Haraldur komst alla leið í bráðabana um efsta sætið en endaði jafn í öðru sæti eftir bráðabanann sem lak með því að Spánverjinn Alfredo Garcia-Heredia bar sigur úr býtum.
Leikið var á The Dutch golfvellinumí Spijk í Hollandi.
Haraldur lék á samtals ellefu höggum undir pari en þetta er hans besti árangur sem atvinnumaður á Áskorendamótaröðinni.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson tók einnig þátt í mótinu og lauk keppni í áttunda sæti á samtals átta höggum undir pari.
Haraldur Magnus is on fire today #ChallengeTrophy pic.twitter.com/s0gGd4wL6J
— Challenge Tour (@Challenge_Tour) August 29, 2021