Áður átti þýska goðsögnin Gerd Müller metið, en hann skoraði í 15 leikjum í röð fyrir Bayern München árið 1970. Müller lék á sínum tíma 594 leiki fyrir þýska stórveldið og skoraði í þeim hvorki meira né minna en 547 mörk. Hann lést þann 15. ágúst síðastliðinn, 75 ára að aldri.
Þetta var líka þrettándi leikurinn í röð í þýsku deildinni sem Lewandowski skorar í, en það er persónulegt met pólska framherjans.
Á seinasta tímabili skoraði þessi 33 ára markamaskína 41 mark og bætti þá met Müller yfir flest mörk skoruð í þýsku deildinni á einu og sama tímabilinu. Hann hefur nú skorað fimm mörk í fyrstu þrem leikjum tímabilsins og spurning hvort að hann nái að bæta það met enn frekar.