Svöruðu hryðjuverkunum í Kabúl með drónaárás á Ríki íslams Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2021 07:55 Bandarískir hermenn gæta flugvallarins í Kabúl. Aukin hætta er talin á hryðjuverkum þar síðustu daga brottflutnings alþjóðlegs herliðs. AP/bandaríska varnarmálaráðuneytið Bandaríkjaher gerði drónaárás á hryðjuverkasamtökin Ríki íslams í Afganistan í nótt til þess að hefna fyrir hryðjuverkaárásina sem var gerð við flugvöllinn í Kabúl á fimmtudag. Vestrænt herlið býr sig undir möguleikanna á frekari hryðjuverkum. Einn skipuleggjandi Ríkis íslams er sagður hafa fallið í drónaárásinni að því er sagði í yfirlýsingu frá Bandaríkjaher. Honum sé ekki kunnugt um að óbreyttir borgarar hafi fallið, hefur Reuters-fréttastofan upp úr yfirlýsingunni. Árásin var gerð í Nangarhar-héraði austur af Kabúl sem á landamæri að nágrannaríkinu Pakistan. Herinn hefur ekki greint frá því hvort að skotmörk árásarinnar tengist hryðjuverkaárásinni við Kabúlflugvöll. Joe Biden Bandaríkjaforseti hafði heitið því að hafa hendur í hári liðsmanna samtakanna eftir hryðjuverkin. AP-fréttastofan segir að Biden hafi heimilað árásina og að Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, hafi gefið skipun um hana. Svæðissamtök Ríkis íslams í Afganistan, svonefnd ISIS-K, lýstu yfir ábyrgð á sjálfsmorðssprengjuárásinni á fimmtudag. Talið er að allt að 170 manns hafi látið lífið þegar liðsmaður hryðjuverkasamtakanna sprengdi sjálfan sig í loft upp í miðri mannþröng Afgana sem biðu þess að reyna komast inn á flugvöllinn til að flýja yfirvofandi stjórn talibana. Langflestir þeirra látnu voru Afganar en þrettán bandarískir hermenn féllu einnig í árásinni. Hættulegstu dagarnir til þessa Bandarískir embættismenn telja líklegt að frekari hryðjuverkaárásir verði gerðar í Kabúl á lokadögum brottflutnings bandarísks og alþjóðlegs herliðs, að sögn New York Times. Bandaríkjastjórn ætlar að ljúka endanlegu brotthvarfi sínu frá Afganistan á þriðjudag, 31. ágúst. „Við erum sannarlega undir það búin og reiknum með frekari tilræðum,“ segi John Kirby, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins um hættuna á frekari árásum. Fram að þessu hefur Bandaríkjastjórn flutt um 111.000 manns frá Afganistan á undanförnum tveimur vikum. Enn bíða margir erlendir ríkisborgarar og Afganar þess að komast frá landinu. Þúsundir manna hafa safnast saman við flugvöllinn í Kabúl á hverjum degi og það ástand nýtti ISIS sér til þess að fremja voðaverkin á fimmtudag. Bandaríska sendiráðið í Kabúl varar Bandaríkjamenn við því að nálgast flugvöllinn vegna öryggishættu. Óttast er að þeir dagar sem eftir eru af brottflutningnum séu þeir hættulegustu til þessa, að sögn Jen Psaki, blaðafulltrúa Hvíta hússins. Bandaríkin Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Óljóst hvort hægt verði að koma fleiri flóttamönnum frá Afganistan Farið er að styttast í annan endan á brottflutningi flóttafólks frá alþjóðaflugvellinum í Kabúl í Afganistan. Óljóst er hvernig eða hvort hægt verði að koma fleira flóttafólki til Íslands. 27. ágúst 2021 12:01 Óttast frekari árásir ISIS í Afganistan Viðbúnaður er hjá bandarísku herliði sem aðstoðar við brottflutning afganskra flóttamanna frá Kabúl vegna möguleikans á fleiri hryðjuverkaárásum. Fleiri en hundrað manns, afganskir borgarar og bandarískir hermenn, féllu í sjálfsmorðssprengjuárás í gær. 27. ágúst 2021 09:02 Fékk bandaríska hermenn á tal við sig áður en hann sprengdi sig í loft upp Rúmlega 90 Afganir og 13 liðsmenn Bandaríkjahers féllu í tveimur sprengjuárásum við flugvöllinn í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í gærkvöldi. Á annað hundrað manns særðust í sprengingunum. 27. ágúst 2021 06:27 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Einn skipuleggjandi Ríkis íslams er sagður hafa fallið í drónaárásinni að því er sagði í yfirlýsingu frá Bandaríkjaher. Honum sé ekki kunnugt um að óbreyttir borgarar hafi fallið, hefur Reuters-fréttastofan upp úr yfirlýsingunni. Árásin var gerð í Nangarhar-héraði austur af Kabúl sem á landamæri að nágrannaríkinu Pakistan. Herinn hefur ekki greint frá því hvort að skotmörk árásarinnar tengist hryðjuverkaárásinni við Kabúlflugvöll. Joe Biden Bandaríkjaforseti hafði heitið því að hafa hendur í hári liðsmanna samtakanna eftir hryðjuverkin. AP-fréttastofan segir að Biden hafi heimilað árásina og að Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, hafi gefið skipun um hana. Svæðissamtök Ríkis íslams í Afganistan, svonefnd ISIS-K, lýstu yfir ábyrgð á sjálfsmorðssprengjuárásinni á fimmtudag. Talið er að allt að 170 manns hafi látið lífið þegar liðsmaður hryðjuverkasamtakanna sprengdi sjálfan sig í loft upp í miðri mannþröng Afgana sem biðu þess að reyna komast inn á flugvöllinn til að flýja yfirvofandi stjórn talibana. Langflestir þeirra látnu voru Afganar en þrettán bandarískir hermenn féllu einnig í árásinni. Hættulegstu dagarnir til þessa Bandarískir embættismenn telja líklegt að frekari hryðjuverkaárásir verði gerðar í Kabúl á lokadögum brottflutnings bandarísks og alþjóðlegs herliðs, að sögn New York Times. Bandaríkjastjórn ætlar að ljúka endanlegu brotthvarfi sínu frá Afganistan á þriðjudag, 31. ágúst. „Við erum sannarlega undir það búin og reiknum með frekari tilræðum,“ segi John Kirby, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins um hættuna á frekari árásum. Fram að þessu hefur Bandaríkjastjórn flutt um 111.000 manns frá Afganistan á undanförnum tveimur vikum. Enn bíða margir erlendir ríkisborgarar og Afganar þess að komast frá landinu. Þúsundir manna hafa safnast saman við flugvöllinn í Kabúl á hverjum degi og það ástand nýtti ISIS sér til þess að fremja voðaverkin á fimmtudag. Bandaríska sendiráðið í Kabúl varar Bandaríkjamenn við því að nálgast flugvöllinn vegna öryggishættu. Óttast er að þeir dagar sem eftir eru af brottflutningnum séu þeir hættulegustu til þessa, að sögn Jen Psaki, blaðafulltrúa Hvíta hússins.
Bandaríkin Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Óljóst hvort hægt verði að koma fleiri flóttamönnum frá Afganistan Farið er að styttast í annan endan á brottflutningi flóttafólks frá alþjóðaflugvellinum í Kabúl í Afganistan. Óljóst er hvernig eða hvort hægt verði að koma fleira flóttafólki til Íslands. 27. ágúst 2021 12:01 Óttast frekari árásir ISIS í Afganistan Viðbúnaður er hjá bandarísku herliði sem aðstoðar við brottflutning afganskra flóttamanna frá Kabúl vegna möguleikans á fleiri hryðjuverkaárásum. Fleiri en hundrað manns, afganskir borgarar og bandarískir hermenn, féllu í sjálfsmorðssprengjuárás í gær. 27. ágúst 2021 09:02 Fékk bandaríska hermenn á tal við sig áður en hann sprengdi sig í loft upp Rúmlega 90 Afganir og 13 liðsmenn Bandaríkjahers féllu í tveimur sprengjuárásum við flugvöllinn í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í gærkvöldi. Á annað hundrað manns særðust í sprengingunum. 27. ágúst 2021 06:27 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Óljóst hvort hægt verði að koma fleiri flóttamönnum frá Afganistan Farið er að styttast í annan endan á brottflutningi flóttafólks frá alþjóðaflugvellinum í Kabúl í Afganistan. Óljóst er hvernig eða hvort hægt verði að koma fleira flóttafólki til Íslands. 27. ágúst 2021 12:01
Óttast frekari árásir ISIS í Afganistan Viðbúnaður er hjá bandarísku herliði sem aðstoðar við brottflutning afganskra flóttamanna frá Kabúl vegna möguleikans á fleiri hryðjuverkaárásum. Fleiri en hundrað manns, afganskir borgarar og bandarískir hermenn, féllu í sjálfsmorðssprengjuárás í gær. 27. ágúst 2021 09:02
Fékk bandaríska hermenn á tal við sig áður en hann sprengdi sig í loft upp Rúmlega 90 Afganir og 13 liðsmenn Bandaríkjahers féllu í tveimur sprengjuárásum við flugvöllinn í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í gærkvöldi. Á annað hundrað manns særðust í sprengingunum. 27. ágúst 2021 06:27