Patrick Cantlay leiðir fyrir lokadaginn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. september 2021 07:00 Patrick Cantlay er með tveggja högga forystu fyrir lokahringinn á lokamóti PGA-mótaraðarinnar. Cliff Hawkins/Getty Images Bandaríkjamaðurinn Patrick Cantlay er enn í forystu fyrir lokahringinn á Tour Championship, lokamóti PGA-mótaraðarinnar, sem fram fer á East Lake-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum. Fyrirkomulag mótsins er þannig að kylfingar hefja ekki leik á jafningjagrundvelli, heldur markast skor þeirra í upphafi á árangri þeirra á PGA-mótaröðinni fyrr á árinu. Cantlay hefur leikið á alls 200 höggum á mótinu, sem er fjórði besti árangur mótsins hingað til, á eftir Jon Rahm, Justin Thomas og Kevin Na, en þeir þrír eru í öðru til fjórða sæti fyrir lokadaginn. Jon Rahm, efsti kylfingur heimslistans, hefur leikið manna best á samtals 198 höggum. Hann er nú á 18 höggum undir pari, tveimur höggum á eftir Cantlay. 18 holes away from crowning a #FedExCup champion.(presented by @Rolex) pic.twitter.com/VdyOMo6qRa— PGA TOUR (@PGATOUR) September 4, 2021 Eins og áður segir hefur Cantlay tveggja högga forystu á Rahm í öðru sætinu, en næsti maður, Justin Thomas, kemur þar þremur höggum á eftir Rahm. Það er orðið nokkuð ljóst að í ár verði krýndur nýr Tour Championship meistari, en Billy Horchel er sá fyrrum sigurvegari sem kemst næst Cantlay. Hann hefur leikið hringina þrjá á 200 höggum, líkt og Cantley, en sökum fyrirkomulags mótsins er hann tíu höggum á eftir efsta manni. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá lokadegi Tour Championship frá klukkan 16:00 í dag á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Tengdar fréttir Rahm bestur báða dagana en Cantley í forystu Bandaríkjamaðurinn Patrick Cantley er enn í forystu að tveimur hringjum loknum á Tour Championship, lokamóti PGA-mótaraðarinnar, sem fram fer á East Lake-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum. 4. september 2021 10:01 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Fyrirkomulag mótsins er þannig að kylfingar hefja ekki leik á jafningjagrundvelli, heldur markast skor þeirra í upphafi á árangri þeirra á PGA-mótaröðinni fyrr á árinu. Cantlay hefur leikið á alls 200 höggum á mótinu, sem er fjórði besti árangur mótsins hingað til, á eftir Jon Rahm, Justin Thomas og Kevin Na, en þeir þrír eru í öðru til fjórða sæti fyrir lokadaginn. Jon Rahm, efsti kylfingur heimslistans, hefur leikið manna best á samtals 198 höggum. Hann er nú á 18 höggum undir pari, tveimur höggum á eftir Cantlay. 18 holes away from crowning a #FedExCup champion.(presented by @Rolex) pic.twitter.com/VdyOMo6qRa— PGA TOUR (@PGATOUR) September 4, 2021 Eins og áður segir hefur Cantlay tveggja högga forystu á Rahm í öðru sætinu, en næsti maður, Justin Thomas, kemur þar þremur höggum á eftir Rahm. Það er orðið nokkuð ljóst að í ár verði krýndur nýr Tour Championship meistari, en Billy Horchel er sá fyrrum sigurvegari sem kemst næst Cantlay. Hann hefur leikið hringina þrjá á 200 höggum, líkt og Cantley, en sökum fyrirkomulags mótsins er hann tíu höggum á eftir efsta manni. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá lokadegi Tour Championship frá klukkan 16:00 í dag á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Tengdar fréttir Rahm bestur báða dagana en Cantley í forystu Bandaríkjamaðurinn Patrick Cantley er enn í forystu að tveimur hringjum loknum á Tour Championship, lokamóti PGA-mótaraðarinnar, sem fram fer á East Lake-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum. 4. september 2021 10:01 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Rahm bestur báða dagana en Cantley í forystu Bandaríkjamaðurinn Patrick Cantley er enn í forystu að tveimur hringjum loknum á Tour Championship, lokamóti PGA-mótaraðarinnar, sem fram fer á East Lake-vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum. 4. september 2021 10:01