Tuttugu ár frá ákvörðuninni sem Sir Alex sér hvað mest eftir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2021 16:30 Jaap Stam og Sir Alex Ferguson þegar allt lék í lyndi. Dave Kendall/Getty Images Sir Alex Ferguson gerði ekki mörg mistök er hann vann titil eftir titil með Manchester United. Í dag eru hins vegar 20 ár frá þeirri ákvörðun sem Skotinn sér hvað mest eftir á 26 ára stjóratíð sinni í Manchester-borg. Sir Alex telur að ákvörðunin sem var tekin þann 26. ágúst 2001 hafi gefið Arsene Wenger og Arsenal-liði hans yfirhöndina í ensku úrvalsdeildinni. Síðan mætti José Mourinho til Englands og vann deildina tvö ár í röð með Chelsea. Fyrir 20 árum, upp á dag, var hollenski miðvörðurinn Jaap Stam ekki í byrjunarliði Man United er liðið heimsótti Aston Villa á Villa Park. Stam hafði verið einn besti miðvörður heims frá því hann gekk í raðir Man Utd árið 1999 en árið 2001 gaf hann út ævisögu þar sem hann opnaði sig varðandi hluti sem hann hefði betur sleppt. #OTD in 2001: Sir Alex's biggest mistake?He's admitted so himself https://t.co/KCFenrzKxZ pic.twitter.com/WmdyNPhseI— Mirror Football (@MirrorFootball) August 26, 2021 Stam gaf til kynna að Sir Alex hefði talað við hann þegar hann var enn samningsbundinn PSV í Hollandi. Ef það var ekki nóg til að reita Sir Alex til reiði þá sagði Stam líka að þjálfarinn hefði hvatt leikmenn til að dýfa sér. „Það var komið á þann stað að hann sagði okkur að reyna ekki að standa í lappirnar ef við værum inn í vítateig og fyndum fyrir minnstu snertingu. Hann vill að við hermum eftir þeim liðum sem við mætum í Evrópu og fara niður til að sækja vítaspyrnur,“ skrifaði Stam í bók sinni, Head to Head. Fyrir leikinn gegn Villa sagði Ferguson að hann hefði samþykkt tilboð Lazio í Stam og það væri undir leikmanninum komið hvort hann færi þangað eða ekki. Þá hafði Sir Alex þegar samið við reynsluboltann Laurent Blanc um að fylla skarðið sem Stam myndi skilja eftir sig. Jaap Stam í leik með Lazio gegn Juventus.EPA/ANTONIO SCALISE „Við vitum að Wes Brown verður frábær leikmaður. Að mínu mati verður hann besti miðvörður landsins og hann fær nú tækifæri til að sýna hvað hann getur,“ sagði Sir Alex einnig. Stam og Sir Alex lenti saman á æfingu og miðvörðurinn fór heim í fússi. Ritari Sir Alex hringdi í hann að æfingu lokinni og rétti Ferguson svo símann. Þjálfarinn vildi vita hvar Stam væri niðurkominn. Eftir að hafa sagst vera á bensínstöð rétt hjá heimili sínu sagði Sir Alex honum að vera þar því hann væri á leiðinni. „Þegar hann kom á bensínstöðina lagði hann bílnum sínum og kom inn í bíl til mín. Hann sagði mér að ég þyrfti að skipta um lið. Svo bað hann mig um að fara til Lazio, eins fljótt og hægt væri. Ég samþykkti það á staðnum.“ Stam vann ensku úrvalsdeildina öll þrjú tímabilin sín í Manchester ásamt því að vera hluti af hinu fræga 1999-liði sem vann þrennuna eftirsóttu. Eftir að hann fór til Lazio átti Man Utd hins vegar erfitt uppdráttar. Liðið vann ekki deildina næstu þrjú tímabil. Stam var einkar sigursæll þau þrjú ár sem hann spilaði með Manchester United.Getty Images Það var ekki fyrr en tólf árum síðar, árið 2013, sem Ferguson viðurkenndi að hafa gert mistök þegar hann losaði sig við Stam. „Þegar ég hugsa um vonbrigði þá hugsa ég um Jaap Stam. Ég gerði slæm mistök þar,“ sagði Ferguson sem gerði ekki mörg mistök á sínum 26 árum hjá Manchester United. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Sir Alex telur að ákvörðunin sem var tekin þann 26. ágúst 2001 hafi gefið Arsene Wenger og Arsenal-liði hans yfirhöndina í ensku úrvalsdeildinni. Síðan mætti José Mourinho til Englands og vann deildina tvö ár í röð með Chelsea. Fyrir 20 árum, upp á dag, var hollenski miðvörðurinn Jaap Stam ekki í byrjunarliði Man United er liðið heimsótti Aston Villa á Villa Park. Stam hafði verið einn besti miðvörður heims frá því hann gekk í raðir Man Utd árið 1999 en árið 2001 gaf hann út ævisögu þar sem hann opnaði sig varðandi hluti sem hann hefði betur sleppt. #OTD in 2001: Sir Alex's biggest mistake?He's admitted so himself https://t.co/KCFenrzKxZ pic.twitter.com/WmdyNPhseI— Mirror Football (@MirrorFootball) August 26, 2021 Stam gaf til kynna að Sir Alex hefði talað við hann þegar hann var enn samningsbundinn PSV í Hollandi. Ef það var ekki nóg til að reita Sir Alex til reiði þá sagði Stam líka að þjálfarinn hefði hvatt leikmenn til að dýfa sér. „Það var komið á þann stað að hann sagði okkur að reyna ekki að standa í lappirnar ef við værum inn í vítateig og fyndum fyrir minnstu snertingu. Hann vill að við hermum eftir þeim liðum sem við mætum í Evrópu og fara niður til að sækja vítaspyrnur,“ skrifaði Stam í bók sinni, Head to Head. Fyrir leikinn gegn Villa sagði Ferguson að hann hefði samþykkt tilboð Lazio í Stam og það væri undir leikmanninum komið hvort hann færi þangað eða ekki. Þá hafði Sir Alex þegar samið við reynsluboltann Laurent Blanc um að fylla skarðið sem Stam myndi skilja eftir sig. Jaap Stam í leik með Lazio gegn Juventus.EPA/ANTONIO SCALISE „Við vitum að Wes Brown verður frábær leikmaður. Að mínu mati verður hann besti miðvörður landsins og hann fær nú tækifæri til að sýna hvað hann getur,“ sagði Sir Alex einnig. Stam og Sir Alex lenti saman á æfingu og miðvörðurinn fór heim í fússi. Ritari Sir Alex hringdi í hann að æfingu lokinni og rétti Ferguson svo símann. Þjálfarinn vildi vita hvar Stam væri niðurkominn. Eftir að hafa sagst vera á bensínstöð rétt hjá heimili sínu sagði Sir Alex honum að vera þar því hann væri á leiðinni. „Þegar hann kom á bensínstöðina lagði hann bílnum sínum og kom inn í bíl til mín. Hann sagði mér að ég þyrfti að skipta um lið. Svo bað hann mig um að fara til Lazio, eins fljótt og hægt væri. Ég samþykkti það á staðnum.“ Stam vann ensku úrvalsdeildina öll þrjú tímabilin sín í Manchester ásamt því að vera hluti af hinu fræga 1999-liði sem vann þrennuna eftirsóttu. Eftir að hann fór til Lazio átti Man Utd hins vegar erfitt uppdráttar. Liðið vann ekki deildina næstu þrjú tímabil. Stam var einkar sigursæll þau þrjú ár sem hann spilaði með Manchester United.Getty Images Það var ekki fyrr en tólf árum síðar, árið 2013, sem Ferguson viðurkenndi að hafa gert mistök þegar hann losaði sig við Stam. „Þegar ég hugsa um vonbrigði þá hugsa ég um Jaap Stam. Ég gerði slæm mistök þar,“ sagði Ferguson sem gerði ekki mörg mistök á sínum 26 árum hjá Manchester United.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti