Börnum bannað að spila meira en þrjá tíma í viku í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2021 13:25 Ungur drengur spilar leik í síma. Getty Börn í Kína mega einungis spila netleiki í þrjá tíma á viku. Leikjafyrirtækjum hefur verið gert að ganga úr skugga um að börn geti ekki spilað slíka leiki nema frá klukkan átta til níu að kvöldi á föstudags, laugardags og sunnudagskvöldum. Börn mega einnig spila í klukkutíma á frídögum, samkvæmt nýjum reglum sem settar voru á í dag. Áður voru reglur í Kína á þá leið á börn máttu spila í þrjá tíma á dag um helgar og einn og hálfan tíma á virkum dögum. Þetta kemur fram í fréttum Guardian og Bloomberg sem vitna í ríkismiðla í Kína. Bloomberg segir virði hlutabréfa Tencent og Netease hafa lækkað verulega í dag. Reglurnar fela einnig í sér að allir netleikir verði að vera tengdir sérstöku kerfi ríkisins sem sporni gegn leikjafíkn og ekki verði hægt að spila þá án þess að skrá raunverulegt nafn og aldur. Þá verður opinbert eftirlit með leikjafyrirtækjum og því hvort verið sé að fylgja reglunum aukið verulega. Kommúnistaflokkur Kína hefur að undanförnu beitt sér af hörku við að koma böndum á stærstu tæknifyrirtæki landsins eins og Tencent og NetEase, sem eru umfangsmikil á sviði netleikja. Ráðamenn hafa sömuleiðis beint sjónum sínum að tölvuleikjaspilun barna og hafa lýst tölvuleikjum sem stafrænum fíkniefnum. Nýju reglurnar eru sagðar til marks um vilja ráðamanna í Kína til að koma í veg fyrir leikjafíkn meðal ungmenna og beina þeim að öðrum áhugamálum. Kína Leikjavísir Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Börn mega einnig spila í klukkutíma á frídögum, samkvæmt nýjum reglum sem settar voru á í dag. Áður voru reglur í Kína á þá leið á börn máttu spila í þrjá tíma á dag um helgar og einn og hálfan tíma á virkum dögum. Þetta kemur fram í fréttum Guardian og Bloomberg sem vitna í ríkismiðla í Kína. Bloomberg segir virði hlutabréfa Tencent og Netease hafa lækkað verulega í dag. Reglurnar fela einnig í sér að allir netleikir verði að vera tengdir sérstöku kerfi ríkisins sem sporni gegn leikjafíkn og ekki verði hægt að spila þá án þess að skrá raunverulegt nafn og aldur. Þá verður opinbert eftirlit með leikjafyrirtækjum og því hvort verið sé að fylgja reglunum aukið verulega. Kommúnistaflokkur Kína hefur að undanförnu beitt sér af hörku við að koma böndum á stærstu tæknifyrirtæki landsins eins og Tencent og NetEase, sem eru umfangsmikil á sviði netleikja. Ráðamenn hafa sömuleiðis beint sjónum sínum að tölvuleikjaspilun barna og hafa lýst tölvuleikjum sem stafrænum fíkniefnum. Nýju reglurnar eru sagðar til marks um vilja ráðamanna í Kína til að koma í veg fyrir leikjafíkn meðal ungmenna og beina þeim að öðrum áhugamálum.
Kína Leikjavísir Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf