„Kemur mér jafnmikið á óvart og öllum öðrum“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2021 12:25 Undir stjórn Heimis Hallgrímssonar komst Ísland í fyrsta sinn á HM í fótbolta. Getty/David Ramos „Ég er auðvitað bara eins og allir aðrir ofboðslega leiður og sorgmæddur yfir þessu öllu saman. Öll mín samskipti og kynni af þessum strákum hafa verið af góðu einu,“ segir Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta. Hávær umræða um meint ofbeldisverk íslenskra landsliðsmanna í fótbolta hefur ekki farið framhjá nokkrum manni. Gagnrýni á viðbrögð KSÍ, sér í lagi við upplýsingum um kæru á hendur Kolbeini Sigþórssyni í mars 2018, leiddi til þess að Guðni Bergsson hætti sem formaður sambandsins á sunnudaginn og í kjölfarið sagði stjórn sambandsins af sér. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá því í viðtali á RÚV fyrir helgi að leikmaður íslenska landsliðsins, sem í ljós kom að er Kolbeinn, hefði greitt sér miskabætur fyrir að hafa beitt hana ofbeldi haustið 2017. Í yfirlýsingu frá Kolbeini í gær kvaðst hann ekki hafa kannast við að hafa áreitt Þórhildi Gyðu og vinkonu hennar, né beitt ofbeldi, þó að hegðun hans gagnvart þeim hefði ekki verið til fyrirmyndar. Hann féllst þó á að greiða þeim miskabætur. Í sumar var Gylfi Þór Sigurðsson handtekinn, grunaður um kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, en niðurstaða í því máli liggur ekki fyrir. Breska götublaðið The Sun hefur fullyrt að Gylfi neiti sök. Þórhildur Gyða hefur sagt við Vísi að hún viti um að minnsta kosti sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn sem sakaðir hafi verið um ofbeldi, og í gær sagði hún að ofbeldissögur af þeim væru orðnar vel yfir tíu talsins. „Á bara erfitt með að trúa þessu“ „Þetta er fyrst og fremst leiðinlegt og í öðru lagi á ég erfitt með að trúa þessu, einfaldlega vegna þess að ég hef unnið með þessum strákum í það langan tíma og ég hef ekkert nema gott um þá að segja. Þetta kemur mér jafnmikið á óvart og öllum öðrum,“ segir Heimir Hallgrímsson. Heimir stýrði íslenska landsliðinu á árunum 2011-2018, fyrst sem aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck, svo sem meðþjálfari Svíans, og loks sem aðalþjálfari síðustu tvö árin. Heimir stýrði því landsliðinu í lokakeppni EM og HM, og í alls 78 leikjum sem aðal- eða aðstoðarþjálfari. Heimir Hallgrímsson stýrði landsliðinu í alls sjö ár, fyrst sem aðstoðarþjálfari og svo aðalþjálfari.VÍSIR/VILHELM Heimir tekur hins vegar fram að hans kynni af leikmönnum séu bara frá þeim tíu dögum eða svo sem venjuleg landsleikjatörn vari: „Þeir hafa bara verið til sóma þann tíma sem ég umgekkst þá og það voru nú heil sjö ár. Ekki að ég ætli að rengja þá upplifun sem þessar konur hafa. Ég á bara erfitt með að trúa þessu,“ segir Heimir. „Ég vona bara að þetta fari í réttan farveg og að það komi lausn í þessi mál,“ bætir hann við. Ekki „stór ákvörðun“ að Kolbeinn færi heim frá Bandaríkjunum Eins og fram hefur komið fengu Guðni Bergsson, Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri, og fleira starfsfólk KSÍ sent bréf frá föður Þórhildar Gyðu eftir að Kolbeinn var valinn í landsliðshópinn fyrir vináttulandsleiki í Bandaríkjunum í mars 2018. Í bréfinu greindi faðirinn frá því að Kolbeinn hefði verið kærður fyrir að beita Þórhildi ofbeldi og gagnrýndi að hann væri valinn í landsliðið í ljósi efnis kærunnar. Heimir Hallgrímsson á hliðarlínunni í Rostov í síðasta leik sínum sem landsliðsþjálfari Íslands, á HM 2018.VÍSIR/VILHELM Kolbeinn var sendur heim en á þeim tíma var það sagt vera vegna meiðsla, sem Kolbeinn hafði vissulega glímt við. „Við völdum hann bara til að skoða í hvernig standi hann væri, með tilliti til þess að velja hann kannski í hópinn sem færi til Rússlands. Þetta var síðasta verkefnið fyrir HM og hann hafði ekki verið með okkur frá því á EM 2016. Við vildum því sjá hvar hann væri staddur en svo kom þetta bréf og þá var bara ákveðið að senda hann heim. Hann gat hvort sem er ekki tekið þátt í æfingum svo við höfðum fengið okkar svör á þeim tímapunkti,“ sagði Heimir. Málið hafði „örugglega“ áhrif á að Kolbeinn færi ekki á HM Heimir hafi sem þjálfari því ekki þurft að taka neina ákvörðun um hvort Kolbeinn ætti að vera áfram í hópnum: „Við þurftum þess ekki. Það var bara ákveðið að hann færi heim og myndi afgreiða þetta mál. Þetta var ekki stór ákvörðun fyrir okkur þjálfarana því hann gat hvort sem er ekki verið með á æfingum hjá okkur.“ Heimir segir að þegar að valinu hafi komið á fyrsta HM-hópi Íslands, um sumarið 2018, hafi honum verið heimilt að velja Kolbein eins og hvern annan leikmann. „Já, okkur var tjáð að þessi mál væru afgreidd. Hann kom því til greina eins og allir aðrir,“ sagði Heimir. Ákvað hann að sleppa því að velja Kolbein á HM vegna þessa máls? „Það hafði örugglega áhrif, meðvitað eða ómeðvitað, á að við völdum hann ekki. Ég get ekki sagt til um hversu mikil.“ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Sjá meira
Hávær umræða um meint ofbeldisverk íslenskra landsliðsmanna í fótbolta hefur ekki farið framhjá nokkrum manni. Gagnrýni á viðbrögð KSÍ, sér í lagi við upplýsingum um kæru á hendur Kolbeini Sigþórssyni í mars 2018, leiddi til þess að Guðni Bergsson hætti sem formaður sambandsins á sunnudaginn og í kjölfarið sagði stjórn sambandsins af sér. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá því í viðtali á RÚV fyrir helgi að leikmaður íslenska landsliðsins, sem í ljós kom að er Kolbeinn, hefði greitt sér miskabætur fyrir að hafa beitt hana ofbeldi haustið 2017. Í yfirlýsingu frá Kolbeini í gær kvaðst hann ekki hafa kannast við að hafa áreitt Þórhildi Gyðu og vinkonu hennar, né beitt ofbeldi, þó að hegðun hans gagnvart þeim hefði ekki verið til fyrirmyndar. Hann féllst þó á að greiða þeim miskabætur. Í sumar var Gylfi Þór Sigurðsson handtekinn, grunaður um kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, en niðurstaða í því máli liggur ekki fyrir. Breska götublaðið The Sun hefur fullyrt að Gylfi neiti sök. Þórhildur Gyða hefur sagt við Vísi að hún viti um að minnsta kosti sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn sem sakaðir hafi verið um ofbeldi, og í gær sagði hún að ofbeldissögur af þeim væru orðnar vel yfir tíu talsins. „Á bara erfitt með að trúa þessu“ „Þetta er fyrst og fremst leiðinlegt og í öðru lagi á ég erfitt með að trúa þessu, einfaldlega vegna þess að ég hef unnið með þessum strákum í það langan tíma og ég hef ekkert nema gott um þá að segja. Þetta kemur mér jafnmikið á óvart og öllum öðrum,“ segir Heimir Hallgrímsson. Heimir stýrði íslenska landsliðinu á árunum 2011-2018, fyrst sem aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck, svo sem meðþjálfari Svíans, og loks sem aðalþjálfari síðustu tvö árin. Heimir stýrði því landsliðinu í lokakeppni EM og HM, og í alls 78 leikjum sem aðal- eða aðstoðarþjálfari. Heimir Hallgrímsson stýrði landsliðinu í alls sjö ár, fyrst sem aðstoðarþjálfari og svo aðalþjálfari.VÍSIR/VILHELM Heimir tekur hins vegar fram að hans kynni af leikmönnum séu bara frá þeim tíu dögum eða svo sem venjuleg landsleikjatörn vari: „Þeir hafa bara verið til sóma þann tíma sem ég umgekkst þá og það voru nú heil sjö ár. Ekki að ég ætli að rengja þá upplifun sem þessar konur hafa. Ég á bara erfitt með að trúa þessu,“ segir Heimir. „Ég vona bara að þetta fari í réttan farveg og að það komi lausn í þessi mál,“ bætir hann við. Ekki „stór ákvörðun“ að Kolbeinn færi heim frá Bandaríkjunum Eins og fram hefur komið fengu Guðni Bergsson, Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri, og fleira starfsfólk KSÍ sent bréf frá föður Þórhildar Gyðu eftir að Kolbeinn var valinn í landsliðshópinn fyrir vináttulandsleiki í Bandaríkjunum í mars 2018. Í bréfinu greindi faðirinn frá því að Kolbeinn hefði verið kærður fyrir að beita Þórhildi ofbeldi og gagnrýndi að hann væri valinn í landsliðið í ljósi efnis kærunnar. Heimir Hallgrímsson á hliðarlínunni í Rostov í síðasta leik sínum sem landsliðsþjálfari Íslands, á HM 2018.VÍSIR/VILHELM Kolbeinn var sendur heim en á þeim tíma var það sagt vera vegna meiðsla, sem Kolbeinn hafði vissulega glímt við. „Við völdum hann bara til að skoða í hvernig standi hann væri, með tilliti til þess að velja hann kannski í hópinn sem færi til Rússlands. Þetta var síðasta verkefnið fyrir HM og hann hafði ekki verið með okkur frá því á EM 2016. Við vildum því sjá hvar hann væri staddur en svo kom þetta bréf og þá var bara ákveðið að senda hann heim. Hann gat hvort sem er ekki tekið þátt í æfingum svo við höfðum fengið okkar svör á þeim tímapunkti,“ sagði Heimir. Málið hafði „örugglega“ áhrif á að Kolbeinn færi ekki á HM Heimir hafi sem þjálfari því ekki þurft að taka neina ákvörðun um hvort Kolbeinn ætti að vera áfram í hópnum: „Við þurftum þess ekki. Það var bara ákveðið að hann færi heim og myndi afgreiða þetta mál. Þetta var ekki stór ákvörðun fyrir okkur þjálfarana því hann gat hvort sem er ekki verið með á æfingum hjá okkur.“ Heimir segir að þegar að valinu hafi komið á fyrsta HM-hópi Íslands, um sumarið 2018, hafi honum verið heimilt að velja Kolbein eins og hvern annan leikmann. „Já, okkur var tjáð að þessi mál væru afgreidd. Hann kom því til greina eins og allir aðrir,“ sagði Heimir. Ákvað hann að sleppa því að velja Kolbein á HM vegna þessa máls? „Það hafði örugglega áhrif, meðvitað eða ómeðvitað, á að við völdum hann ekki. Ég get ekki sagt til um hversu mikil.“
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn