Hermann og Martin gagnrýna aumingjana sem fela sig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2021 10:00 Martin í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Bára Dröfn Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, tekur undir orð föður síns, Hermanns Haukssonar, að hetjur í málefnum líðandi stundar séu bæði þolendur og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem hefur farið mikinn í umræðu um kynferðisofbeldi undanfarna daga. Einnig gagnrýna þeir feðgar þá aumingja sem fela sig og láta aðra um að þrífa upp skítinn eftir sig. Aðeins eru nokkrir dagar síðan Martin Hermannsson, sem leikur með Valencia á Spáni, setti spurningamerki við starfshætti Knattspyrnusambands Íslands í sambandi við þá umræðu sem hefur átt sér stað í kringum ofbeldi sem leikmenn liðsins hafa reynst sekir um í gegnum tíðina. Martin vildi ekki tjá sig frekar um málið þá er Vísir hafði samband við hann en hefur tekið undir orð föður síns á Twitter í dag. „Hetjurnar mínar eru þolendurnir og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem hafa stigið upp síðustu daga. Á meðan fela aumingjarnir sig og láta aðra svara fyrir sinn skít. Þið vitið hverjir þið eruð,“ sagði Hermann á Twitter-síðu sinni. Hetjurnar mínar eru þolendurnir og @HannaBVilhj sem hafa stigið upp síðustu daga , á meðan fela aumingjarnir sig og láta aðra svara fyrir sinn skít. Þið vitið hverjir ÞIÐ eruð — Hermann Hauksson (@HemmiHauks) August 29, 2021 Martin tók undir þessi orð með því að birta færsluna á sínu Twitter með textanum „Ég get ekki orðað þetta betur!“ Er það sama yfirskrift og hann notaði um helgina þegar hann endurbirti færslu Tönju Tómasdóttur, lögræðings og umboðsmanns. Sú var svo hljóðandi: „Hvenær er ábending eða tilkynning með formlegum hætti? Þarf að skrifa bréf, undirrita það með tveimur vottum, stimpla og senda það með pósti? Er ekki nóg að starfsmenn og aðrir sem meðal annars hafa tengsl við þolanda hafi upplýst stjórnendur meðal annars um kynferðisbrot? Nei ég bara spyr.“ Síðan sú færsla birtist hefur Guðni Bergsson sagt af sér sem formaður KSÍ en Klara Bjartmarz situr enn sem framkvæmdastjóri. Ræddi Borghildur Sigurðardóttir, annar af varaformönnum KSÍ, það í Bítinu á Bylgjunni í dag. „Ég ætla ekki að tjá mig um það. Við erum ekki komin lengra í þessu ferli en að taka þau skref sem við ákváðum að taka. Okkur fannst þau mikilvægast til að byrja með,“ sagði Borghildur í viðtalinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Engin formleg tillaga um aukaþing borin upp á fundi stjórnar Stjórn KSÍ ætlar að sitja fram að næsta ársþingi sem fram fer í febrúar. Þó var rætt á fundi stjórnarinnar um helgina að boða til aukaþings þar sem kosin yrði ný stjórn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 08:59 Var ekki möguleiki að allir myndu stíga frá borði og skilja allt eftir óstarfhæft Borghildur Sigurðardóttir, annar af varaformönnum KSÍ, ræddi við Bítið á Bylgjunni í morgun um þá stöðu sem nú er uppi hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Hún segir stjórn sambandsins ekki hafa gengið frá borði í heild sinni þar sem þá yrði sambandið óstarfhæft. 30. ágúst 2021 08:31 Stjórn KSÍ lofar bót og betrun en situr áfram Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað að stíga til hliðar. 29. ágúst 2021 18:06 Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sjá meira
Einnig gagnrýna þeir feðgar þá aumingja sem fela sig og láta aðra um að þrífa upp skítinn eftir sig. Aðeins eru nokkrir dagar síðan Martin Hermannsson, sem leikur með Valencia á Spáni, setti spurningamerki við starfshætti Knattspyrnusambands Íslands í sambandi við þá umræðu sem hefur átt sér stað í kringum ofbeldi sem leikmenn liðsins hafa reynst sekir um í gegnum tíðina. Martin vildi ekki tjá sig frekar um málið þá er Vísir hafði samband við hann en hefur tekið undir orð föður síns á Twitter í dag. „Hetjurnar mínar eru þolendurnir og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem hafa stigið upp síðustu daga. Á meðan fela aumingjarnir sig og láta aðra svara fyrir sinn skít. Þið vitið hverjir þið eruð,“ sagði Hermann á Twitter-síðu sinni. Hetjurnar mínar eru þolendurnir og @HannaBVilhj sem hafa stigið upp síðustu daga , á meðan fela aumingjarnir sig og láta aðra svara fyrir sinn skít. Þið vitið hverjir ÞIÐ eruð — Hermann Hauksson (@HemmiHauks) August 29, 2021 Martin tók undir þessi orð með því að birta færsluna á sínu Twitter með textanum „Ég get ekki orðað þetta betur!“ Er það sama yfirskrift og hann notaði um helgina þegar hann endurbirti færslu Tönju Tómasdóttur, lögræðings og umboðsmanns. Sú var svo hljóðandi: „Hvenær er ábending eða tilkynning með formlegum hætti? Þarf að skrifa bréf, undirrita það með tveimur vottum, stimpla og senda það með pósti? Er ekki nóg að starfsmenn og aðrir sem meðal annars hafa tengsl við þolanda hafi upplýst stjórnendur meðal annars um kynferðisbrot? Nei ég bara spyr.“ Síðan sú færsla birtist hefur Guðni Bergsson sagt af sér sem formaður KSÍ en Klara Bjartmarz situr enn sem framkvæmdastjóri. Ræddi Borghildur Sigurðardóttir, annar af varaformönnum KSÍ, það í Bítinu á Bylgjunni í dag. „Ég ætla ekki að tjá mig um það. Við erum ekki komin lengra í þessu ferli en að taka þau skref sem við ákváðum að taka. Okkur fannst þau mikilvægast til að byrja með,“ sagði Borghildur í viðtalinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Engin formleg tillaga um aukaþing borin upp á fundi stjórnar Stjórn KSÍ ætlar að sitja fram að næsta ársþingi sem fram fer í febrúar. Þó var rætt á fundi stjórnarinnar um helgina að boða til aukaþings þar sem kosin yrði ný stjórn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 08:59 Var ekki möguleiki að allir myndu stíga frá borði og skilja allt eftir óstarfhæft Borghildur Sigurðardóttir, annar af varaformönnum KSÍ, ræddi við Bítið á Bylgjunni í morgun um þá stöðu sem nú er uppi hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Hún segir stjórn sambandsins ekki hafa gengið frá borði í heild sinni þar sem þá yrði sambandið óstarfhæft. 30. ágúst 2021 08:31 Stjórn KSÍ lofar bót og betrun en situr áfram Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað að stíga til hliðar. 29. ágúst 2021 18:06 Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sjá meira
Engin formleg tillaga um aukaþing borin upp á fundi stjórnar Stjórn KSÍ ætlar að sitja fram að næsta ársþingi sem fram fer í febrúar. Þó var rætt á fundi stjórnarinnar um helgina að boða til aukaþings þar sem kosin yrði ný stjórn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 30. ágúst 2021 08:59
Var ekki möguleiki að allir myndu stíga frá borði og skilja allt eftir óstarfhæft Borghildur Sigurðardóttir, annar af varaformönnum KSÍ, ræddi við Bítið á Bylgjunni í morgun um þá stöðu sem nú er uppi hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Hún segir stjórn sambandsins ekki hafa gengið frá borði í heild sinni þar sem þá yrði sambandið óstarfhæft. 30. ágúst 2021 08:31
Stjórn KSÍ lofar bót og betrun en situr áfram Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað að stíga til hliðar. 29. ágúst 2021 18:06
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti