Sex dæmdir til dauða fyrir að myrða hinsegin aðgerðasinna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2021 13:47 Frá útför Mannans árið 2016. Getty/Rehman Asad Sex meðlimir íslamsks vígahóps voru dæmdir til dauða í Bangladess í morgun fyrir að hafa myrt tvo hinsegin aðgerðasinna fyrir fimm árum síðan. Xulhaz Mannan, 35 ára gamall ritstjóri fyrsta hinsegintímarits Bangladess, og Mahbub Rabbi Tonoy, 25 ára leikari, voru myrtir í íbúð Mannans í höfuðborg landsins, Dhaka, í apríl 2016. Íslamski vígahópurinn Ansar Al Islam, sem er undirhópur al Qaeda á svæðinu, lýsti yfir ábyrgð á morðunum stuttu síðar, en vígamenn á vegum hópsins höfðu myrt mennina með því að saxa þá í spað. Fréttastofa Reuters greinir frá. Árásin var ein margra árása sem vígahópurinn stóð að baki. Hópurinn beindi spjótum sínum að fólki sem var ekki trúað og öðrum minnihlutahópum í landinu. Árásirnar vöktu mikla athygli og reiði og leiddu til þess að fjöldi flúði landið. Átta voru ákærðir fyrir morðin en sex sakfelldir og dæmdir til dauða. Mennirnir voru jafnframt dæmdir fyrir hryðjuverk, en Ansar Al Islam er talinn standa að baki morðum á tugum aðgerðasinna. Lögmaður mannanna hefur þegar tilkynnt að dómunum verði áfrýjað. Mennirnir tveir sem voru sýknaðir eru báðir á flótta, auk annarra tveggja manna sem voru dæmdir fyrir morðin. Einn þeirra er Syed Ziaul Haq, fyrrverandi liðshöfðingi í her Bangladess sem talinn er vera leiðtogi Ansar Al Islam og skipuleggjandi morðanna. Meirihluti íbúa í Bangladess aðhyllist íslam en samkynja hjónabönd eru enn ólögleg í landinu. Tímarit Mannans, Roopbaan, hafði á tíma morðanna ekkert leyfi til að vera gefið út en hinsegin fólk er enn mjög jaðarsett í Bangladess. Bangladess Hinsegin Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Xulhaz Mannan, 35 ára gamall ritstjóri fyrsta hinsegintímarits Bangladess, og Mahbub Rabbi Tonoy, 25 ára leikari, voru myrtir í íbúð Mannans í höfuðborg landsins, Dhaka, í apríl 2016. Íslamski vígahópurinn Ansar Al Islam, sem er undirhópur al Qaeda á svæðinu, lýsti yfir ábyrgð á morðunum stuttu síðar, en vígamenn á vegum hópsins höfðu myrt mennina með því að saxa þá í spað. Fréttastofa Reuters greinir frá. Árásin var ein margra árása sem vígahópurinn stóð að baki. Hópurinn beindi spjótum sínum að fólki sem var ekki trúað og öðrum minnihlutahópum í landinu. Árásirnar vöktu mikla athygli og reiði og leiddu til þess að fjöldi flúði landið. Átta voru ákærðir fyrir morðin en sex sakfelldir og dæmdir til dauða. Mennirnir voru jafnframt dæmdir fyrir hryðjuverk, en Ansar Al Islam er talinn standa að baki morðum á tugum aðgerðasinna. Lögmaður mannanna hefur þegar tilkynnt að dómunum verði áfrýjað. Mennirnir tveir sem voru sýknaðir eru báðir á flótta, auk annarra tveggja manna sem voru dæmdir fyrir morðin. Einn þeirra er Syed Ziaul Haq, fyrrverandi liðshöfðingi í her Bangladess sem talinn er vera leiðtogi Ansar Al Islam og skipuleggjandi morðanna. Meirihluti íbúa í Bangladess aðhyllist íslam en samkynja hjónabönd eru enn ólögleg í landinu. Tímarit Mannans, Roopbaan, hafði á tíma morðanna ekkert leyfi til að vera gefið út en hinsegin fólk er enn mjög jaðarsett í Bangladess.
Bangladess Hinsegin Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira