Fundi almannavarna lauk á tólfta tímanum en gert er ráð fyrir að hlaupvatnið nái að vatnshæðarmælinum við Sveinstind síðdegis.
Þá verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni en 26 greindust smituð innanlands í gær. Að auki heyrum við í formanni lögmannafélags Íslands sem undrast facebookfærslu hæstaréttarlögmanns sem birtist í gær þar sem hann birtir myndir af lögregluskýrslu í sakamáli.
Að endingu ræðir Kristrún Frostadóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar tillögur flokksins í skattamálum en hugmyndir um stóreignaskatt hafa vakið nokkra athygli í kosningabaráttunni.
Myndbandaspilari er að hlaða.