Eftir mikla óvissu allan daginn kom í ljós að 500 manna viðburðir verða ekki leyfilegir fyrr en 3. september. Kristín mun reyna að greiða úr flækjunni sem þessar tilkynningar skildu eftir sig.
Henry Birgi ræðir við Lars Lagerbäck en það kom óvænt fram á blaðamannafundi KSÍ að hann væri hættur störfum. Lars tjáir sig um málið í fréttatímanum okkar en það er ljóst að margir munu sjá eftir þessum frækna þjálfara.
Við fjöllum einnig um kosningaloforð Miðflokksins að láta hagnað ríkissjóðs renna í vasa landsmanna, ræðum við íslensks afganska fjölskyldu sem flúði Talíbana í Kabúl og kíkjum á dýfinganámskeið Konna Gotta í Grafarvogi þar sem börn sigrast á kvíða og lofthræðslu.