Farsakennd atburðarrás í Brasilíu | Þremur byrjunarliðsmönnum skipað í sóttkví Valur Páll Eiríksson skrifar 5. september 2021 19:46 Brazil v Argentina - FIFA World Cup 2022 Qatar Qualifier SAO PAULO, BRAZIL - SEPTEMBER 05: Health staff members argue with Head coach of Argentina Lionel Scaloni (C) and players of Brazil and Argentina during a match between Brazil and Argentina as part of South American Qualifiers for Qatar 2022 at Arena Corinthians on September 05, 2021 in Sao Paulo, Brazil. (Photo by Alexandre Schneider/Getty Images) Alexandre Schneider/Getty Images Leikur Brasilíu og Argentínu í undankeppni HM sem fram fer í São Paulo í Brasilíu var stöðvaður snemma leiks vegna brasilískra heilbrigðisstarfsmanna. Þeir segja fjóra leikmenn Argentínu vera að brjóta sóttvarnarlög. Leiknum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Leikurinn hófst klukkan 19:00 að íslenskum tíma en þegar hann var skammt á veg kominn var hann stöðvaður. Starfsfólk brasilískra heilbrigðisyfirvalda í fylgd lögreglumanna benti þá á að fjórir leikmenn Argentínu ættu að vera í sóttkví. Video of World Cup qualifier being stopped in Brazil over English-based Argentina players quarantine status with health officials going on the pitch pic.twitter.com/vKFvcdIycG— Rob Harris (@RobHarris) September 5, 2021 Þessir fjórir leikmenn leika allir á Englandi, en fólk sem kemur þaðan á að fara í sóttkví við komu til Brasilíu. Leikmennirnir eru Giovani Lo Celso og Cristian Romero, úr Tottenham, og Emiliano Martínez og Emiliano Buendía, úr Aston Villa. Þeir þrír fyrrnefndu voru allir í byrjunarliði Argentínu en Buendía var ekki í leikmannahópi Argentínu. Þeim var skipað að yfirgefa völlinn og leikurinn því í upplausn. Það leið og beið í rúman hálftíma án þess að leikurinn færi aftur af stað og voru leikmenn eðlilega ósáttir. ICYMI. Brazil v Argentina is wild. Game stopped after 10 mins bc a bunch of health officials and cops came on to pitch and, according to commentator, are detaining the 4 PL based Argentina players (Martinez, Buendia, Romero and Lo Celso) for not quarantining.— Gabriele Marcotti (@Marcotti) September 5, 2021 Argentínska knattspyrnusambandið greindi frá því á samfélagsmiðlinum Twitter að leikurinn hafi verið flautaður af. Ekki er ljóst hvort eða hvenær hann muni fara fram, en það verður þó ekki í kvöld. Leikmenn Brasilíu hafa hafið æfingu á vellinum í stað leiksins. Argentínumenn hafi neitað að funda í morgun og svo læst sig inni Guardian hefur eftir brasilískum miðlum að að heilbrigðisyfirvöld hafi reynt að ná samkomulagi um málið við þá argentínsku í morgun, sáttafundi sem fulltrúar argentínska knattspyrnusambandsins hafi hafnað. Greint er frá því að leikmenn Argentínu hafi læst sig inni í klefa fyrir leik og vegna þess hafi ekki verið hægt að ná til leikmannanna fyrr en leikurinn hófst. Þó veltir maður fyrir sér hvers vegna leikurinn hafi farið af stað með þrjá leikmenn á vellinum sem áttu að vera í sóttkví samkvæmt brasilískum sóttvarnarlögum. #EliminatoriasEl encuentro entre #Brasil y @Argentina quedó suspendido.— Selección Argentina (@Argentina) September 5, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð. Brasilía Argentína HM 2022 í Katar Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Leikurinn hófst klukkan 19:00 að íslenskum tíma en þegar hann var skammt á veg kominn var hann stöðvaður. Starfsfólk brasilískra heilbrigðisyfirvalda í fylgd lögreglumanna benti þá á að fjórir leikmenn Argentínu ættu að vera í sóttkví. Video of World Cup qualifier being stopped in Brazil over English-based Argentina players quarantine status with health officials going on the pitch pic.twitter.com/vKFvcdIycG— Rob Harris (@RobHarris) September 5, 2021 Þessir fjórir leikmenn leika allir á Englandi, en fólk sem kemur þaðan á að fara í sóttkví við komu til Brasilíu. Leikmennirnir eru Giovani Lo Celso og Cristian Romero, úr Tottenham, og Emiliano Martínez og Emiliano Buendía, úr Aston Villa. Þeir þrír fyrrnefndu voru allir í byrjunarliði Argentínu en Buendía var ekki í leikmannahópi Argentínu. Þeim var skipað að yfirgefa völlinn og leikurinn því í upplausn. Það leið og beið í rúman hálftíma án þess að leikurinn færi aftur af stað og voru leikmenn eðlilega ósáttir. ICYMI. Brazil v Argentina is wild. Game stopped after 10 mins bc a bunch of health officials and cops came on to pitch and, according to commentator, are detaining the 4 PL based Argentina players (Martinez, Buendia, Romero and Lo Celso) for not quarantining.— Gabriele Marcotti (@Marcotti) September 5, 2021 Argentínska knattspyrnusambandið greindi frá því á samfélagsmiðlinum Twitter að leikurinn hafi verið flautaður af. Ekki er ljóst hvort eða hvenær hann muni fara fram, en það verður þó ekki í kvöld. Leikmenn Brasilíu hafa hafið æfingu á vellinum í stað leiksins. Argentínumenn hafi neitað að funda í morgun og svo læst sig inni Guardian hefur eftir brasilískum miðlum að að heilbrigðisyfirvöld hafi reynt að ná samkomulagi um málið við þá argentínsku í morgun, sáttafundi sem fulltrúar argentínska knattspyrnusambandsins hafi hafnað. Greint er frá því að leikmenn Argentínu hafi læst sig inni í klefa fyrir leik og vegna þess hafi ekki verið hægt að ná til leikmannanna fyrr en leikurinn hófst. Þó veltir maður fyrir sér hvers vegna leikurinn hafi farið af stað með þrjá leikmenn á vellinum sem áttu að vera í sóttkví samkvæmt brasilískum sóttvarnarlögum. #EliminatoriasEl encuentro entre #Brasil y @Argentina quedó suspendido.— Selección Argentina (@Argentina) September 5, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð.
Brasilía Argentína HM 2022 í Katar Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira