Hamfarahlýnun ógnar milljarði barna Heimsljós 30. ágúst 2021 12:20 Ljósmynd © UNICEF/UN0436094/Prinsloo Loftmengun, hitabylgjur, vatnsskortur, gróðureldar, flóð og ofsaveður setja börn um allan heim í mikla hættu. Um það bil einn milljarður barna - næstum helmingur allra barna í heiminum - er mjög berskjaldaður vegna hamfarahlýnunar sem ógnar heilsu þeirra, menntun og öryggi. Loftslagsbreytingar grafa undan réttindum barna á hverjum einasta degi. Að mati UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, verður nánast hvert einasta barn nú fyrir að minnsta kosti einu áfalli af völdum hamfarahlýnunar. Loftmengun, hitabylgjur, vatnsskortur, gróðureldar, flóð og ofsaveður setja börn um allan heim í mikla hættu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF, ‘The Climate Crisis Is a Child Rights Crisis: Introducing the Children’s Climate Risk Index’. Þar kynnir UNICEF í fyrsta sinn sérstakan barnamiðaðan loftslagsáhættustuðull (Child-focused climate risk index) sem er heildræn greining á þeim áhættum sem steðja að börnum vegna hamfarahlýnunar, unnin út frá sjónarhóli barnsins. „Í fyrsta sinn höfum við heildarmynd af því hvar og hvernig börn eru viðkvæm fyrir hamfarahlýnun og sú mynd er skelfileg,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF og kallar eftir því að ríkisstjórnir og fyrirtæki heimsins grípi til róttækra aðgerða og minnki tafarlaust losun gróðurhúsalofttegunda. Aðgerðarleysi sé ekki í boði. Í skýrslunni er löndum heimsins raðað eftir því hvar mesta hættan er á því að börn verði fyrir loftslags- og umhverfisáföllum og áhættan borin saman við aðgengi þeirra er að nauðsynlegri þjónustu. Í efstu sætum listans eru 33 lönd sem flokkast undir „mjög mikla hættu“ og þar býr um einn milljarður barna. Þetta eru til að mynda börn í Miðafríkulýðveldinu, Tsjad, Afganistan, Bangladess, Jemen, Haítí og Nígeríu. Þessi börn standa frammi fyrir banvænni blöndu af margvíslegum áföllum og miklu varnarleysi vegna skorts á hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu, heilsugæslu og menntun. „Niðurstöður skýrslunnar endurspegla fjölda þeirra barna sem eru í hættu í dag en sú tala mun að öllum líkindum hækka eftir því sem áhrif hamfarahlýnunar verða meiri. Ísland er í neðsta sæti listans þar sem áhættan er talin lítil og almennt gott aðgengi að nauðsynlegri þjónustu,“ segir í frétt frá UNICEF. Skýrsluna í heild má lesa hér og hægt er að skoða tölfræðina hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Loftslagsmál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Um það bil einn milljarður barna - næstum helmingur allra barna í heiminum - er mjög berskjaldaður vegna hamfarahlýnunar sem ógnar heilsu þeirra, menntun og öryggi. Loftslagsbreytingar grafa undan réttindum barna á hverjum einasta degi. Að mati UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, verður nánast hvert einasta barn nú fyrir að minnsta kosti einu áfalli af völdum hamfarahlýnunar. Loftmengun, hitabylgjur, vatnsskortur, gróðureldar, flóð og ofsaveður setja börn um allan heim í mikla hættu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF, ‘The Climate Crisis Is a Child Rights Crisis: Introducing the Children’s Climate Risk Index’. Þar kynnir UNICEF í fyrsta sinn sérstakan barnamiðaðan loftslagsáhættustuðull (Child-focused climate risk index) sem er heildræn greining á þeim áhættum sem steðja að börnum vegna hamfarahlýnunar, unnin út frá sjónarhóli barnsins. „Í fyrsta sinn höfum við heildarmynd af því hvar og hvernig börn eru viðkvæm fyrir hamfarahlýnun og sú mynd er skelfileg,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF og kallar eftir því að ríkisstjórnir og fyrirtæki heimsins grípi til róttækra aðgerða og minnki tafarlaust losun gróðurhúsalofttegunda. Aðgerðarleysi sé ekki í boði. Í skýrslunni er löndum heimsins raðað eftir því hvar mesta hættan er á því að börn verði fyrir loftslags- og umhverfisáföllum og áhættan borin saman við aðgengi þeirra er að nauðsynlegri þjónustu. Í efstu sætum listans eru 33 lönd sem flokkast undir „mjög mikla hættu“ og þar býr um einn milljarður barna. Þetta eru til að mynda börn í Miðafríkulýðveldinu, Tsjad, Afganistan, Bangladess, Jemen, Haítí og Nígeríu. Þessi börn standa frammi fyrir banvænni blöndu af margvíslegum áföllum og miklu varnarleysi vegna skorts á hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu, heilsugæslu og menntun. „Niðurstöður skýrslunnar endurspegla fjölda þeirra barna sem eru í hættu í dag en sú tala mun að öllum líkindum hækka eftir því sem áhrif hamfarahlýnunar verða meiri. Ísland er í neðsta sæti listans þar sem áhættan er talin lítil og almennt gott aðgengi að nauðsynlegri þjónustu,“ segir í frétt frá UNICEF. Skýrsluna í heild má lesa hér og hægt er að skoða tölfræðina hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Loftslagsmál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent