Sex dæmdir til dauða fyrir að myrða hinsegin aðgerðasinna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2021 13:47 Frá útför Mannans árið 2016. Getty/Rehman Asad Sex meðlimir íslamsks vígahóps voru dæmdir til dauða í Bangladess í morgun fyrir að hafa myrt tvo hinsegin aðgerðasinna fyrir fimm árum síðan. Xulhaz Mannan, 35 ára gamall ritstjóri fyrsta hinsegintímarits Bangladess, og Mahbub Rabbi Tonoy, 25 ára leikari, voru myrtir í íbúð Mannans í höfuðborg landsins, Dhaka, í apríl 2016. Íslamski vígahópurinn Ansar Al Islam, sem er undirhópur al Qaeda á svæðinu, lýsti yfir ábyrgð á morðunum stuttu síðar, en vígamenn á vegum hópsins höfðu myrt mennina með því að saxa þá í spað. Fréttastofa Reuters greinir frá. Árásin var ein margra árása sem vígahópurinn stóð að baki. Hópurinn beindi spjótum sínum að fólki sem var ekki trúað og öðrum minnihlutahópum í landinu. Árásirnar vöktu mikla athygli og reiði og leiddu til þess að fjöldi flúði landið. Átta voru ákærðir fyrir morðin en sex sakfelldir og dæmdir til dauða. Mennirnir voru jafnframt dæmdir fyrir hryðjuverk, en Ansar Al Islam er talinn standa að baki morðum á tugum aðgerðasinna. Lögmaður mannanna hefur þegar tilkynnt að dómunum verði áfrýjað. Mennirnir tveir sem voru sýknaðir eru báðir á flótta, auk annarra tveggja manna sem voru dæmdir fyrir morðin. Einn þeirra er Syed Ziaul Haq, fyrrverandi liðshöfðingi í her Bangladess sem talinn er vera leiðtogi Ansar Al Islam og skipuleggjandi morðanna. Meirihluti íbúa í Bangladess aðhyllist íslam en samkynja hjónabönd eru enn ólögleg í landinu. Tímarit Mannans, Roopbaan, hafði á tíma morðanna ekkert leyfi til að vera gefið út en hinsegin fólk er enn mjög jaðarsett í Bangladess. Bangladess Hinsegin Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Xulhaz Mannan, 35 ára gamall ritstjóri fyrsta hinsegintímarits Bangladess, og Mahbub Rabbi Tonoy, 25 ára leikari, voru myrtir í íbúð Mannans í höfuðborg landsins, Dhaka, í apríl 2016. Íslamski vígahópurinn Ansar Al Islam, sem er undirhópur al Qaeda á svæðinu, lýsti yfir ábyrgð á morðunum stuttu síðar, en vígamenn á vegum hópsins höfðu myrt mennina með því að saxa þá í spað. Fréttastofa Reuters greinir frá. Árásin var ein margra árása sem vígahópurinn stóð að baki. Hópurinn beindi spjótum sínum að fólki sem var ekki trúað og öðrum minnihlutahópum í landinu. Árásirnar vöktu mikla athygli og reiði og leiddu til þess að fjöldi flúði landið. Átta voru ákærðir fyrir morðin en sex sakfelldir og dæmdir til dauða. Mennirnir voru jafnframt dæmdir fyrir hryðjuverk, en Ansar Al Islam er talinn standa að baki morðum á tugum aðgerðasinna. Lögmaður mannanna hefur þegar tilkynnt að dómunum verði áfrýjað. Mennirnir tveir sem voru sýknaðir eru báðir á flótta, auk annarra tveggja manna sem voru dæmdir fyrir morðin. Einn þeirra er Syed Ziaul Haq, fyrrverandi liðshöfðingi í her Bangladess sem talinn er vera leiðtogi Ansar Al Islam og skipuleggjandi morðanna. Meirihluti íbúa í Bangladess aðhyllist íslam en samkynja hjónabönd eru enn ólögleg í landinu. Tímarit Mannans, Roopbaan, hafði á tíma morðanna ekkert leyfi til að vera gefið út en hinsegin fólk er enn mjög jaðarsett í Bangladess.
Bangladess Hinsegin Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira