Ástæða til að taka atburðarás við Öskju alvarlega Snorri Másson skrifar 4. september 2021 12:22 Freysteinn Sigmundsson er jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Hann hefur rannsakað Öskju um langt skeið, en eldstöðin kann að vera að taka við sér núna í fyrsta sinn í marga áratugi. Vísir/Egill Aðalsteinsson Ástæða er til að taka landris í kringum Öskju alvarlega að mati jarðeðlisfræðings. Landið hefur risið um nokkra sentímetra eftir að hafa sigið stanslaust í 40 ár og vísbendingar eru um aukna jarðskjálftavirkni á svæðinu. Askja gaus síðast árið 1961 en land í kringum eldstöðina hefur sigið jafnt og þétt frá árinu 1983. Núna er viðsnúningur og land tekið að rísa á ný. Ástæðan fyrir því að Veðurstofan gerði grein fyrir því í gær, er að það er orðið alveg skýrt. Það hefur orðið þrýstiaukning í rótum eldstöðvarinnar, segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Þýðir það að það sé að koma gos? „Nei, ekki endilega. Það þarf bara að fylgjast vel með eldstöðinni. Ein möguleg skýring á þessu er að kvika streymi þarna inn í rætur eldstöðvarinnar núna. En núna er tímabil aðgæslu og aukinnar vöktunar,“ segir Freysteinn. Öskjuvatn myndaðist í miklu eldgosi í öskju árið 1875.Stöð 2 Fyrst jarðskorpuhreyfingar, svo skjálftavirkni Mörg dæmi eru umm að kvika streymi inn í rætur eldstöðvar án þess að það leiði til goss, en hitt er einnig vel mögulegt að þetta sé upphafið að því sem síðar getur orðið aðdragandinn að eldgosi. Þannig var óróleiki um hríð við Svartsengi áður en gjósa tók annars staðar á Reykjanesskaga skömmu síðar. „Þetta gæti verið einhver þannig aðdragandi en alveg eins líklegt og kannski öllu líklegra að þetta bara fjari út. En þar sem eldstöðin hefur verið í kyrrð má segja, þá er rétt að taka þetta alvarlega,“ segir Freysteinn. Merki eru um breytta jarðskjálftavirkni í kringum eldstöðina en enn um sinn er sú breyting lítil. Hún gæti þó orðið meiri eftir því sem fram vindur. „Það er algengt að skjálftarnir komi kannski ekki fyrr en aðeins seinna. Það er ekkert óeðlilegt við það að fyrsta merkið sem við greinum séu jarðskorpuhreyfingar.“ Ólíklegt er að mögulegt gos í miðju Ódáðahrauni hafi veruleg áhrif á byggð, enda þyrftu ólíkar tegundir kviku að mætast til þess að úr yrði umfangsmikið sprengigos. Helst hefði Freysteinn áhyggjur af ferðamönnum á svæðinu. „Líklegasta atburðarásin er bara staðbundið hraungos inni á hálendi þar sem engir eru. En það eru þessar litlu líkur á að það gerist eitthvað annað. Við höfum líka Öskjuvatn og eldgos sem getur orðið í vatni á þessum stað. Það getur orðið gjóskufall. En þetta er framtíðarmúsík, það þarf bara að fylgjast vel með hvert þetta leiðir okkur áfram.“ Eldgos og jarðhræringar Skútustaðahreppur Almannavarnir Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira
Askja gaus síðast árið 1961 en land í kringum eldstöðina hefur sigið jafnt og þétt frá árinu 1983. Núna er viðsnúningur og land tekið að rísa á ný. Ástæðan fyrir því að Veðurstofan gerði grein fyrir því í gær, er að það er orðið alveg skýrt. Það hefur orðið þrýstiaukning í rótum eldstöðvarinnar, segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Þýðir það að það sé að koma gos? „Nei, ekki endilega. Það þarf bara að fylgjast vel með eldstöðinni. Ein möguleg skýring á þessu er að kvika streymi þarna inn í rætur eldstöðvarinnar núna. En núna er tímabil aðgæslu og aukinnar vöktunar,“ segir Freysteinn. Öskjuvatn myndaðist í miklu eldgosi í öskju árið 1875.Stöð 2 Fyrst jarðskorpuhreyfingar, svo skjálftavirkni Mörg dæmi eru umm að kvika streymi inn í rætur eldstöðvar án þess að það leiði til goss, en hitt er einnig vel mögulegt að þetta sé upphafið að því sem síðar getur orðið aðdragandinn að eldgosi. Þannig var óróleiki um hríð við Svartsengi áður en gjósa tók annars staðar á Reykjanesskaga skömmu síðar. „Þetta gæti verið einhver þannig aðdragandi en alveg eins líklegt og kannski öllu líklegra að þetta bara fjari út. En þar sem eldstöðin hefur verið í kyrrð má segja, þá er rétt að taka þetta alvarlega,“ segir Freysteinn. Merki eru um breytta jarðskjálftavirkni í kringum eldstöðina en enn um sinn er sú breyting lítil. Hún gæti þó orðið meiri eftir því sem fram vindur. „Það er algengt að skjálftarnir komi kannski ekki fyrr en aðeins seinna. Það er ekkert óeðlilegt við það að fyrsta merkið sem við greinum séu jarðskorpuhreyfingar.“ Ólíklegt er að mögulegt gos í miðju Ódáðahrauni hafi veruleg áhrif á byggð, enda þyrftu ólíkar tegundir kviku að mætast til þess að úr yrði umfangsmikið sprengigos. Helst hefði Freysteinn áhyggjur af ferðamönnum á svæðinu. „Líklegasta atburðarásin er bara staðbundið hraungos inni á hálendi þar sem engir eru. En það eru þessar litlu líkur á að það gerist eitthvað annað. Við höfum líka Öskjuvatn og eldgos sem getur orðið í vatni á þessum stað. Það getur orðið gjóskufall. En þetta er framtíðarmúsík, það þarf bara að fylgjast vel með hvert þetta leiðir okkur áfram.“
Eldgos og jarðhræringar Skútustaðahreppur Almannavarnir Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira