Sport

Róbert Ísak bætti eigið Ís­lands­met og synti örugg­lega inn í úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Róbert Ísak synti á nýju Íslandsmeti í nótt.
Róbert Ísak synti á nýju Íslandsmeti í nótt. ÍF/JBÓ

Róbert Ísak Jónsson bætti eigið Íslandsmet í 100 metra flugsundi á Ólympíumóti fatlaðra, Paralympics, í nótt. Róbert Ísak synti í undanrásum S14 flokksins í nótt og tryggði sér sæti í úrslitum með frammistöðu sinni.

Fyrir sund næturinnar hafði Róbert Ísak best synt á 58,54 sekúndum og hann vissi að hann þyrfti að bæta það til að komast í úrslit á Ólympíumótinu sem fram fer í Tókýó í Japan líkt og Ólympíuleikarnir fyrr í sumar.

Róbert Ísak gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmetið enn frekar þegar hann synti á 58,34 sekúndum og bætti metið því um 20/100 úr sekúndu. Hann var með sjöunda besta tímann af keppendum og syndir í úrslitum klukkan 09.00 í dag.

Róbert Ísak fær verðskuldaða hvíld eftir úrslitasundið. Hann syndir næst í undanrásum í 100 metra bringusundi á sunnudaginn, kemur, þann 29. ágúst. Síðasta grein hans á mótinu er svo 31. ágúst þegar hann syndir í undanrásum 200 metra fjórsunds.

Hér má sjá tíma dagsins í undanriðli Róberts Ísaks.ÍF



Fleiri fréttir

Sjá meira


×