður í samfélaginu ekki á hann. Sindri Stephensen lektor við lagadeild HR og Víðir Smári Petersen dósent við HÍ birtu grein á Vísi í dag þar sem þeir draga ályktanir af dómum Hæstaréttar í stóreignaskattsmálum og komast þar að þeirri niðurstöðu að stóreignaskattur sé að meginreglu stjórnskipulega gildur. Útfærslan skipti þar þó sannarlega máli og að gætt sé jafnræðis og meðalhófs. „Þarna kemur fram í þessari grein í dag það sem við í Samfylkingunni höfum margbent á, að löggjafanum hefur verið játað mjög ríkt svigrúm til að ákvarða hvernig skattheimtu er háttað. Þetta er einfaldlega margstaðfest í dómafordæmum og ekkert ber að óttast,“ sagði Kristrún Frostadóttir, sem er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Vilji ekki að efnaðasta fólkið styðji við samfélagið Kristrún telur að sjálfstæðismenn séu að reyna að færa umræðuna frá málefninu og yfir í lagatæknileg atriði. „Ég held að sjálfstæðismenn séu einfaldlega að reyna að koma sér undan efnislegri umræðu um þá staðreynd að þeir vilji ekki að ríkasta og efnaðasta fólkið í landinu styðji í auknum mæli við samfélagið og geri okkur kleift að dreifa hér aðeins byrðunum, sem er í rauninni til hagsældar fyrir okkur öll." Kristrún hefur áhyggjur af auknum eignaójöfnuði og segir skattatillögur Samfylkingarinnar ábyrga leið til að stemma stigu við honum. „Þessir þrír liðir, eignaskatturinn, hækkun veiðigjalda á stærstu útgerðirnar og aukið skattaeftirlit teljum við að muni skila okkur þeim tekjum sem við ætlum einfaldlega að eyrnamerkja beint barnafjölskyldum, eldri borgurum og öryrkjum.“ Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Skattar og tollar Tengdar fréttir Ólögmætur stóreignaskattur Jóhann Páll Jóhannsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, ritar pistil hér á Vísi.is í dag og bregst ókvæða við gagnrýni minni á áform Samfylkingarinnar um að leggja á stóreignaskatt. Í pistli Jóhanns fer lítið fyrir svörum og rökstuðningi hvernig stóreignaskattur brjóti ekki gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og eignarréttarákvæði. 3. september 2021 16:01 Stóreignaskattar og stjórnarskráin Á síðustu dögum hefur farið fram nokkur umræða um þá stefnu Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar að boða svokallaðan stóreignaskatt á þá sem eiga hreinar eignir umfram 200 milljón krónur. Í umræðunni hefur því verið haldið fram að stóreignaskattar sem þessir geti verið hæpnir út frá jafnræðisreglu og eignarréttarákvæði stjórnarskrár. 6. september 2021 08:01 Sanngjarn og lögmætur stóreignaskattur Það er kostulegt að fylgjast með taugaveiklun Sjálfstæðismanna yfir því að Samfylkingin ætli að taka upp hóflegan stóreignaskatt – sem leggst einvörðungu á ríkasta 1 prósent landsmanna – til að standa undir kjarabótum fyrir lágtekju- og millitekjuhópa. 3. september 2021 12:30 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Stóreignaskattur er eitt af kosningaloforðum Samfylkingarinnar og felur í sér 1,5% skatt á hverja milljón umfram 200ustu milljónina í hreina eign. Maður sem ætti milljarð í hreina eign myndi því borga 1,5% af 800 milljónum í skatt árlega, sem sé 12 milljónir. Teitur Björn Einarsson í Morgunblaðinu: „Skattar á Íslandi eru mjög háir og markmið okkar á að vera að lækka skatta. Þessi áform fara bæði gegn jafnræðisreglunni og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, og það á mjög óljósum og veikum grunni.“Aðsend Teitur Björn Einarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, lýsti í viðtali í vikunni sem leið miklum efasemdum um lögmæti svona skatts gagnvart stjórnarskrá, enda kalli aðstæður í samfélaginu ekki á hann. Sindri Stephensen lektor við lagadeild HR og Víðir Smári Petersen dósent við HÍ birtu grein á Vísi í dag þar sem þeir draga ályktanir af dómum Hæstaréttar í stóreignaskattsmálum og komast þar að þeirri niðurstöðu að stóreignaskattur sé að meginreglu stjórnskipulega gildur. Útfærslan skipti þar þó sannarlega máli og að gætt sé jafnræðis og meðalhófs. „Þarna kemur fram í þessari grein í dag það sem við í Samfylkingunni höfum margbent á, að löggjafanum hefur verið játað mjög ríkt svigrúm til að ákvarða hvernig skattheimtu er háttað. Þetta er einfaldlega margstaðfest í dómafordæmum og ekkert ber að óttast,“ sagði Kristrún Frostadóttir, sem er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Vilji ekki að efnaðasta fólkið styðji við samfélagið Kristrún telur að sjálfstæðismenn séu að reyna að færa umræðuna frá málefninu og yfir í lagatæknileg atriði. „Ég held að sjálfstæðismenn séu einfaldlega að reyna að koma sér undan efnislegri umræðu um þá staðreynd að þeir vilji ekki að ríkasta og efnaðasta fólkið í landinu styðji í auknum mæli við samfélagið og geri okkur kleift að dreifa hér aðeins byrðunum, sem er í rauninni til hagsældar fyrir okkur öll." Kristrún hefur áhyggjur af auknum eignaójöfnuði og segir skattatillögur Samfylkingarinnar ábyrga leið til að stemma stigu við honum. „Þessir þrír liðir, eignaskatturinn, hækkun veiðigjalda á stærstu útgerðirnar og aukið skattaeftirlit teljum við að muni skila okkur þeim tekjum sem við ætlum einfaldlega að eyrnamerkja beint barnafjölskyldum, eldri borgurum og öryrkjum.“
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Skattar og tollar Tengdar fréttir Ólögmætur stóreignaskattur Jóhann Páll Jóhannsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, ritar pistil hér á Vísi.is í dag og bregst ókvæða við gagnrýni minni á áform Samfylkingarinnar um að leggja á stóreignaskatt. Í pistli Jóhanns fer lítið fyrir svörum og rökstuðningi hvernig stóreignaskattur brjóti ekki gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og eignarréttarákvæði. 3. september 2021 16:01 Stóreignaskattar og stjórnarskráin Á síðustu dögum hefur farið fram nokkur umræða um þá stefnu Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar að boða svokallaðan stóreignaskatt á þá sem eiga hreinar eignir umfram 200 milljón krónur. Í umræðunni hefur því verið haldið fram að stóreignaskattar sem þessir geti verið hæpnir út frá jafnræðisreglu og eignarréttarákvæði stjórnarskrár. 6. september 2021 08:01 Sanngjarn og lögmætur stóreignaskattur Það er kostulegt að fylgjast með taugaveiklun Sjálfstæðismanna yfir því að Samfylkingin ætli að taka upp hóflegan stóreignaskatt – sem leggst einvörðungu á ríkasta 1 prósent landsmanna – til að standa undir kjarabótum fyrir lágtekju- og millitekjuhópa. 3. september 2021 12:30 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Ólögmætur stóreignaskattur Jóhann Páll Jóhannsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, ritar pistil hér á Vísi.is í dag og bregst ókvæða við gagnrýni minni á áform Samfylkingarinnar um að leggja á stóreignaskatt. Í pistli Jóhanns fer lítið fyrir svörum og rökstuðningi hvernig stóreignaskattur brjóti ekki gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og eignarréttarákvæði. 3. september 2021 16:01
Stóreignaskattar og stjórnarskráin Á síðustu dögum hefur farið fram nokkur umræða um þá stefnu Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar að boða svokallaðan stóreignaskatt á þá sem eiga hreinar eignir umfram 200 milljón krónur. Í umræðunni hefur því verið haldið fram að stóreignaskattar sem þessir geti verið hæpnir út frá jafnræðisreglu og eignarréttarákvæði stjórnarskrár. 6. september 2021 08:01
Sanngjarn og lögmætur stóreignaskattur Það er kostulegt að fylgjast með taugaveiklun Sjálfstæðismanna yfir því að Samfylkingin ætli að taka upp hóflegan stóreignaskatt – sem leggst einvörðungu á ríkasta 1 prósent landsmanna – til að standa undir kjarabótum fyrir lágtekju- og millitekjuhópa. 3. september 2021 12:30