AIK segir KSÍ ekki hafa látið sig vita af brotum Kolbeins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2021 14:27 Kolbeinn Sigþórsson lék með AIK á árunum 2019-20. getty/Michael Campanella Sænska úrvalsdeildarfélagið AIK segist ekki hafa fengið upplýsingar frá KSÍ um ofbeldisbrot Kolbeins Sigþórssonar þegar það samdi við leikmanninn fyrir rúmum tveimur árum. Kolbeinn braut gegn Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur haustið 2017. Hún kærði leikmanninn sem á endanum baðst afsökunar og greiddi Þórhildi miskabætur. Þórhildur Gyða sagði sögu sína í kvöldfréttum RÚV á fimmtudaginn vegna ummæla Guðna Bergssonar, þáverandi formanns KSÍ, um að ekkert kynferðisofbeldismál hefði komið inn á borð KSÍ með formlegum hætti. Í samtali við Aftonbladet segir Henrik Jurelius, íþróttastjóri AIK, að fréttirnar um ofbeldisbrot Kolbeins hafi komið sér í opna skjöldu. RÚV fjallar um málið. „Þetta eru nýjar fréttir fyrir okkur hjá AIK, bæði fyrir mig og forvera minn í starfi, Björn Wesström. Við ræddum við KSÍ og fyrrverandi félög hans en fengum engar upplýsingar um þetta,“ sagði Jurelius. Kolbeinn skrifaði undir samning við AIK í mars 2019. Á tveimur tímabilum hjá félaginu lék hann 44 leiki og skoraði fjögur mörk. Kolbeinn samdi við Gautaborg í lok janúar á þessu ári. Í gær sendi félagið frá sér yfirlýsingu vegna brota Kolbeins. Þar er hegðun hans fordæmd. Gautaborg ræður nú ráðum sínum en svo gæti farið að félagið rifti samningi sínum við Kolbein. „Við erum að ræða þetta mál innanhúss,“ sagði Håkan Mild, framkvæmdastjóri félagsins, í viðtali við sænska miðilinn Fotbollskanalen. Stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbein út úr íslenska landsliðshópnum á sunnudaginn. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig einnig út úr hópnum vegna meiðsla og persónulegra ástæðna. Kolbeinn var einnig tekinn út úr landsliðinu í mars 2018 eftir að faðir Þórhildar Gyðu sendi Guðna og fleira starfsfólki KSÍ tölvupóst þar sem hann lýsti yfir óánægju sinni með að Kolbeinn væri í landsliðshópnum. Íslenska liðið var þá í Bandaríkjunum til að spila vináttulandsleiki í aðdraganda HM í Rússlandi. Kolbeinn var sendur heim en meiðsli voru sögð vera ástæða þess. Sænski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Bein útsending: Arnar Þór situr fyrir svörum Vísir er með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, situr fyrir svörum. 31. ágúst 2021 14:32 Myndasyrpa: Æft í skugga atburða síðustu daga Íslenska karlalandsliðið í fótbolta æfði í annað sinn á Laugardalsvelli í dag fyrir leikina sem framundan eru í undankeppni HM 2022. 31. ágúst 2021 13:47 Íhuga að rifta samningi Kolbeins Gautaborg, lið Kolbeins Sigþórssonar í Svíþjóð, vill ekki tjá sig um framtíð leikmannsins hjá félaginu að svo stöddu. Håkan Mild, framkvæmdastjóri félagsins, segir stjórn þess nú vera ræða sín á milli hvað skuli gera í málinu. 31. ágúst 2021 13:30 Garðar með ákall til fótboltastráka: „Þýðir ekki bara að snyrta toppinn af trénu“ Markaskorarinn Garðar Gunnlaugsson segir að meira þurfi til en nýja stjórn hjá KSÍ til að uppræta eitraða menningu fótboltans. Hann biðlar til fótboltastráka að beita sér í baráttunni fyrir heilbrigðara umhverfi innan fótboltans þar sem kvenfyrirlitning og mismunum gagnvart minnihlutahópum heyri sögunni til. 31. ágúst 2021 10:00 Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Kolbeinn braut gegn Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur haustið 2017. Hún kærði leikmanninn sem á endanum baðst afsökunar og greiddi Þórhildi miskabætur. Þórhildur Gyða sagði sögu sína í kvöldfréttum RÚV á fimmtudaginn vegna ummæla Guðna Bergssonar, þáverandi formanns KSÍ, um að ekkert kynferðisofbeldismál hefði komið inn á borð KSÍ með formlegum hætti. Í samtali við Aftonbladet segir Henrik Jurelius, íþróttastjóri AIK, að fréttirnar um ofbeldisbrot Kolbeins hafi komið sér í opna skjöldu. RÚV fjallar um málið. „Þetta eru nýjar fréttir fyrir okkur hjá AIK, bæði fyrir mig og forvera minn í starfi, Björn Wesström. Við ræddum við KSÍ og fyrrverandi félög hans en fengum engar upplýsingar um þetta,“ sagði Jurelius. Kolbeinn skrifaði undir samning við AIK í mars 2019. Á tveimur tímabilum hjá félaginu lék hann 44 leiki og skoraði fjögur mörk. Kolbeinn samdi við Gautaborg í lok janúar á þessu ári. Í gær sendi félagið frá sér yfirlýsingu vegna brota Kolbeins. Þar er hegðun hans fordæmd. Gautaborg ræður nú ráðum sínum en svo gæti farið að félagið rifti samningi sínum við Kolbein. „Við erum að ræða þetta mál innanhúss,“ sagði Håkan Mild, framkvæmdastjóri félagsins, í viðtali við sænska miðilinn Fotbollskanalen. Stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbein út úr íslenska landsliðshópnum á sunnudaginn. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig einnig út úr hópnum vegna meiðsla og persónulegra ástæðna. Kolbeinn var einnig tekinn út úr landsliðinu í mars 2018 eftir að faðir Þórhildar Gyðu sendi Guðna og fleira starfsfólki KSÍ tölvupóst þar sem hann lýsti yfir óánægju sinni með að Kolbeinn væri í landsliðshópnum. Íslenska liðið var þá í Bandaríkjunum til að spila vináttulandsleiki í aðdraganda HM í Rússlandi. Kolbeinn var sendur heim en meiðsli voru sögð vera ástæða þess.
Sænski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Bein útsending: Arnar Þór situr fyrir svörum Vísir er með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, situr fyrir svörum. 31. ágúst 2021 14:32 Myndasyrpa: Æft í skugga atburða síðustu daga Íslenska karlalandsliðið í fótbolta æfði í annað sinn á Laugardalsvelli í dag fyrir leikina sem framundan eru í undankeppni HM 2022. 31. ágúst 2021 13:47 Íhuga að rifta samningi Kolbeins Gautaborg, lið Kolbeins Sigþórssonar í Svíþjóð, vill ekki tjá sig um framtíð leikmannsins hjá félaginu að svo stöddu. Håkan Mild, framkvæmdastjóri félagsins, segir stjórn þess nú vera ræða sín á milli hvað skuli gera í málinu. 31. ágúst 2021 13:30 Garðar með ákall til fótboltastráka: „Þýðir ekki bara að snyrta toppinn af trénu“ Markaskorarinn Garðar Gunnlaugsson segir að meira þurfi til en nýja stjórn hjá KSÍ til að uppræta eitraða menningu fótboltans. Hann biðlar til fótboltastráka að beita sér í baráttunni fyrir heilbrigðara umhverfi innan fótboltans þar sem kvenfyrirlitning og mismunum gagnvart minnihlutahópum heyri sögunni til. 31. ágúst 2021 10:00 Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Bein útsending: Arnar Þór situr fyrir svörum Vísir er með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, situr fyrir svörum. 31. ágúst 2021 14:32
Myndasyrpa: Æft í skugga atburða síðustu daga Íslenska karlalandsliðið í fótbolta æfði í annað sinn á Laugardalsvelli í dag fyrir leikina sem framundan eru í undankeppni HM 2022. 31. ágúst 2021 13:47
Íhuga að rifta samningi Kolbeins Gautaborg, lið Kolbeins Sigþórssonar í Svíþjóð, vill ekki tjá sig um framtíð leikmannsins hjá félaginu að svo stöddu. Håkan Mild, framkvæmdastjóri félagsins, segir stjórn þess nú vera ræða sín á milli hvað skuli gera í málinu. 31. ágúst 2021 13:30
Garðar með ákall til fótboltastráka: „Þýðir ekki bara að snyrta toppinn af trénu“ Markaskorarinn Garðar Gunnlaugsson segir að meira þurfi til en nýja stjórn hjá KSÍ til að uppræta eitraða menningu fótboltans. Hann biðlar til fótboltastráka að beita sér í baráttunni fyrir heilbrigðara umhverfi innan fótboltans þar sem kvenfyrirlitning og mismunum gagnvart minnihlutahópum heyri sögunni til. 31. ágúst 2021 10:00
Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32