„Kemur mér jafnmikið á óvart og öllum öðrum“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2021 12:25 Undir stjórn Heimis Hallgrímssonar komst Ísland í fyrsta sinn á HM í fótbolta. Getty/David Ramos „Ég er auðvitað bara eins og allir aðrir ofboðslega leiður og sorgmæddur yfir þessu öllu saman. Öll mín samskipti og kynni af þessum strákum hafa verið af góðu einu,“ segir Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta. Hávær umræða um meint ofbeldisverk íslenskra landsliðsmanna í fótbolta hefur ekki farið framhjá nokkrum manni. Gagnrýni á viðbrögð KSÍ, sér í lagi við upplýsingum um kæru á hendur Kolbeini Sigþórssyni í mars 2018, leiddi til þess að Guðni Bergsson hætti sem formaður sambandsins á sunnudaginn og í kjölfarið sagði stjórn sambandsins af sér. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá því í viðtali á RÚV fyrir helgi að leikmaður íslenska landsliðsins, sem í ljós kom að er Kolbeinn, hefði greitt sér miskabætur fyrir að hafa beitt hana ofbeldi haustið 2017. Í yfirlýsingu frá Kolbeini í gær kvaðst hann ekki hafa kannast við að hafa áreitt Þórhildi Gyðu og vinkonu hennar, né beitt ofbeldi, þó að hegðun hans gagnvart þeim hefði ekki verið til fyrirmyndar. Hann féllst þó á að greiða þeim miskabætur. Í sumar var Gylfi Þór Sigurðsson handtekinn, grunaður um kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, en niðurstaða í því máli liggur ekki fyrir. Breska götublaðið The Sun hefur fullyrt að Gylfi neiti sök. Þórhildur Gyða hefur sagt við Vísi að hún viti um að minnsta kosti sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn sem sakaðir hafi verið um ofbeldi, og í gær sagði hún að ofbeldissögur af þeim væru orðnar vel yfir tíu talsins. „Á bara erfitt með að trúa þessu“ „Þetta er fyrst og fremst leiðinlegt og í öðru lagi á ég erfitt með að trúa þessu, einfaldlega vegna þess að ég hef unnið með þessum strákum í það langan tíma og ég hef ekkert nema gott um þá að segja. Þetta kemur mér jafnmikið á óvart og öllum öðrum,“ segir Heimir Hallgrímsson. Heimir stýrði íslenska landsliðinu á árunum 2011-2018, fyrst sem aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck, svo sem meðþjálfari Svíans, og loks sem aðalþjálfari síðustu tvö árin. Heimir stýrði því landsliðinu í lokakeppni EM og HM, og í alls 78 leikjum sem aðal- eða aðstoðarþjálfari. Heimir Hallgrímsson stýrði landsliðinu í alls sjö ár, fyrst sem aðstoðarþjálfari og svo aðalþjálfari.VÍSIR/VILHELM Heimir tekur hins vegar fram að hans kynni af leikmönnum séu bara frá þeim tíu dögum eða svo sem venjuleg landsleikjatörn vari: „Þeir hafa bara verið til sóma þann tíma sem ég umgekkst þá og það voru nú heil sjö ár. Ekki að ég ætli að rengja þá upplifun sem þessar konur hafa. Ég á bara erfitt með að trúa þessu,“ segir Heimir. „Ég vona bara að þetta fari í réttan farveg og að það komi lausn í þessi mál,“ bætir hann við. Ekki „stór ákvörðun“ að Kolbeinn færi heim frá Bandaríkjunum Eins og fram hefur komið fengu Guðni Bergsson, Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri, og fleira starfsfólk KSÍ sent bréf frá föður Þórhildar Gyðu eftir að Kolbeinn var valinn í landsliðshópinn fyrir vináttulandsleiki í Bandaríkjunum í mars 2018. Í bréfinu greindi faðirinn frá því að Kolbeinn hefði verið kærður fyrir að beita Þórhildi ofbeldi og gagnrýndi að hann væri valinn í landsliðið í ljósi efnis kærunnar. Heimir Hallgrímsson á hliðarlínunni í Rostov í síðasta leik sínum sem landsliðsþjálfari Íslands, á HM 2018.VÍSIR/VILHELM Kolbeinn var sendur heim en á þeim tíma var það sagt vera vegna meiðsla, sem Kolbeinn hafði vissulega glímt við. „Við völdum hann bara til að skoða í hvernig standi hann væri, með tilliti til þess að velja hann kannski í hópinn sem færi til Rússlands. Þetta var síðasta verkefnið fyrir HM og hann hafði ekki verið með okkur frá því á EM 2016. Við vildum því sjá hvar hann væri staddur en svo kom þetta bréf og þá var bara ákveðið að senda hann heim. Hann gat hvort sem er ekki tekið þátt í æfingum svo við höfðum fengið okkar svör á þeim tímapunkti,“ sagði Heimir. Málið hafði „örugglega“ áhrif á að Kolbeinn færi ekki á HM Heimir hafi sem þjálfari því ekki þurft að taka neina ákvörðun um hvort Kolbeinn ætti að vera áfram í hópnum: „Við þurftum þess ekki. Það var bara ákveðið að hann færi heim og myndi afgreiða þetta mál. Þetta var ekki stór ákvörðun fyrir okkur þjálfarana því hann gat hvort sem er ekki verið með á æfingum hjá okkur.“ Heimir segir að þegar að valinu hafi komið á fyrsta HM-hópi Íslands, um sumarið 2018, hafi honum verið heimilt að velja Kolbein eins og hvern annan leikmann. „Já, okkur var tjáð að þessi mál væru afgreidd. Hann kom því til greina eins og allir aðrir,“ sagði Heimir. Ákvað hann að sleppa því að velja Kolbein á HM vegna þessa máls? „Það hafði örugglega áhrif, meðvitað eða ómeðvitað, á að við völdum hann ekki. Ég get ekki sagt til um hversu mikil.“ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Hávær umræða um meint ofbeldisverk íslenskra landsliðsmanna í fótbolta hefur ekki farið framhjá nokkrum manni. Gagnrýni á viðbrögð KSÍ, sér í lagi við upplýsingum um kæru á hendur Kolbeini Sigþórssyni í mars 2018, leiddi til þess að Guðni Bergsson hætti sem formaður sambandsins á sunnudaginn og í kjölfarið sagði stjórn sambandsins af sér. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá því í viðtali á RÚV fyrir helgi að leikmaður íslenska landsliðsins, sem í ljós kom að er Kolbeinn, hefði greitt sér miskabætur fyrir að hafa beitt hana ofbeldi haustið 2017. Í yfirlýsingu frá Kolbeini í gær kvaðst hann ekki hafa kannast við að hafa áreitt Þórhildi Gyðu og vinkonu hennar, né beitt ofbeldi, þó að hegðun hans gagnvart þeim hefði ekki verið til fyrirmyndar. Hann féllst þó á að greiða þeim miskabætur. Í sumar var Gylfi Þór Sigurðsson handtekinn, grunaður um kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, en niðurstaða í því máli liggur ekki fyrir. Breska götublaðið The Sun hefur fullyrt að Gylfi neiti sök. Þórhildur Gyða hefur sagt við Vísi að hún viti um að minnsta kosti sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn sem sakaðir hafi verið um ofbeldi, og í gær sagði hún að ofbeldissögur af þeim væru orðnar vel yfir tíu talsins. „Á bara erfitt með að trúa þessu“ „Þetta er fyrst og fremst leiðinlegt og í öðru lagi á ég erfitt með að trúa þessu, einfaldlega vegna þess að ég hef unnið með þessum strákum í það langan tíma og ég hef ekkert nema gott um þá að segja. Þetta kemur mér jafnmikið á óvart og öllum öðrum,“ segir Heimir Hallgrímsson. Heimir stýrði íslenska landsliðinu á árunum 2011-2018, fyrst sem aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck, svo sem meðþjálfari Svíans, og loks sem aðalþjálfari síðustu tvö árin. Heimir stýrði því landsliðinu í lokakeppni EM og HM, og í alls 78 leikjum sem aðal- eða aðstoðarþjálfari. Heimir Hallgrímsson stýrði landsliðinu í alls sjö ár, fyrst sem aðstoðarþjálfari og svo aðalþjálfari.VÍSIR/VILHELM Heimir tekur hins vegar fram að hans kynni af leikmönnum séu bara frá þeim tíu dögum eða svo sem venjuleg landsleikjatörn vari: „Þeir hafa bara verið til sóma þann tíma sem ég umgekkst þá og það voru nú heil sjö ár. Ekki að ég ætli að rengja þá upplifun sem þessar konur hafa. Ég á bara erfitt með að trúa þessu,“ segir Heimir. „Ég vona bara að þetta fari í réttan farveg og að það komi lausn í þessi mál,“ bætir hann við. Ekki „stór ákvörðun“ að Kolbeinn færi heim frá Bandaríkjunum Eins og fram hefur komið fengu Guðni Bergsson, Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri, og fleira starfsfólk KSÍ sent bréf frá föður Þórhildar Gyðu eftir að Kolbeinn var valinn í landsliðshópinn fyrir vináttulandsleiki í Bandaríkjunum í mars 2018. Í bréfinu greindi faðirinn frá því að Kolbeinn hefði verið kærður fyrir að beita Þórhildi ofbeldi og gagnrýndi að hann væri valinn í landsliðið í ljósi efnis kærunnar. Heimir Hallgrímsson á hliðarlínunni í Rostov í síðasta leik sínum sem landsliðsþjálfari Íslands, á HM 2018.VÍSIR/VILHELM Kolbeinn var sendur heim en á þeim tíma var það sagt vera vegna meiðsla, sem Kolbeinn hafði vissulega glímt við. „Við völdum hann bara til að skoða í hvernig standi hann væri, með tilliti til þess að velja hann kannski í hópinn sem færi til Rússlands. Þetta var síðasta verkefnið fyrir HM og hann hafði ekki verið með okkur frá því á EM 2016. Við vildum því sjá hvar hann væri staddur en svo kom þetta bréf og þá var bara ákveðið að senda hann heim. Hann gat hvort sem er ekki tekið þátt í æfingum svo við höfðum fengið okkar svör á þeim tímapunkti,“ sagði Heimir. Málið hafði „örugglega“ áhrif á að Kolbeinn færi ekki á HM Heimir hafi sem þjálfari því ekki þurft að taka neina ákvörðun um hvort Kolbeinn ætti að vera áfram í hópnum: „Við þurftum þess ekki. Það var bara ákveðið að hann færi heim og myndi afgreiða þetta mál. Þetta var ekki stór ákvörðun fyrir okkur þjálfarana því hann gat hvort sem er ekki verið með á æfingum hjá okkur.“ Heimir segir að þegar að valinu hafi komið á fyrsta HM-hópi Íslands, um sumarið 2018, hafi honum verið heimilt að velja Kolbein eins og hvern annan leikmann. „Já, okkur var tjáð að þessi mál væru afgreidd. Hann kom því til greina eins og allir aðrir,“ sagði Heimir. Ákvað hann að sleppa því að velja Kolbein á HM vegna þessa máls? „Það hafði örugglega áhrif, meðvitað eða ómeðvitað, á að við völdum hann ekki. Ég get ekki sagt til um hversu mikil.“
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira