Hélt áfram að spila þrátt fyrir ítrekaðar handtökur vegna kynferðisbrota Valur Páll Eiríksson skrifar 28. ágúst 2021 10:07 Mendy var handtekinn í vikunni vegna brots á skilorði og var neitað um tryggingagjald vegna ítrekaðra brota. Matt McNulty - Manchester City/Manchester City FC via Getty Images Frakkinn Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City á Englandi, er í varðhaldi og var neitað um lausn gegn tryggingagjaldi vegna brota á skilorði. Hann á fjórar nauðgunarkærur yfir höfði sér auk einnar kæru um kynferðislegt ofbeldi. Mendy kom fyrir rétt í gær en brotin sem hann er sakaður um eru gegn þremur konum, þar á meðal einni sem er undir 18 ára aldri. Ein nauðgunanna sem hann er sakaður um er sögð hafa átt sér stað í teiti á heimili hans í þessari viku. Búist var við að Mendy yrði í leikmannahópi Manchester City fyrir leik liðsins gegn Arsenal í dag en samkvæmt niðurstöðu dómara í Cheshire í gær verður hann í varðhaldi til 10. september þegar málið verður tekið fyrir. Það kann þó að vera að lögfræðingar hans áfrýji neitun dómstólsins um lausn gegn tryggingagjaldi. Ástæða þess að Mendy var neitað um lausnargjald er sú að honum hafði verið bannað að halda teiti á heimili sínu samkvæmt skilmálum fyrra skilorðs. Debbie Byrne, saksóknari í málinu, benti á fyrir rétti að Mendy hefði verið handtekinn vegna ásökunar um nauðgun í nóvember á síðasta ári og var handtekinn á ný í janúar vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi. Honum var þá sleppt gegn tryggingagjaldi en skilyrði skilorðs hans sögðu til um að hann skildi ekki halda teiti á heimili sínu, samkvæmt Byrne. Hún sagði að lögregla hefði verið kölluð til heimilis hans í vikunni þar sem 21 gestur í gleðskap. Hann var þá handtekinn vegna ásökunar um nauðgun í því teiti, auk brots á skilorðinu með því að halda teitið. Jack McGarva, dómari í málinu, treysti Mendy ekki til þess að vera sleppt gegn tryggingargjaldi en lögmaður Mendys, Christopher Stables, sagði hann reiðubúinn að greiða 50 þúsund pund á staðnum til að vera sleppt gegn tryggingu. McGarva var ekki sannfærður vegna fyrra brots Mendys á skilorði og neitaði honum um tryggingagjald. Hann situr því í fangelsi en vera má að ákvörðuninni verði áfrýjað. Samkvæmt frétt Guardian mun málið líklega vera fyrir dómstólum í marga mánuði og ef ákvörðuninni verður ekki breytt eftir áfrýjun mun Mendy dúsa í fangelsi á meðan því stendur. Þrátt fyrir fyrri ásakanir í nóvember og í janúar hefur Mendy verið áfram í leikmannahópi Manchester City og líkt og greint er frá að ofan, væri hann líkast til í leikmannahópi liðsins gegn Arsenal í dag ef hann sæti ekki í fangelsi. Hann lék í leik liðsins gegn Leicester City um Samfélagsskjöldinn fyrir þremur vikum og var í byrjunarliði gegn Tottenham í fyrsta leik tímabilsins. Hann sat þá allan tímann á varamannabekk liðsins í 5-0 sigri á Norwich City síðustu helgi. Enski boltinn Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Mendy kom fyrir rétt í gær en brotin sem hann er sakaður um eru gegn þremur konum, þar á meðal einni sem er undir 18 ára aldri. Ein nauðgunanna sem hann er sakaður um er sögð hafa átt sér stað í teiti á heimili hans í þessari viku. Búist var við að Mendy yrði í leikmannahópi Manchester City fyrir leik liðsins gegn Arsenal í dag en samkvæmt niðurstöðu dómara í Cheshire í gær verður hann í varðhaldi til 10. september þegar málið verður tekið fyrir. Það kann þó að vera að lögfræðingar hans áfrýji neitun dómstólsins um lausn gegn tryggingagjaldi. Ástæða þess að Mendy var neitað um lausnargjald er sú að honum hafði verið bannað að halda teiti á heimili sínu samkvæmt skilmálum fyrra skilorðs. Debbie Byrne, saksóknari í málinu, benti á fyrir rétti að Mendy hefði verið handtekinn vegna ásökunar um nauðgun í nóvember á síðasta ári og var handtekinn á ný í janúar vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi. Honum var þá sleppt gegn tryggingagjaldi en skilyrði skilorðs hans sögðu til um að hann skildi ekki halda teiti á heimili sínu, samkvæmt Byrne. Hún sagði að lögregla hefði verið kölluð til heimilis hans í vikunni þar sem 21 gestur í gleðskap. Hann var þá handtekinn vegna ásökunar um nauðgun í því teiti, auk brots á skilorðinu með því að halda teitið. Jack McGarva, dómari í málinu, treysti Mendy ekki til þess að vera sleppt gegn tryggingargjaldi en lögmaður Mendys, Christopher Stables, sagði hann reiðubúinn að greiða 50 þúsund pund á staðnum til að vera sleppt gegn tryggingu. McGarva var ekki sannfærður vegna fyrra brots Mendys á skilorði og neitaði honum um tryggingagjald. Hann situr því í fangelsi en vera má að ákvörðuninni verði áfrýjað. Samkvæmt frétt Guardian mun málið líklega vera fyrir dómstólum í marga mánuði og ef ákvörðuninni verður ekki breytt eftir áfrýjun mun Mendy dúsa í fangelsi á meðan því stendur. Þrátt fyrir fyrri ásakanir í nóvember og í janúar hefur Mendy verið áfram í leikmannahópi Manchester City og líkt og greint er frá að ofan, væri hann líkast til í leikmannahópi liðsins gegn Arsenal í dag ef hann sæti ekki í fangelsi. Hann lék í leik liðsins gegn Leicester City um Samfélagsskjöldinn fyrir þremur vikum og var í byrjunarliði gegn Tottenham í fyrsta leik tímabilsins. Hann sat þá allan tímann á varamannabekk liðsins í 5-0 sigri á Norwich City síðustu helgi.
Enski boltinn Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira