Frá því að leghálsskimanirnar voru fluttar frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar um áramótin hafa konur þurft að bíða fjóra til fimm mánuði eftir niðurstöðum.
Þessi mál verða til umræðu í Pallborðinu á Vísi í dag sem Hólmfríður Gísladóttir stýrir.
Aðalbjörg Björgvinsdóttir, formaður Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna, og Ágúst Ingi Ágústsson, sem tekið hefur við af Kristjáni Oddssyni sem verkefnastjóri hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana, mæta í Pallborðið.
Pallborðið hefst klukkan 14 í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi.
Uppfært: Pallborðinu er nú lokið en þáttinn má sjá í heild sinni hér að neðan.