„Kemur mér jafnmikið á óvart og öllum öðrum“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2021 12:25 Undir stjórn Heimis Hallgrímssonar komst Ísland í fyrsta sinn á HM í fótbolta. Getty/David Ramos „Ég er auðvitað bara eins og allir aðrir ofboðslega leiður og sorgmæddur yfir þessu öllu saman. Öll mín samskipti og kynni af þessum strákum hafa verið af góðu einu,“ segir Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta. Hávær umræða um meint ofbeldisverk íslenskra landsliðsmanna í fótbolta hefur ekki farið framhjá nokkrum manni. Gagnrýni á viðbrögð KSÍ, sér í lagi við upplýsingum um kæru á hendur Kolbeini Sigþórssyni í mars 2018, leiddi til þess að Guðni Bergsson hætti sem formaður sambandsins á sunnudaginn og í kjölfarið sagði stjórn sambandsins af sér. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá því í viðtali á RÚV fyrir helgi að leikmaður íslenska landsliðsins, sem í ljós kom að er Kolbeinn, hefði greitt sér miskabætur fyrir að hafa beitt hana ofbeldi haustið 2017. Í yfirlýsingu frá Kolbeini í gær kvaðst hann ekki hafa kannast við að hafa áreitt Þórhildi Gyðu og vinkonu hennar, né beitt ofbeldi, þó að hegðun hans gagnvart þeim hefði ekki verið til fyrirmyndar. Hann féllst þó á að greiða þeim miskabætur. Í sumar var Gylfi Þór Sigurðsson handtekinn, grunaður um kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, en niðurstaða í því máli liggur ekki fyrir. Breska götublaðið The Sun hefur fullyrt að Gylfi neiti sök. Þórhildur Gyða hefur sagt við Vísi að hún viti um að minnsta kosti sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn sem sakaðir hafi verið um ofbeldi, og í gær sagði hún að ofbeldissögur af þeim væru orðnar vel yfir tíu talsins. „Á bara erfitt með að trúa þessu“ „Þetta er fyrst og fremst leiðinlegt og í öðru lagi á ég erfitt með að trúa þessu, einfaldlega vegna þess að ég hef unnið með þessum strákum í það langan tíma og ég hef ekkert nema gott um þá að segja. Þetta kemur mér jafnmikið á óvart og öllum öðrum,“ segir Heimir Hallgrímsson. Heimir stýrði íslenska landsliðinu á árunum 2011-2018, fyrst sem aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck, svo sem meðþjálfari Svíans, og loks sem aðalþjálfari síðustu tvö árin. Heimir stýrði því landsliðinu í lokakeppni EM og HM, og í alls 78 leikjum sem aðal- eða aðstoðarþjálfari. Heimir Hallgrímsson stýrði landsliðinu í alls sjö ár, fyrst sem aðstoðarþjálfari og svo aðalþjálfari.VÍSIR/VILHELM Heimir tekur hins vegar fram að hans kynni af leikmönnum séu bara frá þeim tíu dögum eða svo sem venjuleg landsleikjatörn vari: „Þeir hafa bara verið til sóma þann tíma sem ég umgekkst þá og það voru nú heil sjö ár. Ekki að ég ætli að rengja þá upplifun sem þessar konur hafa. Ég á bara erfitt með að trúa þessu,“ segir Heimir. „Ég vona bara að þetta fari í réttan farveg og að það komi lausn í þessi mál,“ bætir hann við. Ekki „stór ákvörðun“ að Kolbeinn færi heim frá Bandaríkjunum Eins og fram hefur komið fengu Guðni Bergsson, Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri, og fleira starfsfólk KSÍ sent bréf frá föður Þórhildar Gyðu eftir að Kolbeinn var valinn í landsliðshópinn fyrir vináttulandsleiki í Bandaríkjunum í mars 2018. Í bréfinu greindi faðirinn frá því að Kolbeinn hefði verið kærður fyrir að beita Þórhildi ofbeldi og gagnrýndi að hann væri valinn í landsliðið í ljósi efnis kærunnar. Heimir Hallgrímsson á hliðarlínunni í Rostov í síðasta leik sínum sem landsliðsþjálfari Íslands, á HM 2018.VÍSIR/VILHELM Kolbeinn var sendur heim en á þeim tíma var það sagt vera vegna meiðsla, sem Kolbeinn hafði vissulega glímt við. „Við völdum hann bara til að skoða í hvernig standi hann væri, með tilliti til þess að velja hann kannski í hópinn sem færi til Rússlands. Þetta var síðasta verkefnið fyrir HM og hann hafði ekki verið með okkur frá því á EM 2016. Við vildum því sjá hvar hann væri staddur en svo kom þetta bréf og þá var bara ákveðið að senda hann heim. Hann gat hvort sem er ekki tekið þátt í æfingum svo við höfðum fengið okkar svör á þeim tímapunkti,“ sagði Heimir. Málið hafði „örugglega“ áhrif á að Kolbeinn færi ekki á HM Heimir hafi sem þjálfari því ekki þurft að taka neina ákvörðun um hvort Kolbeinn ætti að vera áfram í hópnum: „Við þurftum þess ekki. Það var bara ákveðið að hann færi heim og myndi afgreiða þetta mál. Þetta var ekki stór ákvörðun fyrir okkur þjálfarana því hann gat hvort sem er ekki verið með á æfingum hjá okkur.“ Heimir segir að þegar að valinu hafi komið á fyrsta HM-hópi Íslands, um sumarið 2018, hafi honum verið heimilt að velja Kolbein eins og hvern annan leikmann. „Já, okkur var tjáð að þessi mál væru afgreidd. Hann kom því til greina eins og allir aðrir,“ sagði Heimir. Ákvað hann að sleppa því að velja Kolbein á HM vegna þessa máls? „Það hafði örugglega áhrif, meðvitað eða ómeðvitað, á að við völdum hann ekki. Ég get ekki sagt til um hversu mikil.“ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fleiri fréttir Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Sjá meira
Hávær umræða um meint ofbeldisverk íslenskra landsliðsmanna í fótbolta hefur ekki farið framhjá nokkrum manni. Gagnrýni á viðbrögð KSÍ, sér í lagi við upplýsingum um kæru á hendur Kolbeini Sigþórssyni í mars 2018, leiddi til þess að Guðni Bergsson hætti sem formaður sambandsins á sunnudaginn og í kjölfarið sagði stjórn sambandsins af sér. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá því í viðtali á RÚV fyrir helgi að leikmaður íslenska landsliðsins, sem í ljós kom að er Kolbeinn, hefði greitt sér miskabætur fyrir að hafa beitt hana ofbeldi haustið 2017. Í yfirlýsingu frá Kolbeini í gær kvaðst hann ekki hafa kannast við að hafa áreitt Þórhildi Gyðu og vinkonu hennar, né beitt ofbeldi, þó að hegðun hans gagnvart þeim hefði ekki verið til fyrirmyndar. Hann féllst þó á að greiða þeim miskabætur. Í sumar var Gylfi Þór Sigurðsson handtekinn, grunaður um kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, en niðurstaða í því máli liggur ekki fyrir. Breska götublaðið The Sun hefur fullyrt að Gylfi neiti sök. Þórhildur Gyða hefur sagt við Vísi að hún viti um að minnsta kosti sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn sem sakaðir hafi verið um ofbeldi, og í gær sagði hún að ofbeldissögur af þeim væru orðnar vel yfir tíu talsins. „Á bara erfitt með að trúa þessu“ „Þetta er fyrst og fremst leiðinlegt og í öðru lagi á ég erfitt með að trúa þessu, einfaldlega vegna þess að ég hef unnið með þessum strákum í það langan tíma og ég hef ekkert nema gott um þá að segja. Þetta kemur mér jafnmikið á óvart og öllum öðrum,“ segir Heimir Hallgrímsson. Heimir stýrði íslenska landsliðinu á árunum 2011-2018, fyrst sem aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck, svo sem meðþjálfari Svíans, og loks sem aðalþjálfari síðustu tvö árin. Heimir stýrði því landsliðinu í lokakeppni EM og HM, og í alls 78 leikjum sem aðal- eða aðstoðarþjálfari. Heimir Hallgrímsson stýrði landsliðinu í alls sjö ár, fyrst sem aðstoðarþjálfari og svo aðalþjálfari.VÍSIR/VILHELM Heimir tekur hins vegar fram að hans kynni af leikmönnum séu bara frá þeim tíu dögum eða svo sem venjuleg landsleikjatörn vari: „Þeir hafa bara verið til sóma þann tíma sem ég umgekkst þá og það voru nú heil sjö ár. Ekki að ég ætli að rengja þá upplifun sem þessar konur hafa. Ég á bara erfitt með að trúa þessu,“ segir Heimir. „Ég vona bara að þetta fari í réttan farveg og að það komi lausn í þessi mál,“ bætir hann við. Ekki „stór ákvörðun“ að Kolbeinn færi heim frá Bandaríkjunum Eins og fram hefur komið fengu Guðni Bergsson, Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri, og fleira starfsfólk KSÍ sent bréf frá föður Þórhildar Gyðu eftir að Kolbeinn var valinn í landsliðshópinn fyrir vináttulandsleiki í Bandaríkjunum í mars 2018. Í bréfinu greindi faðirinn frá því að Kolbeinn hefði verið kærður fyrir að beita Þórhildi ofbeldi og gagnrýndi að hann væri valinn í landsliðið í ljósi efnis kærunnar. Heimir Hallgrímsson á hliðarlínunni í Rostov í síðasta leik sínum sem landsliðsþjálfari Íslands, á HM 2018.VÍSIR/VILHELM Kolbeinn var sendur heim en á þeim tíma var það sagt vera vegna meiðsla, sem Kolbeinn hafði vissulega glímt við. „Við völdum hann bara til að skoða í hvernig standi hann væri, með tilliti til þess að velja hann kannski í hópinn sem færi til Rússlands. Þetta var síðasta verkefnið fyrir HM og hann hafði ekki verið með okkur frá því á EM 2016. Við vildum því sjá hvar hann væri staddur en svo kom þetta bréf og þá var bara ákveðið að senda hann heim. Hann gat hvort sem er ekki tekið þátt í æfingum svo við höfðum fengið okkar svör á þeim tímapunkti,“ sagði Heimir. Málið hafði „örugglega“ áhrif á að Kolbeinn færi ekki á HM Heimir hafi sem þjálfari því ekki þurft að taka neina ákvörðun um hvort Kolbeinn ætti að vera áfram í hópnum: „Við þurftum þess ekki. Það var bara ákveðið að hann færi heim og myndi afgreiða þetta mál. Þetta var ekki stór ákvörðun fyrir okkur þjálfarana því hann gat hvort sem er ekki verið með á æfingum hjá okkur.“ Heimir segir að þegar að valinu hafi komið á fyrsta HM-hópi Íslands, um sumarið 2018, hafi honum verið heimilt að velja Kolbein eins og hvern annan leikmann. „Já, okkur var tjáð að þessi mál væru afgreidd. Hann kom því til greina eins og allir aðrir,“ sagði Heimir. Ákvað hann að sleppa því að velja Kolbein á HM vegna þessa máls? „Það hafði örugglega áhrif, meðvitað eða ómeðvitað, á að við völdum hann ekki. Ég get ekki sagt til um hversu mikil.“
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fleiri fréttir Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Sjá meira