Rekstrarniðurstaða A-hluta neikvæð um 7,3 milljarða og skuldir aukast Eiður Þór Árnason skrifar 26. ágúst 2021 13:38 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Pawel Bartoszek borgarfulltrúi og Helga Björg Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar á borgarstjórnarfundi. Vísir/Vilhelm Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar var neikvæð um 7.322 milljónir króna á fyrri helmingi ársins. Áætlun gerði ráð fyrir 7.994 milljarða halla en frávik eru einkum sögð skýrast af hærri útsvarstekjum. Þetta kemur fram í árshlutareikningi borgarinnar sem var afgreiddur í borgarráði í dag. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta Reykjavíkurborgar var jákvæð um 11.550 milljónir króna en áætlanir gerðu ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu um 2.269 milljónir króna. Rekstrarniðurstaðan er því 13.819 milljónum króna betri en gert var ráð fyrir. Að sögn borgarinnar má einkum rekja betri rekstrarniðurstöðu til matsbreytingu fjárfestingaeigna hjá Félagsbústöðum auk áhrifa hækkaðs álverðs og styrkingu krónunnar á tekjur Orkuveitu Reykjavíkur af raforkusölu til álvera. Útsvarstekjur voru um 3.115 milljónum króna yfir áætlun á fyrri helmingi ársins sem hafði áhrif á niðurstöðu A-hluta. Launaútgjöld voru 2.610 milljónum yfir fjárheimildum sem að hluta til má rekja til aðgerða vegna Covid-19. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var neikvæð um 4.754 milljónir króna eða 1.070 milljónum betri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 6.807 milljónir króna sem er 2.919 milljónum króna betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Ráðhús Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Heildarskuldir 397 milljarðar króna Heildareignir A- og B-hluta samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok júní 745.378 milljónum króna. Heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 397.078 milljónir króna í lok júní samanborið við 382.974 milljónir um síðustu áramót. Skuldir og skuldbindingar A-hluta námu 138.234 milljónum króna í lok fyrri árshelmings og jukust um 14.477 milljónir frá áramótum. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Í B-hluta eru fyrirtæki, á borð við Orkuveituna, sem eru að hálfu eða meirihluta í eigu borgarinnar og eru rekin sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar. Eigið fé A- og B-hluta borgarinnar er nú 348.300 milljónir króna en þar af var hlutdeild meðeigenda 12.979 milljónir. Eiginfjárhlutfallið er nú 46,7% en var 47,0% um síðustu áramót. Rekstrargjöld A-hluta námu 70.122 milljónum króna á fyrri helmingi 2021 og jukust um 9.604 milljónir milli ára. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/Vilhelm Afkoman betri en gert var ráð fyrir Fram kemur í tilkynningu frá borginni að heimsfaraldurinn hafi haft mikil fjárhagsleg áhrif á Reykjavíkurborg. „Við því var að búast og afkoma borgarinnar er heldur betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, sem ber sterkri stjórnun í rekstri borgarinnar glöggt vitni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í tilkynningu. „Borgin leggur höfuðáherslu á að verja starfsemi, velferð og skólastarf við þessar aðstæður og sóknaráætlun borgarinnar, Græna planið er í forgrunni fjármála hjá borginni til framtíðar. Borgin stefnir að kröftugri viðspyrnu, meiri fjárfestingu og góðri þjónustu sem er í mikilli þróun.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Rekstrarniðurstaðan neikvæð um nærri þrjá milljarða Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta Reykjavíkurborgar árið 2020 var neikvæð um tæpa 2,8 milljarða króna en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á tæpa tólf milljarða króna. 29. apríl 2021 13:54 Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Þetta kemur fram í árshlutareikningi borgarinnar sem var afgreiddur í borgarráði í dag. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta Reykjavíkurborgar var jákvæð um 11.550 milljónir króna en áætlanir gerðu ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu um 2.269 milljónir króna. Rekstrarniðurstaðan er því 13.819 milljónum króna betri en gert var ráð fyrir. Að sögn borgarinnar má einkum rekja betri rekstrarniðurstöðu til matsbreytingu fjárfestingaeigna hjá Félagsbústöðum auk áhrifa hækkaðs álverðs og styrkingu krónunnar á tekjur Orkuveitu Reykjavíkur af raforkusölu til álvera. Útsvarstekjur voru um 3.115 milljónum króna yfir áætlun á fyrri helmingi ársins sem hafði áhrif á niðurstöðu A-hluta. Launaútgjöld voru 2.610 milljónum yfir fjárheimildum sem að hluta til má rekja til aðgerða vegna Covid-19. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var neikvæð um 4.754 milljónir króna eða 1.070 milljónum betri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 6.807 milljónir króna sem er 2.919 milljónum króna betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Ráðhús Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Heildarskuldir 397 milljarðar króna Heildareignir A- og B-hluta samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok júní 745.378 milljónum króna. Heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 397.078 milljónir króna í lok júní samanborið við 382.974 milljónir um síðustu áramót. Skuldir og skuldbindingar A-hluta námu 138.234 milljónum króna í lok fyrri árshelmings og jukust um 14.477 milljónir frá áramótum. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Í B-hluta eru fyrirtæki, á borð við Orkuveituna, sem eru að hálfu eða meirihluta í eigu borgarinnar og eru rekin sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar. Eigið fé A- og B-hluta borgarinnar er nú 348.300 milljónir króna en þar af var hlutdeild meðeigenda 12.979 milljónir. Eiginfjárhlutfallið er nú 46,7% en var 47,0% um síðustu áramót. Rekstrargjöld A-hluta námu 70.122 milljónum króna á fyrri helmingi 2021 og jukust um 9.604 milljónir milli ára. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/Vilhelm Afkoman betri en gert var ráð fyrir Fram kemur í tilkynningu frá borginni að heimsfaraldurinn hafi haft mikil fjárhagsleg áhrif á Reykjavíkurborg. „Við því var að búast og afkoma borgarinnar er heldur betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, sem ber sterkri stjórnun í rekstri borgarinnar glöggt vitni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í tilkynningu. „Borgin leggur höfuðáherslu á að verja starfsemi, velferð og skólastarf við þessar aðstæður og sóknaráætlun borgarinnar, Græna planið er í forgrunni fjármála hjá borginni til framtíðar. Borgin stefnir að kröftugri viðspyrnu, meiri fjárfestingu og góðri þjónustu sem er í mikilli þróun.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Rekstrarniðurstaðan neikvæð um nærri þrjá milljarða Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta Reykjavíkurborgar árið 2020 var neikvæð um tæpa 2,8 milljarða króna en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á tæpa tólf milljarða króna. 29. apríl 2021 13:54 Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Rekstrarniðurstaðan neikvæð um nærri þrjá milljarða Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta Reykjavíkurborgar árið 2020 var neikvæð um tæpa 2,8 milljarða króna en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á tæpa tólf milljarða króna. 29. apríl 2021 13:54